Arnar vill ekki að leikurinn í kvöld kosti Ísland tvo milljarða Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2022 12:00 Birkir Bjarnason þekkir hvað þarf til að komast á EM. Getty/Robbie Jay Barratt Ef að Arnar Þór Viðarsson eða leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta kysu að gefa bara skít í leikinn við Albaníu í Þjóðadeildinni í kvöld eru ágætar líkur á að sú afstaða kæmi illilega í hausinn á þeim að ári liðnu. Sigur í kvöld gæti nefnilega opnað varaleið inn á EM í Þýskalandi 2024. Ísland getur ekki lengur unnið sinn riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar því Ísrael tryggði sér efsta sætið um helgina með sigri á Albaníu. Þó gæti verið til býsna mikils að vinna í kvöld. Sigur gegn Albaníu ætti nefnilega að svo gott sem tryggja Íslandi möguleika á fjögurra liða umspili um sæti á EM, þurfi íslenska liðið á því að halda að ári liðnu. Vandamálið er að það verður ekki skýrt fyrr en eftir undankeppni EM á næsta ári hvort leikurinn í kvöld skiptir máli en það bendir býsna margt til þess. Arnar er vel meðvitaður um þetta eins og fram kom í viðtali við hann um helgina, og þess vegna hafði hann engan áhuga á að lána leikmenn sína niður í U-21 landsliðið sem spilar í umspili við Tékka í dag um sæti á EM. Allt þar til í gærkvöldi var jafnframt möguleiki á að sigur í kvöld myndi skila Íslandi í 2. styrkleikaflokk fyrir dráttinn í undankeppni EM, en eftir sigur Finnlands í gær er ljóst að liðið verður í 3. flokki sem gerir verkefnið að komast á EM vitaskuld strax erfiðara. Markmið Arnars og íslenska liðsins er að sjálfsögðu að komast á EM 2024. Kannski er erfitt að ímynda sér núna „bláa hafið“ streyma um götur Berlínar en sigur í kvöld gæti á endanum greitt leiðina þangað. Þátttöku á EM fylgir jafnframt verðlaunafé upp á vel á annan milljarð íslenskra króna (að minnsta kosti má reikna með meira en þeim 1,4 milljarði sem fékkst fyrir það eitt að komast á EM 2020, og við bætist fé fyrir jafntefli og sigra á mótinu) svona til áminningar um mikilvægi mótsins fyrir íslenskan fótbolta eins og EM 2016 og HM 2018 voru. Einfalda leiðin að komast beint á EM Einfalda leiðin til að komast á EM er að lenda í 1. eða 2. sæti í riðlinum sem Ísland dregst í 9. október, í undankeppninni sem öll verður leikin á næsta ári. En ef Ísland kemst ekki beint á EM úr undankeppninni þarf liðið að stóla á umspilið sem fram fer í mars 2024. Leiðin í það umspil liggur í gegnum Þjóðadeildina. Dæmi um mögulega leið Íslands í umspilið Tuttugu lið komast á EM í gegnum undankeppnina, og Þýskaland fær öruggt sæti sem gestgjafi. Eftir standa þá þrjú laus sæti sem spilað er um í þremur fjögurra liða umspilum; einu fyrir A-deild Þjóðadeildar, einu fyrir B-deild (deildina sem Ísland er í) og einu fyrir C-deild. Liðin sem vinna sinn riðil í A- B- og C-deild Þjóðadeildar eiga öruggt sæti í umspili. Ef einhver þeirra verða hins vegar búin að vinna sig inn á EM í gegnum undankeppnina, sem mun gerast, þá færist sæti þeirra til næstu þjóða í viðkomandi deild (reyndar fær efsta lið D-deildar fyrsta aukasætið sem í boði er í umspili en svo er farið efst á lista). Líklega er best að skoða dæmi um það hvernig þetta gæti spilast á næsta ári. Í dæminu hér að neðan kemst Ísland í umspil en Albanía ekki, og það er auðvelt að sjá hversu mikið öruggara væri fyrir Ísland að lenda í 2. sæti en 3. sæti í sínum riðli, í þessu sambandi. Ef að Ísland kemst ekki beint á EM í gegnum undankeppnina mega sem sagt samtals að hámarki sex lið sem enda fyrir ofan Ísland í Þjóðadeildinni missa af því að komast beint á EM, til að Ísland fái að fara í umspil. Líkurnar á því eru meiri ef Ísland missir ekki fjögur lið upp fyrir sig með tapi í kvöld. Umspil enn möguleiki þrátt fyrir tap Það má reikna með því að flest, ef ekki öll, liðin úr A-deild Þjóðadeildar verði í hópi þeirra tuttugu liða sem komast beint á EM í gegnum undankeppnina, og nokkur lið úr B-deildinni. Þá yrði bætt í „A-umspilið“ og „B-umspilið“ eftir röðun í Þjóðadeildinni og Ísland gæti grætt á því. Þess vegna er mjög líklegt að ef Ísland tapar ekki gegn Albaníu í kvöld, og endar þar með á bilinu 21.-24. sæti í heildarkeppni Þjóðadeildarinnar, muni liðið komast í umspil þurfi það á því að halda. Líkurnar eru talsvert minni verði Ísland á bilinu 25.-28. sæti en þó er ekki útilokað að það dygði (það í nákvæmlega hvaða sæti Ísland endar veltur á samanburði við lið í 2. eða 3. sæti annarra riðla í B-deild, þar sem úrslit gegn neðsta liði eru strokuð út). Ísland græðir á því að vera í riðli með Rússlandi, sem dæmt var úr keppni, og getur því ekki endað neðar en í 28. sæti í Þjóðadeildinni, og ekki fallið niður í C-deild. Þjóðadeild UEFA EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Sjá meira
Ísland getur ekki lengur unnið sinn riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar því Ísrael tryggði sér efsta sætið um helgina með sigri á Albaníu. Þó gæti verið til býsna mikils að vinna í kvöld. Sigur gegn Albaníu ætti nefnilega að svo gott sem tryggja Íslandi möguleika á fjögurra liða umspili um sæti á EM, þurfi íslenska liðið á því að halda að ári liðnu. Vandamálið er að það verður ekki skýrt fyrr en eftir undankeppni EM á næsta ári hvort leikurinn í kvöld skiptir máli en það bendir býsna margt til þess. Arnar er vel meðvitaður um þetta eins og fram kom í viðtali við hann um helgina, og þess vegna hafði hann engan áhuga á að lána leikmenn sína niður í U-21 landsliðið sem spilar í umspili við Tékka í dag um sæti á EM. Allt þar til í gærkvöldi var jafnframt möguleiki á að sigur í kvöld myndi skila Íslandi í 2. styrkleikaflokk fyrir dráttinn í undankeppni EM, en eftir sigur Finnlands í gær er ljóst að liðið verður í 3. flokki sem gerir verkefnið að komast á EM vitaskuld strax erfiðara. Markmið Arnars og íslenska liðsins er að sjálfsögðu að komast á EM 2024. Kannski er erfitt að ímynda sér núna „bláa hafið“ streyma um götur Berlínar en sigur í kvöld gæti á endanum greitt leiðina þangað. Þátttöku á EM fylgir jafnframt verðlaunafé upp á vel á annan milljarð íslenskra króna (að minnsta kosti má reikna með meira en þeim 1,4 milljarði sem fékkst fyrir það eitt að komast á EM 2020, og við bætist fé fyrir jafntefli og sigra á mótinu) svona til áminningar um mikilvægi mótsins fyrir íslenskan fótbolta eins og EM 2016 og HM 2018 voru. Einfalda leiðin að komast beint á EM Einfalda leiðin til að komast á EM er að lenda í 1. eða 2. sæti í riðlinum sem Ísland dregst í 9. október, í undankeppninni sem öll verður leikin á næsta ári. En ef Ísland kemst ekki beint á EM úr undankeppninni þarf liðið að stóla á umspilið sem fram fer í mars 2024. Leiðin í það umspil liggur í gegnum Þjóðadeildina. Dæmi um mögulega leið Íslands í umspilið Tuttugu lið komast á EM í gegnum undankeppnina, og Þýskaland fær öruggt sæti sem gestgjafi. Eftir standa þá þrjú laus sæti sem spilað er um í þremur fjögurra liða umspilum; einu fyrir A-deild Þjóðadeildar, einu fyrir B-deild (deildina sem Ísland er í) og einu fyrir C-deild. Liðin sem vinna sinn riðil í A- B- og C-deild Þjóðadeildar eiga öruggt sæti í umspili. Ef einhver þeirra verða hins vegar búin að vinna sig inn á EM í gegnum undankeppnina, sem mun gerast, þá færist sæti þeirra til næstu þjóða í viðkomandi deild (reyndar fær efsta lið D-deildar fyrsta aukasætið sem í boði er í umspili en svo er farið efst á lista). Líklega er best að skoða dæmi um það hvernig þetta gæti spilast á næsta ári. Í dæminu hér að neðan kemst Ísland í umspil en Albanía ekki, og það er auðvelt að sjá hversu mikið öruggara væri fyrir Ísland að lenda í 2. sæti en 3. sæti í sínum riðli, í þessu sambandi. Ef að Ísland kemst ekki beint á EM í gegnum undankeppnina mega sem sagt samtals að hámarki sex lið sem enda fyrir ofan Ísland í Þjóðadeildinni missa af því að komast beint á EM, til að Ísland fái að fara í umspil. Líkurnar á því eru meiri ef Ísland missir ekki fjögur lið upp fyrir sig með tapi í kvöld. Umspil enn möguleiki þrátt fyrir tap Það má reikna með því að flest, ef ekki öll, liðin úr A-deild Þjóðadeildar verði í hópi þeirra tuttugu liða sem komast beint á EM í gegnum undankeppnina, og nokkur lið úr B-deildinni. Þá yrði bætt í „A-umspilið“ og „B-umspilið“ eftir röðun í Þjóðadeildinni og Ísland gæti grætt á því. Þess vegna er mjög líklegt að ef Ísland tapar ekki gegn Albaníu í kvöld, og endar þar með á bilinu 21.-24. sæti í heildarkeppni Þjóðadeildarinnar, muni liðið komast í umspil þurfi það á því að halda. Líkurnar eru talsvert minni verði Ísland á bilinu 25.-28. sæti en þó er ekki útilokað að það dygði (það í nákvæmlega hvaða sæti Ísland endar veltur á samanburði við lið í 2. eða 3. sæti annarra riðla í B-deild, þar sem úrslit gegn neðsta liði eru strokuð út). Ísland græðir á því að vera í riðli með Rússlandi, sem dæmt var úr keppni, og getur því ekki endað neðar en í 28. sæti í Þjóðadeildinni, og ekki fallið niður í C-deild.
Þjóðadeild UEFA EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Sjá meira