Stöð 2 Sport
Klukkan 17.00 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá. Farið verður yfir liðna umferð í Subway deild kvenna í körfubolta.
Klukkan 17.50 hefst útsending frá leik Vals og KA í Olís deild karla í handbolta. Klukkan 19.30 hefst útsending frá nýliðaslag ÍR og Harðar í sömu deild.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 11.00 er Alfred Dunhill Links-meistaramótið í golfi á dagskrá, það er hluti af DP World-mótaröðinni.
Klukkan 16.30 er komið að Volunteers of America Classic-mótinu í golfi, það er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Klukkan 19.30 er Sanderson Farms Championship-mótið í golfi á dagskrá, það er hluti af PGA-mótaröðinni.
Stöð 2 ESport
Klukkan 19.30 er Ljósleiðaradeildin í CS:GO á dagskrá. Leikir kvöldsins eru LAVA gegn NÚ, Ármann gegn Breiðabliki og Ten5ion gegn Fylki.