Um 2,5 milljónum íbúa Flórída hefur verið sagt að yfirgefa strandlengju ríkisins en veðurfræðingar búast við því að sjávarstaða muni hækka um allt að 3,6 metra. Það er til viðbótar við þá miklu rigningu og vind sem fylgir Ian.
Meðalvindhraði Ians er sagður vera um 70 metrar á sekúndu þar sem hann er mestur, samkvæmt frétt Wasthington Post. Það er einungis nokkrum metrum á sekúndu frá fimmta stigs skilgreiningu.
Bandarískir veðurfræðingar segja að Ian muni valda hamfaraflóðum víða í Flórída og það sama megi segja um vindinn. Hann muni líklega valda gífurlegum skemmdum.
Sep 28 7am EDT -- Here are the key messages from the special advisory issued on Hurricane #Ian.
— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 28, 2022
Catastrophic storm surge inundation expected today as Ian moves ashore in the southwest Florida peninsula.
Latest: https://t.co/tnOTyg5UEw pic.twitter.com/cCHGT11wTF
Íbúar í Flórída hafa varið síðustu dögum í að undirbúa heimili sín fyrir komu Ians með því að byrgja fyrir glugga, leggja sandpoka og koma eigum sínum í skjól á efri hæðir húsa, ef það stendur þeim til boða.
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur varað við því að næstu dagar verði íbúum erfiðir.
Ian náði landi á vesturhluta Kúbu í gær og er sagður hafa valdið miklum skaða þar. Meðal annars er öll eyjan án rafmagns og einhverjir eru sagðir hafa dáið.
Sjá einnig: Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian
Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var upp á Kúbu.