Hannes Þór tryggir sér Húsið eftir Stefán Mána Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. september 2022 09:24 Stefán Máni og Hannes Þór við undirskriftina. Framleiðslufyrirtæki Hannesar Þórs Halldórssonar hefur keypt kvikmyndaréttinn að bókinni Húsið eftir Stefán Mána. Spennusagan kom út árið 2012. „Stefán Máni er ótrúlega orkumikill rithöfundur sem skrifar myndrænar og kyngimagnaðar bækur. Húsið er dimm og drungaleg saga og ég var ekki búinn að lesa margar blaðsíður þegar ég fann að hér væri efni í góða kvikmynd. Það er auðvitað langt í land ennþá en handritavinnan er komin af stað og vonandi sjáum við Hörð Grímsson á hvíta tjaldinu áður en langt um líður,“ segir Hannes. Stefán Máni er ánægður með samkomulagið og hlakkar til að fylgjast með þróuninni. „Ég er hrikalega ánægður með þennan samning. Það er tími til kominn að Hörður Grímsson fái njóta sín á hvíta tjaldinu og Hannes Þór er hárréttur maður í verkið. Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast,“ segir Stefán. Ætlar að koma miklu í verk Framleiðslufyrirtækið Floodlights hefur verið á miklu skriði undanfarin ár en síðan Hannes Þór lagði markmannshanskana á hilluna hefur aukinn kraftur færst í starfsemina. Hannes Þór hefur verið stórtækur á íslenska auglýsingamarkaðnum upp á síðkastið og leikstýrði auk þess fyrir stuttu tveimur herferðum fyrir kínversk stórfyrirtæki sem framleiddar voru hér á landi af Floodlights. Leynilögga, fyrsta kvikmynd Hannesar í fullri lengd, var frumsýnd á síðasta ári og gekk afar vel í íslenskum kvikmyndahúsum. Leynilögga vakti óvænta athygli á fjölmörgum kvikmyndahátíðum og hefur fengið mikið lof erlendra gagnrýnenda. Hannes Hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn eins og fjallað var um hér á Vísi. „Það er allt búið að vera á fullu síðan ég flutti heim 2019 og eftir velgengni Leynilöggunnar eru spennandi tímar framundan. Ásamt Húsinu er ég tengdur nokkrum mjög áhugaverðum verkefnum og hugmyndin er að bretta upp ermar og koma miklu í verk næstu árin,“ segir Hannes. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Leynilögga á lista stofnanda IMDb yfir faldar perlur ársins Col Needham, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar IMDb, birti í dag lista yfir þær myndir sem hann telur ekki hafa fengið þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. Hin íslenska Leynilögga er ein þeirra. 10. desember 2021 21:54 Hannes verðlaunaður í Lübeck: „Hamingjusamur og stoltur“ Kvikmyndin Leynilögga hlaut verðlaun á Nordische Filmtage Lübeck í gær, Kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi. Leynilögga var opnunarmynd hátíðarinnar og fékk mjög góðar viðtökur. 8. nóvember 2021 10:15 Auddi og Gillz talsettir á japönsku og þýsku Kvikmyndin Leynilöggan hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi og hafa rétt tæplega 40 þúsund séð myndina í kvikmyndahúsum. 7. desember 2021 12:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Stefán Máni er ótrúlega orkumikill rithöfundur sem skrifar myndrænar og kyngimagnaðar bækur. Húsið er dimm og drungaleg saga og ég var ekki búinn að lesa margar blaðsíður þegar ég fann að hér væri efni í góða kvikmynd. Það er auðvitað langt í land ennþá en handritavinnan er komin af stað og vonandi sjáum við Hörð Grímsson á hvíta tjaldinu áður en langt um líður,“ segir Hannes. Stefán Máni er ánægður með samkomulagið og hlakkar til að fylgjast með þróuninni. „Ég er hrikalega ánægður með þennan samning. Það er tími til kominn að Hörður Grímsson fái njóta sín á hvíta tjaldinu og Hannes Þór er hárréttur maður í verkið. Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast,“ segir Stefán. Ætlar að koma miklu í verk Framleiðslufyrirtækið Floodlights hefur verið á miklu skriði undanfarin ár en síðan Hannes Þór lagði markmannshanskana á hilluna hefur aukinn kraftur færst í starfsemina. Hannes Þór hefur verið stórtækur á íslenska auglýsingamarkaðnum upp á síðkastið og leikstýrði auk þess fyrir stuttu tveimur herferðum fyrir kínversk stórfyrirtæki sem framleiddar voru hér á landi af Floodlights. Leynilögga, fyrsta kvikmynd Hannesar í fullri lengd, var frumsýnd á síðasta ári og gekk afar vel í íslenskum kvikmyndahúsum. Leynilögga vakti óvænta athygli á fjölmörgum kvikmyndahátíðum og hefur fengið mikið lof erlendra gagnrýnenda. Hannes Hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn eins og fjallað var um hér á Vísi. „Það er allt búið að vera á fullu síðan ég flutti heim 2019 og eftir velgengni Leynilöggunnar eru spennandi tímar framundan. Ásamt Húsinu er ég tengdur nokkrum mjög áhugaverðum verkefnum og hugmyndin er að bretta upp ermar og koma miklu í verk næstu árin,“ segir Hannes.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Leynilögga á lista stofnanda IMDb yfir faldar perlur ársins Col Needham, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar IMDb, birti í dag lista yfir þær myndir sem hann telur ekki hafa fengið þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. Hin íslenska Leynilögga er ein þeirra. 10. desember 2021 21:54 Hannes verðlaunaður í Lübeck: „Hamingjusamur og stoltur“ Kvikmyndin Leynilögga hlaut verðlaun á Nordische Filmtage Lübeck í gær, Kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi. Leynilögga var opnunarmynd hátíðarinnar og fékk mjög góðar viðtökur. 8. nóvember 2021 10:15 Auddi og Gillz talsettir á japönsku og þýsku Kvikmyndin Leynilöggan hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi og hafa rétt tæplega 40 þúsund séð myndina í kvikmyndahúsum. 7. desember 2021 12:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leynilögga á lista stofnanda IMDb yfir faldar perlur ársins Col Needham, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar IMDb, birti í dag lista yfir þær myndir sem hann telur ekki hafa fengið þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. Hin íslenska Leynilögga er ein þeirra. 10. desember 2021 21:54
Hannes verðlaunaður í Lübeck: „Hamingjusamur og stoltur“ Kvikmyndin Leynilögga hlaut verðlaun á Nordische Filmtage Lübeck í gær, Kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi. Leynilögga var opnunarmynd hátíðarinnar og fékk mjög góðar viðtökur. 8. nóvember 2021 10:15
Auddi og Gillz talsettir á japönsku og þýsku Kvikmyndin Leynilöggan hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi og hafa rétt tæplega 40 þúsund séð myndina í kvikmyndahúsum. 7. desember 2021 12:30