Afgreiðsla forsætisnefndar á máli Sigurðar Inga sögð skrípaleikur Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2022 14:29 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur þverneitað að upplýsa hver hin særandi ummæli sem hann lét falla voru nánar tilgreint. Björn Leví telur það siðareglnabrot útaf fyrir sig. vísir/vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar sóttu hart að stjórnarliðum vegna afgreiðslu forsætisnefndar á siðanefndakæru á hendur Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á Alþingi í dag. Málið, sem varðar dólgsleg ummæli Sigurðar Inga í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, sem greindi frá því að Sigurður Ingi hafi látið afar særandi ummæli um sig falla í hófi Framsóknamanna í tengslum við síðasta Búnaðarþing fyrir um hálfu ári. Málið var tekið upp í dagskrárliðnum „Um fundarstjórn forseta“. Eins og Vísir greindi frá vísaði forsætisnefnd málinu frá eftir að málið hafði velkst í nefndinni í fimm mánuði. Þingmenn stjórnarandstöðunnar töldu afgreiðsluna forkastanlega og til þess fallna að kasta rýrð á virðingu almennings fyrir Alþingi og störfum þess. xB og xD drepa málið og er alveg sama um virðingu þingsins Málshefjandi var Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og hún taldi afgreiðsluna fyrir neðan allar hellur. „Í fyrsta skipti sem mál sem varðar brot ráðherra á siðareglum fór fyrir forsætisnefnd blasti við að það var ákveðinn prófsteinn fyrir Alþingi,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Hún sagði að mikilvægt væri að siðareglur giltu fyrir alla, líka þá sem væru ráðherrar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar telur meirihluta forsætisnefndar, fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, hafa stórskaðað traust almennings á Alþingi með afgreiðslu sinni á málinu.vísir/vilhelm „Frá fyrsta fundi blasti við að það þvældist fyrir að um ráðherra var að ræða. Siðanefnd fékk síðan ekki að leggja mat á málið heldur var því vísað frá forsætisnefnd heilum fimm mánuðum eftir að kvörtun barst. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks komu í veg fyrir að málið fengi umfjöllun í siðanefnd. Og það fer gegn þeim tilgangi siðareglna að efla traust almennings á Alþingi.“ Með afstöðu sinni og afgreiðslu telur Þorbjörg Sigríður að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafi þannig valdið miklum skaða. Fleiri þingmenn sem tóku til máls í umræðunni töldu að siðareglurnar væru misnotaðar af meirihlutanum í pólitískum tilgangi, ýmist til að þagga óþægileg mál eða koma höggi á andstæðinga sína. Sigurður Ingi sakaður um óheiðarleika Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, en hann á jafnframt sæti í forsætisnefnd, rifjaði upp 1. reglu siðareglnanna ráðherra þar sem lögð er áhersla á heiðarleika. Svo sé einnig í siðareglum þingmanna. „Samt gerist það í þessu máli að ráðherra, sem er einnig þingmaður, bókstaflega neitar að greina frá atvikum mála.“ Björn Leví segir að málinu hafi sífellt verið slegið á frest í forsætisnefnd, til að fá annað yfirlit eða sögulegt samhengi. Í fimm mánuði. „Ef ráðherra neitar að svara ætti það að vera siðanefndarbrot út af fyrir sig,“ sagði Björn Leví sem fór sérstaklega fram á það á sínum tíma að ummælin lægju fyrir: Brot á þeim heiðarleika sem búist er við að þingmenn og ráðherra starfi samkvæmt. Fleiri þingmenn tóku til máls: „Ég ætla bara að segja það hreint út, að ég held að siðareglur Alþingismanna og eftirlit með framkvæmd þeirra hafi snúist upp í skrípaleik. Þetta er skrípaleikur þar sem þingmenn ýmist hvítþvo hver annan eftir pólitískum flokkslínum eða ná sér niður á hver öðrum eftir pólitískum flokkslínum. Þessi tilviljanakennda meðhöndlun á siðareglumálum er að verða að sjálfstæðu vandamáli sem kastar rýrð á Alþingi og ímynd þess. Við getum ekki haft þetta svona,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Málið, sem varðar dólgsleg ummæli Sigurðar Inga í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, sem greindi frá því að Sigurður Ingi hafi látið afar særandi ummæli um sig falla í hófi Framsóknamanna í tengslum við síðasta Búnaðarþing fyrir um hálfu ári. Málið var tekið upp í dagskrárliðnum „Um fundarstjórn forseta“. Eins og Vísir greindi frá vísaði forsætisnefnd málinu frá eftir að málið hafði velkst í nefndinni í fimm mánuði. Þingmenn stjórnarandstöðunnar töldu afgreiðsluna forkastanlega og til þess fallna að kasta rýrð á virðingu almennings fyrir Alþingi og störfum þess. xB og xD drepa málið og er alveg sama um virðingu þingsins Málshefjandi var Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og hún taldi afgreiðsluna fyrir neðan allar hellur. „Í fyrsta skipti sem mál sem varðar brot ráðherra á siðareglum fór fyrir forsætisnefnd blasti við að það var ákveðinn prófsteinn fyrir Alþingi,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Hún sagði að mikilvægt væri að siðareglur giltu fyrir alla, líka þá sem væru ráðherrar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar telur meirihluta forsætisnefndar, fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, hafa stórskaðað traust almennings á Alþingi með afgreiðslu sinni á málinu.vísir/vilhelm „Frá fyrsta fundi blasti við að það þvældist fyrir að um ráðherra var að ræða. Siðanefnd fékk síðan ekki að leggja mat á málið heldur var því vísað frá forsætisnefnd heilum fimm mánuðum eftir að kvörtun barst. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks komu í veg fyrir að málið fengi umfjöllun í siðanefnd. Og það fer gegn þeim tilgangi siðareglna að efla traust almennings á Alþingi.“ Með afstöðu sinni og afgreiðslu telur Þorbjörg Sigríður að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafi þannig valdið miklum skaða. Fleiri þingmenn sem tóku til máls í umræðunni töldu að siðareglurnar væru misnotaðar af meirihlutanum í pólitískum tilgangi, ýmist til að þagga óþægileg mál eða koma höggi á andstæðinga sína. Sigurður Ingi sakaður um óheiðarleika Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, en hann á jafnframt sæti í forsætisnefnd, rifjaði upp 1. reglu siðareglnanna ráðherra þar sem lögð er áhersla á heiðarleika. Svo sé einnig í siðareglum þingmanna. „Samt gerist það í þessu máli að ráðherra, sem er einnig þingmaður, bókstaflega neitar að greina frá atvikum mála.“ Björn Leví segir að málinu hafi sífellt verið slegið á frest í forsætisnefnd, til að fá annað yfirlit eða sögulegt samhengi. Í fimm mánuði. „Ef ráðherra neitar að svara ætti það að vera siðanefndarbrot út af fyrir sig,“ sagði Björn Leví sem fór sérstaklega fram á það á sínum tíma að ummælin lægju fyrir: Brot á þeim heiðarleika sem búist er við að þingmenn og ráðherra starfi samkvæmt. Fleiri þingmenn tóku til máls: „Ég ætla bara að segja það hreint út, að ég held að siðareglur Alþingismanna og eftirlit með framkvæmd þeirra hafi snúist upp í skrípaleik. Þetta er skrípaleikur þar sem þingmenn ýmist hvítþvo hver annan eftir pólitískum flokkslínum eða ná sér niður á hver öðrum eftir pólitískum flokkslínum. Þessi tilviljanakennda meðhöndlun á siðareglumálum er að verða að sjálfstæðu vandamáli sem kastar rýrð á Alþingi og ímynd þess. Við getum ekki haft þetta svona,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00