Æfði sex sinnum í viku, var í þyngingarvesti og tók mörg hundruð útspörk á dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 09:00 Cecilía Rán á æfingu með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Þó hin 19 ára gamla Ceciía Rán Rúnarsdóttir sé um þessar mundir á meiðslalistanum þá hefur hún náð ótrúlegum árangri á stuttum tíma. Fótboltavefurinn GOAL telur hana eina af efnilegri leikmönnum heims og fór nýverið yfir uppgang þessa öfluga markvarðar sem í dag er samningsbundin þýska stórveldinu Bayern München. Cecilía Rán var hluti af landsliðshóp Íslands á EM nú í sumar en meiðsli fyrir mót og á mótinu sjálfu komu í veg fyrir að hún gæti spilað. Hún er enn að ná sér af þeim en það er ljóst að búist er við miklu af henni í framtíðinni. GOAL ræddi við gamla lærifaðir hennar, Þorstein Magnússon markmannsþjálfara. „Það er eitthvað sérstakt þarna,“ sagði Þorsteinn um leið og hann sá Cecilíu Rán í markvarðarskóla á vegum KSÍ. Hann var ekki lengi að stökkva á tækifærið og fá hana á æfingar til sín. Aðeins ári síðar var hún farin að spila í meistaraflokki með sameiginlegu liði Aftureldingar og Fram, þá aðeins 13 ára gömul. When @ceciliaran03 made her senior debut, she was 13 years old. She s since become Iceland s youngest-ever goalkeeper, signed for @FCBfrauen and is now set for her first full season in one of the world's best leagues.My latest #NXGN profile https://t.co/zqv6a1q5IZ— Ameé Ruszkai (@ameeruszkai) September 23, 2022 „Á þeim tíma var þetta svo eðlilegt fyrir mig því ég vildi alltaf fá að spila, vildi alltaf æfa meira og var með frábæran þjálfara í Þorsteini sem hjálpaði mér mjög mikið,“ segir Cecilía Rán. Markvörðurinn ungi er þakklát tækifærunum sem hún hefur fengið en segir þó að það sé frekar bilað að hafa sett 13 ára gamlan leikmann í mark í meistaraflokki. „Fólkið í kringum mig sá hvað ég lagði hart að mér og vissi að ég ætti þetta skilið. Þau vissu að ég væri nægilega góð svo þetta kom þeim ekki á óvart en fyrir aðra hefur þetta verið smá sjokk, að sjá þennan hávaxna 13 ára gamla markvörð mæta til leiks,“ bætti hún við. „Hún var þjálfuð til að átta sig á hlutverki markvarðar, skiptir ekki máli hverjum þú spilar með eða gegn. Þú hefur alltaf sama hlutverk. Það er hins vegar eitt fyrir þjálfarann að segja það og annað fyrir leikmann að hugsa og skilja það,“ sagði Þorsteinn um „nemanda“ sinn. View this post on Instagram A post shared by Cecili a Ra n Ru narsdo ttir (@ceciliaranr) Stjarna Cecilíu Ránar reis hratt og hún samdi við Fylki sem þá lék í efstu deild fyrir tímabilið 2019. Hún var svo aðeins á sautjánda ári þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik og varð m leið yngsti markvörður í sögu Íslands. „Við æfðum sex sinnum í viku. Við þurfum að breyta æfingaáætlunum hennar fljótlega því hún þróaði leik sinn svo hratt. Framfarirnar voru ótrúlegar. Það var strax ljóst að hún væri mjög gáfuð og mikill karakter. Það skipti engu máli hvort það rigndi eða snjóaði, alltaf æfðum við og hún kvartaði aldrei,“ sagði Þorsteinn einnig. Þorsteinn nefndi einnig að Cecilía Rán hefði æft í þyngingarvesti til að bæta stökkkraft og tekið milli 400 og 500 markspyrnur á dag til að bæta spyrnutækni sína. Snemma í ferlinu skrifuðu þau tvö niður markmið fyrir markvörðinn unga. Eitt þeirra var að komast í landsliðið á sex til átta árum. Cecilía Rán í leik með íslenska landsliðinu.Omar Vega/Getty Images „Við vorum nokkrum árum á undan áætlun þar,“ sagði Þorsteinn og hló í viðtali sínu. Cecilía Rán hefur spilað 8 A-landsleiki til þessa og má reikna með því að þeir verði töluvert fleiri á næstu árum. Viðtal GOAL við Cecilíu Rán og Þorstein má lesa í heild sinni HÉR. Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Cecilía Rán var hluti af landsliðshóp Íslands á EM nú í sumar en meiðsli fyrir mót og á mótinu sjálfu komu í veg fyrir að hún gæti spilað. Hún er enn að ná sér af þeim en það er ljóst að búist er við miklu af henni í framtíðinni. GOAL ræddi við gamla lærifaðir hennar, Þorstein Magnússon markmannsþjálfara. „Það er eitthvað sérstakt þarna,“ sagði Þorsteinn um leið og hann sá Cecilíu Rán í markvarðarskóla á vegum KSÍ. Hann var ekki lengi að stökkva á tækifærið og fá hana á æfingar til sín. Aðeins ári síðar var hún farin að spila í meistaraflokki með sameiginlegu liði Aftureldingar og Fram, þá aðeins 13 ára gömul. When @ceciliaran03 made her senior debut, she was 13 years old. She s since become Iceland s youngest-ever goalkeeper, signed for @FCBfrauen and is now set for her first full season in one of the world's best leagues.My latest #NXGN profile https://t.co/zqv6a1q5IZ— Ameé Ruszkai (@ameeruszkai) September 23, 2022 „Á þeim tíma var þetta svo eðlilegt fyrir mig því ég vildi alltaf fá að spila, vildi alltaf æfa meira og var með frábæran þjálfara í Þorsteini sem hjálpaði mér mjög mikið,“ segir Cecilía Rán. Markvörðurinn ungi er þakklát tækifærunum sem hún hefur fengið en segir þó að það sé frekar bilað að hafa sett 13 ára gamlan leikmann í mark í meistaraflokki. „Fólkið í kringum mig sá hvað ég lagði hart að mér og vissi að ég ætti þetta skilið. Þau vissu að ég væri nægilega góð svo þetta kom þeim ekki á óvart en fyrir aðra hefur þetta verið smá sjokk, að sjá þennan hávaxna 13 ára gamla markvörð mæta til leiks,“ bætti hún við. „Hún var þjálfuð til að átta sig á hlutverki markvarðar, skiptir ekki máli hverjum þú spilar með eða gegn. Þú hefur alltaf sama hlutverk. Það er hins vegar eitt fyrir þjálfarann að segja það og annað fyrir leikmann að hugsa og skilja það,“ sagði Þorsteinn um „nemanda“ sinn. View this post on Instagram A post shared by Cecili a Ra n Ru narsdo ttir (@ceciliaranr) Stjarna Cecilíu Ránar reis hratt og hún samdi við Fylki sem þá lék í efstu deild fyrir tímabilið 2019. Hún var svo aðeins á sautjánda ári þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik og varð m leið yngsti markvörður í sögu Íslands. „Við æfðum sex sinnum í viku. Við þurfum að breyta æfingaáætlunum hennar fljótlega því hún þróaði leik sinn svo hratt. Framfarirnar voru ótrúlegar. Það var strax ljóst að hún væri mjög gáfuð og mikill karakter. Það skipti engu máli hvort það rigndi eða snjóaði, alltaf æfðum við og hún kvartaði aldrei,“ sagði Þorsteinn einnig. Þorsteinn nefndi einnig að Cecilía Rán hefði æft í þyngingarvesti til að bæta stökkkraft og tekið milli 400 og 500 markspyrnur á dag til að bæta spyrnutækni sína. Snemma í ferlinu skrifuðu þau tvö niður markmið fyrir markvörðinn unga. Eitt þeirra var að komast í landsliðið á sex til átta árum. Cecilía Rán í leik með íslenska landsliðinu.Omar Vega/Getty Images „Við vorum nokkrum árum á undan áætlun þar,“ sagði Þorsteinn og hló í viðtali sínu. Cecilía Rán hefur spilað 8 A-landsleiki til þessa og má reikna með því að þeir verði töluvert fleiri á næstu árum. Viðtal GOAL við Cecilíu Rán og Þorstein má lesa í heild sinni HÉR.
Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn