„Ég get bara sagt þér hvað ég var ánægður með liðið mitt. Við lendum 4-0 undir eftir frekar lélega byrjun eða fáum á okkur heimskulegar tvær mínútur. Þeir komust í 4-0 og við sýnum rosalegan karakter að koma snöggt inn í þetta aftur. Svo er þetta bara járna leikur og hann gat alveg fallið báðu megin en strákarnir mínir héldu hausnum alveg til loka. Kannski smá heppin en svona er bara boltinn og við áttum svör við Stjörnunni í dag en Stjarnan er með hörkulið og þetta var gíðarlega erfitt og það var erfitt að undirbúa sig fyrir þennan leik.“
Það var mikil stemmning og læti í húsinu og smitaðist það út á völlinn þar sem bæði lið voru í miklu hnoði og ansi stuttur þráðurinn á köflum
„Já ég meina þetta er bara æðisleg höll til að spila í og frábærir áhorfendur. Það er stórkostlegt að vera hérna og það smitar sig inn á völlinn. Strákarnir gefa allt í þetta og ég get ekki beðið um meira. Það er það sama og ég sagði eftir Selfossleikinn, ef þeir gefa allt í þetta og við töpum þá get ég ekki verið svekktur, þegar við vinnum er það ennþá betra.“
Róbert gaf alvöru klisjusvar að lokum, að það sé hellingur sem strákarnir geta lagað og að þeir ætla að halda áfram með það sem að gekk vel
„Við þurfum að halda áfram og það er hellingur sem við getum lært, þú færð náttúrulega bara klisjusvar. Það er hellingur af hlutum sem að við getum lagað og við þurfum að halda áfram að gera það sem að við vorum að gera vel og laga það sem fór illa.“