„Persónulega fannst mér frammistaðan vera skref í rétta átt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2022 23:31 Gareth Southgate punktar hjá sér að England er nú fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar. Michael Regan/Getty Images „Það er erfitt fyrir að vera of gagnrýninn á frammistöðuna. Við vorum meira með boltann, áttum fleiri skot og fleiri skot á markið sjálft,“ sagði Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, eftir 1-0 tap Englands í Mílanó á Ítalíu. Tapið þýðir að England er fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Enn og aftur tekst Englandi ekki að skora en liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum í Þjóðadeildinni til þessa. Það gerði Harry Kane úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi en ásamt San Marínó er England eina liðið í allri Þjóðadeildinni sem ekki hefur skorað úr opnum leik til þessa. England San Marino #BBCFootball pic.twitter.com/U1UfE9Tj7g— Match of the Day (@BBCMOTD) September 23, 2022 Þrátt fyrir dapran sóknarleik, bæði í kvöld og í Þjóðadeildinni í heild sinni, þá var Southgate nokkuð brattur í viðtali eftir leik. „Lungann úr leiknum þá spiluðum við vel. Við brugðumst hins vegar varnarlega á ögurstundu. Á síðasta þriðjung vallarins voru augnablik sem hefðum þurft að nýta betur en okkur skorti gæði í þeim atvikum,“ sagði þjálfarinn um leik kvöldsins. „Á endanum bregst fólk við úrslitum en mér fannst margt jákvætt í leik okkar í kvöld. Það voru margar góðar einstaklingsframmistöður.“ „Persónulega fannst mér frammistaðan vera skref í rétta átt en ég skil fullkomlega að þar sem úrslitin féllu ekki með okkur þá mun fólk ekki vera sammála mér hvað það varðar,“ sagði Southgate að endingu. Það styttist í HM í Katar og sem stendur þarf Southgate að finna lausn á fjölda vandamála. Hann stillti upp nokkuð sóknarsinnuðu 4-2-3-1 leikkerfi í kvöld og þrátt fyrir fjölda skota þá ógnuðu Englendingar marki Gianluigi Donnarumma ekki af neinu viti. England leikur í B-riðli á HM ásamt Íran, Wales og Bandaríkjunum. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Enn og aftur tekst Englandi ekki að skora en liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum í Þjóðadeildinni til þessa. Það gerði Harry Kane úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi en ásamt San Marínó er England eina liðið í allri Þjóðadeildinni sem ekki hefur skorað úr opnum leik til þessa. England San Marino #BBCFootball pic.twitter.com/U1UfE9Tj7g— Match of the Day (@BBCMOTD) September 23, 2022 Þrátt fyrir dapran sóknarleik, bæði í kvöld og í Þjóðadeildinni í heild sinni, þá var Southgate nokkuð brattur í viðtali eftir leik. „Lungann úr leiknum þá spiluðum við vel. Við brugðumst hins vegar varnarlega á ögurstundu. Á síðasta þriðjung vallarins voru augnablik sem hefðum þurft að nýta betur en okkur skorti gæði í þeim atvikum,“ sagði þjálfarinn um leik kvöldsins. „Á endanum bregst fólk við úrslitum en mér fannst margt jákvætt í leik okkar í kvöld. Það voru margar góðar einstaklingsframmistöður.“ „Persónulega fannst mér frammistaðan vera skref í rétta átt en ég skil fullkomlega að þar sem úrslitin féllu ekki með okkur þá mun fólk ekki vera sammála mér hvað það varðar,“ sagði Southgate að endingu. Það styttist í HM í Katar og sem stendur þarf Southgate að finna lausn á fjölda vandamála. Hann stillti upp nokkuð sóknarsinnuðu 4-2-3-1 leikkerfi í kvöld og þrátt fyrir fjölda skota þá ógnuðu Englendingar marki Gianluigi Donnarumma ekki af neinu viti. England leikur í B-riðli á HM ásamt Íran, Wales og Bandaríkjunum.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira