Segir lítið gert í „áratugalangri plágu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2022 10:21 Varaformaður umhverfis og skipulagsráðs borgarinnar telur fólk veigra sér við að kaupa rafmagnshjól af ótta við að þeim verði stolið. Lögregla verði að taka málin fastari tökum - þó það væri ekki nema til að leggja baráttunni við loftslagsvandann lið. Stuldur á hjóli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar fyrir utan Borgarleikhúsið vakti mikla athygli í nýliðinni viku. Slípirokki beitt á lás af dýrustu gerð í fjölmenni, eins og sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2. Og sambærileg dæmi eru auðvitað mýmörg eins og þekkt er, rafmagns- jafnt sem hefðbundin hjól tekin ófrjálsri hendi. Viðvarandi, áratugalangur vandi. Pawel Bartoszek varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar kallar eftir því að vandinn verði tæklaður á hærra plani en nú er gert. „Hingað til hefur verið litið á þetta fyrst og fremst sem eignatjón. En þau sem lenda í því að hjólinu er stolið vita að bæði tilfinningatjónið og skerðing á ferðafrelsinu er töluvert meiri en svo. Og ég held að þetta hafi þau áhrif að fólk veigri sér við því að kaupa sér dýrari rafmagnshjól sem eru alveg frábær bylting og við þurfum að ýta við. Þannig að ef við ætlum að ná til dæmis árangri í umhverfis- og loftslagsmálum þá er ekkert smámál að koma þessum hlutum í lag,“ segir Pawel. Pawel Bartoszek, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs.Vísir/Egill Leggur til samræmda skráningu Bílafólk lifi ekki í stöðugum ótta um að fararskjótinn verði horfinn í lok dags. Það eigi hjólafólk ekki heldur að gera. Og ýmislegt megi gera til að greiða úr þessu misræmi, segir Pawel. „Til dæmis að hafa einhvers konar samræmda skráningu á nýjum hjólum sem öll nýskráð hjól myndu fara í gegnum, þannig að lögregla myndi til dæmis eiga auðveldara með að finna rétta eigendur hjóla. Við vitum það að það eru mörg hjól sem finna ekki eigendur jafnvel þótt þau rati til lögreglunnar.“ Þegar fararmátar eins og rafskútur séu hins vegar annars vegar gangi hlutirnir hratt fyrir sig - boðum og bönnum komið á innan fárra ára. „En þegar kemur að þessu vandamáli, hjólreiðaþjófnaði, sem hefur verið plága í marga áratugi, þar hefur lítið gerst,“ segir Pawel. Frá stuldi hjóls Gísla Arnar. Samgöngur Hjólreiðar Skipulag Loftslagsmál Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Stuldur á hjóli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar fyrir utan Borgarleikhúsið vakti mikla athygli í nýliðinni viku. Slípirokki beitt á lás af dýrustu gerð í fjölmenni, eins og sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2. Og sambærileg dæmi eru auðvitað mýmörg eins og þekkt er, rafmagns- jafnt sem hefðbundin hjól tekin ófrjálsri hendi. Viðvarandi, áratugalangur vandi. Pawel Bartoszek varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar kallar eftir því að vandinn verði tæklaður á hærra plani en nú er gert. „Hingað til hefur verið litið á þetta fyrst og fremst sem eignatjón. En þau sem lenda í því að hjólinu er stolið vita að bæði tilfinningatjónið og skerðing á ferðafrelsinu er töluvert meiri en svo. Og ég held að þetta hafi þau áhrif að fólk veigri sér við því að kaupa sér dýrari rafmagnshjól sem eru alveg frábær bylting og við þurfum að ýta við. Þannig að ef við ætlum að ná til dæmis árangri í umhverfis- og loftslagsmálum þá er ekkert smámál að koma þessum hlutum í lag,“ segir Pawel. Pawel Bartoszek, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs.Vísir/Egill Leggur til samræmda skráningu Bílafólk lifi ekki í stöðugum ótta um að fararskjótinn verði horfinn í lok dags. Það eigi hjólafólk ekki heldur að gera. Og ýmislegt megi gera til að greiða úr þessu misræmi, segir Pawel. „Til dæmis að hafa einhvers konar samræmda skráningu á nýjum hjólum sem öll nýskráð hjól myndu fara í gegnum, þannig að lögregla myndi til dæmis eiga auðveldara með að finna rétta eigendur hjóla. Við vitum það að það eru mörg hjól sem finna ekki eigendur jafnvel þótt þau rati til lögreglunnar.“ Þegar fararmátar eins og rafskútur séu hins vegar annars vegar gangi hlutirnir hratt fyrir sig - boðum og bönnum komið á innan fárra ára. „En þegar kemur að þessu vandamáli, hjólreiðaþjófnaði, sem hefur verið plága í marga áratugi, þar hefur lítið gerst,“ segir Pawel. Frá stuldi hjóls Gísla Arnar.
Samgöngur Hjólreiðar Skipulag Loftslagsmál Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira