Rekstur Strætó virðist í blóma við fyrstu sýn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2022 18:34 Margir botnuðu ekkert í grafi sem birtist í ársreikningi Strætó en þar virðist reksturinn á blússandi siglingu, að minnsta kosti við fyrstu sýn. Vísir/Vilhelm Þeir fáu sem rýndu í ársreikning Strætó fyrir rekstrarárið 2021 hafa líklega rekið upp stór augu þegar kom að því að lesa graf um skuldir og eigið fé Strætó. Við fyrstu sýn virðist nefnilega eins og að reksturinn sé í miklum blóma en eins og kunnugt er hefur rekstur byggðasamlagsins Strætó verið heldur strembinn síðustu ár. Doktorsnemi í tölfræði vakti athygli á grafinu í dag en segir ekki víst að línuritin séu misvísandi af ásettu ráði. „Hvað er það fyrsta sem þið hugsið þegar þið sjáið þessar myndir úr ársreikningi Strætó? Er það að skuldir séu á leiðinni niður og eiginfjárhlutfall á leiðinni upp? Kíkið aftur.“ Úr ársreikningi Strætó. Við fyrstu sýn virðist eiginfjárhlutfallið á blússandi siglingu.skáskot/Strætó Það sama gildir um langtímaskuldir. Við fyrstu sýn virðast skuldirnar minnka jafnt eftir því sem árin líða, en því er einmitt öfugt farið.skjáskot/strætó Þetta skrifaði Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í tölfræði á Twitter við mikil viðbrögð. Fyrstu viðbrögð margra eru enda að hugsa með sér að hér sé á ferðinni tilraun Strætó til þess að fegra bókhaldið. Láta það líta út fyrir að eigin fé sé á stöðugri uppleið og skuldir á niðurleið, þegar raunin er einmitt hið andstæða. Ársreikninginn má skoða hér að neðan. straetobs_arsreikningur_31122021_undirritadPDF733KBSækja skjal Að eigin sögn er Brynjólfur sérstakur áhugamaður um að uppræta bull, eftir smá umhugsun um hvernig heppilegast væri að snara „að calla bullshit“. Nánar tiltekið bull sem tengist misvísandi framsetningum gagna á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Í því skyni hefur hann meira að segja sett upp vefsíðu að nafni Metill.is þar sem hann gerir ýmsar gagnaupplýsingar aðgengilegri hinum almenna borgara. Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson.Kristinn Ingvarsson Hönnunarbrella? „Það er almenn regla þegar teiknað er eftir tíma að tíminn byrji vinstra megin og endar til hægri. Þegar þessu er öfugt farið getur það gerst að fólk horfir ekki á merkingar og túlkunin verður öfug við það sem myndin sýnir í raun.“ Hann segir þó ekki víst að þetta sé viljandi gert til að rugla fólk en skrýtið þó. „ Ég var einmitt vá voðalega gengur þetta vel og svo bara nei, þetta getur reyndar ekki staðist. Ég hef séð Excel-skrár þar sem nýjasta árið er lengst til vinstri og maður getur skilið það. Þá viltu byrja á nýjasta árinu, maður vill frekar hugsa um þetta svona en að það hafi verið einhver vondur ásetningur. En þetta er mjög slæmt myndrit,“ segir Brynjólfur. Hér sé verið að teikna upp gögn og mæti flokkast sem hönnunarbrella. „Svo hugsar maður að þau hafi ekki einu sinni búist við því að einhver myndi skoða þessa ársreikninga,“ segir Brynjólfur og hlær. Eins og áður segir stundar hann nú nám í tölfræði við Háskóla Íslands og vinnur samhliða hjá Hjartavernd sem tölfræðingur. Þá vann hann einnig að spálíkanagerð fyrir Háskólann í Covid-faraldrinum margfræga. Í gegnum tíðina segir Brynjólfur að mörg dæmi hafi skotið upp kollinum þar sem illa er farið með gögn og þeim beitt á misvísandi hátt. Þar nefnir hann frægt dæmi er þar sem fjallað var um dauða af völdum skotvopna í frétt Reuters og Brynjólfur deildi á Twitter-síðu sinni. Minnir mig soldið á þessa klassík pic.twitter.com/xHSvff5cam— Brynjolfur Gauti Guðrúnar Jónsson (@bggjonsson) September 27, 2022 Strætó Reykjavík Tengdar fréttir Gjaldskrárhækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi. 27. september 2022 23:37 Tap Strætó aldrei verið meira Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára. 26. ágúst 2022 22:19 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Hvað er það fyrsta sem þið hugsið þegar þið sjáið þessar myndir úr ársreikningi Strætó? Er það að skuldir séu á leiðinni niður og eiginfjárhlutfall á leiðinni upp? Kíkið aftur.“ Úr ársreikningi Strætó. Við fyrstu sýn virðist eiginfjárhlutfallið á blússandi siglingu.skáskot/Strætó Það sama gildir um langtímaskuldir. Við fyrstu sýn virðast skuldirnar minnka jafnt eftir því sem árin líða, en því er einmitt öfugt farið.skjáskot/strætó Þetta skrifaði Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í tölfræði á Twitter við mikil viðbrögð. Fyrstu viðbrögð margra eru enda að hugsa með sér að hér sé á ferðinni tilraun Strætó til þess að fegra bókhaldið. Láta það líta út fyrir að eigin fé sé á stöðugri uppleið og skuldir á niðurleið, þegar raunin er einmitt hið andstæða. Ársreikninginn má skoða hér að neðan. straetobs_arsreikningur_31122021_undirritadPDF733KBSækja skjal Að eigin sögn er Brynjólfur sérstakur áhugamaður um að uppræta bull, eftir smá umhugsun um hvernig heppilegast væri að snara „að calla bullshit“. Nánar tiltekið bull sem tengist misvísandi framsetningum gagna á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Í því skyni hefur hann meira að segja sett upp vefsíðu að nafni Metill.is þar sem hann gerir ýmsar gagnaupplýsingar aðgengilegri hinum almenna borgara. Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson.Kristinn Ingvarsson Hönnunarbrella? „Það er almenn regla þegar teiknað er eftir tíma að tíminn byrji vinstra megin og endar til hægri. Þegar þessu er öfugt farið getur það gerst að fólk horfir ekki á merkingar og túlkunin verður öfug við það sem myndin sýnir í raun.“ Hann segir þó ekki víst að þetta sé viljandi gert til að rugla fólk en skrýtið þó. „ Ég var einmitt vá voðalega gengur þetta vel og svo bara nei, þetta getur reyndar ekki staðist. Ég hef séð Excel-skrár þar sem nýjasta árið er lengst til vinstri og maður getur skilið það. Þá viltu byrja á nýjasta árinu, maður vill frekar hugsa um þetta svona en að það hafi verið einhver vondur ásetningur. En þetta er mjög slæmt myndrit,“ segir Brynjólfur. Hér sé verið að teikna upp gögn og mæti flokkast sem hönnunarbrella. „Svo hugsar maður að þau hafi ekki einu sinni búist við því að einhver myndi skoða þessa ársreikninga,“ segir Brynjólfur og hlær. Eins og áður segir stundar hann nú nám í tölfræði við Háskóla Íslands og vinnur samhliða hjá Hjartavernd sem tölfræðingur. Þá vann hann einnig að spálíkanagerð fyrir Háskólann í Covid-faraldrinum margfræga. Í gegnum tíðina segir Brynjólfur að mörg dæmi hafi skotið upp kollinum þar sem illa er farið með gögn og þeim beitt á misvísandi hátt. Þar nefnir hann frægt dæmi er þar sem fjallað var um dauða af völdum skotvopna í frétt Reuters og Brynjólfur deildi á Twitter-síðu sinni. Minnir mig soldið á þessa klassík pic.twitter.com/xHSvff5cam— Brynjolfur Gauti Guðrúnar Jónsson (@bggjonsson) September 27, 2022
Strætó Reykjavík Tengdar fréttir Gjaldskrárhækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi. 27. september 2022 23:37 Tap Strætó aldrei verið meira Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára. 26. ágúst 2022 22:19 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Gjaldskrárhækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi. 27. september 2022 23:37
Tap Strætó aldrei verið meira Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára. 26. ágúst 2022 22:19