„Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 09:32 Orri Steinn Óskarsson með hárið í lagi fyrir æfingu U21-landsliðsins í gær. vísir/Arnar „Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag. Ísland og Tékkland eigast við á Víkingsvelli klukkan 16 í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á EM U21-landsliða í fótbolta. Seinni leikurinn er svo í Tékklandi næsta þriðjudag. Sigurliðið verður í hópi þeirra sextán liða sem spila í sjálfri lokakeppninni næsta sumar. „Við þurfum að njóta þess að spila svona stóra leiki. Þetta eru liðin sem við viljum keppast við. Við þurfum að njóta þess og þannig komumst við í gegnum þetta. Við erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna í Víkinni og það hjálpar mjög mikið. Það koma allir hingað til að styðja og það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Orri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Orri um umspilið í dag og breytingar hjá FCK Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 18 ára er Orri farinn að gera sig gildandi hjá danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn, og þegar búinn að spila sínar fyrstu mínútur með aðalliði félagsins. Þær mínútur spilaði hann undir stjórn Jess Thorup sem var rekinn í þessari viku og Orri segir söknuð af honum. Mjög leiðinlegt að sjá hann fara „Hann er mjög góður maður og góður þjálfari, og hafði mikla trú á ungum leikmönnum. Hann gaf mér sénsinn; fyrsta leikinn minn [með aðalliði FCK], svo það var auðvitað mjög leiðinlegt að sjá hann fara. En síðan er að sjálfsögðu frábært að fá [Jacob] Neestrup inn. Hann er flottur þjálfari sem gerði vel sem bæði aðstoðar- og aðalþjálfari hjá Viborg. Þetta er flott tækifæri fyrir hann og við ætlum að gera okkar besta með honum.“ Orri segist ekki óttast að með nýjum þjálfara fylgi stefnubreyting varðandi það að nota unga leikmenn: „Það er í kúltúrnum hjá FCK síðustu tvö ár að gefa ungum leikmönnum séns og það á stóran part í því hvernig FCK hefur þróast fram á við. Við komumst í Meistaradeildina og unnum dönsku deildina, og ungu leikmennirnir stigu upp og spiluðu mjög stóran part í því, eins og til dæmis Hákon [Arnar Haraldsson], Ísak [Bergmann Jóhannesson] og margir ungir, danskir leikmenn. Núna er komið að okkur sem erum að koma upp í ár að sýna að við getum líka gert þetta,“ segir Orri sem var í leikmannahópi FCK gegn Sevilla í Meistaradeildinni á dögunum: „Það er svolítið súrrealískt að hugsa til þess að fyrir þremur árum var maður í Inkasso-deildinni [með Gróttu] og svo er maður mættur á fullan Parken í Meistaradeildinni. En þetta er það sem maður stefnir að og vill gera sem leikmaður. Ég nýt þess bara og þegar ég kem inn á þarf ég að sýna hvað ég er góður.“ EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Ísland og Tékkland eigast við á Víkingsvelli klukkan 16 í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á EM U21-landsliða í fótbolta. Seinni leikurinn er svo í Tékklandi næsta þriðjudag. Sigurliðið verður í hópi þeirra sextán liða sem spila í sjálfri lokakeppninni næsta sumar. „Við þurfum að njóta þess að spila svona stóra leiki. Þetta eru liðin sem við viljum keppast við. Við þurfum að njóta þess og þannig komumst við í gegnum þetta. Við erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna í Víkinni og það hjálpar mjög mikið. Það koma allir hingað til að styðja og það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Orri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Orri um umspilið í dag og breytingar hjá FCK Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 18 ára er Orri farinn að gera sig gildandi hjá danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn, og þegar búinn að spila sínar fyrstu mínútur með aðalliði félagsins. Þær mínútur spilaði hann undir stjórn Jess Thorup sem var rekinn í þessari viku og Orri segir söknuð af honum. Mjög leiðinlegt að sjá hann fara „Hann er mjög góður maður og góður þjálfari, og hafði mikla trú á ungum leikmönnum. Hann gaf mér sénsinn; fyrsta leikinn minn [með aðalliði FCK], svo það var auðvitað mjög leiðinlegt að sjá hann fara. En síðan er að sjálfsögðu frábært að fá [Jacob] Neestrup inn. Hann er flottur þjálfari sem gerði vel sem bæði aðstoðar- og aðalþjálfari hjá Viborg. Þetta er flott tækifæri fyrir hann og við ætlum að gera okkar besta með honum.“ Orri segist ekki óttast að með nýjum þjálfara fylgi stefnubreyting varðandi það að nota unga leikmenn: „Það er í kúltúrnum hjá FCK síðustu tvö ár að gefa ungum leikmönnum séns og það á stóran part í því hvernig FCK hefur þróast fram á við. Við komumst í Meistaradeildina og unnum dönsku deildina, og ungu leikmennirnir stigu upp og spiluðu mjög stóran part í því, eins og til dæmis Hákon [Arnar Haraldsson], Ísak [Bergmann Jóhannesson] og margir ungir, danskir leikmenn. Núna er komið að okkur sem erum að koma upp í ár að sýna að við getum líka gert þetta,“ segir Orri sem var í leikmannahópi FCK gegn Sevilla í Meistaradeildinni á dögunum: „Það er svolítið súrrealískt að hugsa til þess að fyrir þremur árum var maður í Inkasso-deildinni [með Gróttu] og svo er maður mættur á fullan Parken í Meistaradeildinni. En þetta er það sem maður stefnir að og vill gera sem leikmaður. Ég nýt þess bara og þegar ég kem inn á þarf ég að sýna hvað ég er góður.“
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira