Svava Rós á skotskónum en Rosengård í kjörstöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2022 18:31 Guðrún Arnarsdóttir kom engum vörnum við þegar Svava Rós Guðmundsdóttir kom Brann yfir í kvöld. Brann Íslendingalið Brann og Rosengård gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði mark Brann en Guðrún Arnarsdóttir stóð vaktina í vörn gestanna. Þá var Selma Sól Magnúsdóttir í byrjunarliði Rosenborg sem fékk Real Madríd í heimsókn. Brann er á toppnum í Noregi á meðan Rosengård er á toppnum í Svíþjóð og því mátti búast við hörkuleik. Þá var Svava Rós upp á topp hjá heimaliðinu og því ljóst að hún og Guðrún myndu eigast við oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í leik kvöldsins. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum má segja að Svava Rós hafi haft betur. Hún fékk sendingu frá Tuva Hansen í gegnum vörn gestanna og þrumaði boltanum í þaknetið. Staðan 1-0 Brann í vil og það ætlaði allt um koll að keyra á heimavelli liðsins. 19 min: 1-0! Jøss for et mål. Svava Gudmundsdottir spilles gjennom, banker ballen i nettaket. Stadion eksploderer!— SK Brann Kvinner (@skbrannkvinner) September 21, 2022 Forystan entist allt fram á 78. mínútu þegar hin danska Olivia Holdt jafnaði metin fyrir gestina frá Svíþjóð. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur kvöldsins. Það er því Rosengård sem er í kjörstöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer á heimavelli liðsins að viku liðinni. Á meðan Svava Rós og Guðrún áttust við í Bergen í Noregi var Selma Rós að glíma við stórlið Real Madríd í Þrándheimi. Selma Sól byrjaði leikinn á miðju Rosenborg en norska liðið sá aldrei til sólar í kvöld. Real var 2-0 yfir í hálfleik og skoruðu gestirnir þriðja markið snemma í síðari hálfleik. Selma Sól nældi sér í gult spjald á 58. mínútu og var tekin af velli þegar tæplega stundarfjórðungur lifði leiks en leiknum lauk með 3-0 sigri gestanna frá Madríd. Segja má því að Real sé komið með annan fótinn í riðlakeppnina en það er erfitt að sjá Rosenborg vinna með meira en fjögurra marka mun í Madríd. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Brann er á toppnum í Noregi á meðan Rosengård er á toppnum í Svíþjóð og því mátti búast við hörkuleik. Þá var Svava Rós upp á topp hjá heimaliðinu og því ljóst að hún og Guðrún myndu eigast við oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í leik kvöldsins. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum má segja að Svava Rós hafi haft betur. Hún fékk sendingu frá Tuva Hansen í gegnum vörn gestanna og þrumaði boltanum í þaknetið. Staðan 1-0 Brann í vil og það ætlaði allt um koll að keyra á heimavelli liðsins. 19 min: 1-0! Jøss for et mål. Svava Gudmundsdottir spilles gjennom, banker ballen i nettaket. Stadion eksploderer!— SK Brann Kvinner (@skbrannkvinner) September 21, 2022 Forystan entist allt fram á 78. mínútu þegar hin danska Olivia Holdt jafnaði metin fyrir gestina frá Svíþjóð. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur kvöldsins. Það er því Rosengård sem er í kjörstöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer á heimavelli liðsins að viku liðinni. Á meðan Svava Rós og Guðrún áttust við í Bergen í Noregi var Selma Rós að glíma við stórlið Real Madríd í Þrándheimi. Selma Sól byrjaði leikinn á miðju Rosenborg en norska liðið sá aldrei til sólar í kvöld. Real var 2-0 yfir í hálfleik og skoruðu gestirnir þriðja markið snemma í síðari hálfleik. Selma Sól nældi sér í gult spjald á 58. mínútu og var tekin af velli þegar tæplega stundarfjórðungur lifði leiks en leiknum lauk með 3-0 sigri gestanna frá Madríd. Segja má því að Real sé komið með annan fótinn í riðlakeppnina en það er erfitt að sjá Rosenborg vinna með meira en fjögurra marka mun í Madríd.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira