Einhugur um NATO Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 21. september 2022 14:30 Í nýrri yfirlýsingu sinni fullyrti Vladimír Pútín að Rússlandi stafaði ógn af Vesturlöndum sem heild. Yfirlýsingunni fylgdi herkvaðning varaliðs Rússlands og ítrekun á ógninni um notkun kjarnavopna. Það er í raun fátt sem er betur til þess fallið að sameina Vesturlönd en yfirlýsing af þessu tagi. Engu að síður ríkir ekki einhugur meðal Vesturlandabúa um stríðið í Úkraínu. Leiðtogar eins og Pútín hafa mikla hagsmuni af því að veikja baráttuþrek Vesturlanda. Í dag er ekki eingöngu barist um landsvæði, heldur er einnig barist um hug og hjörtu Vesturlandabúa. Fjöldi vefsíðna og spjallborða eru notuð sem miðlunartæki fyrir andvestrænan áróður. Undanfarin ár hefur mikið af þessum áróðri verið runninn undan rifjum rússneskra yfirvalda. Sem dæmi um áróður af þessu tagi má nefna falskar ásakanir um að NATO-aðild hafi verið þvingað upp á Austur-Evrópuríkin. Það er hins vegar auðvelt að sýna fram á að Austur-Evrópuríkin hafi sjálf þrýst á NATO að hleypa þeim í bandalagið. Íbúar Austur-Evrópu muna enn eftir þeirri kúgun og eymd sem fylgdi Varsjárbandalaginu og hafa augljóslega engan áhuga á að horfa aftur í þá áttina. NATO er ekki fullkomið frekar en önnur bandalög en það er óumdeilanlegt að án NATO stæðu Vesturlönd valtari fótum. Það síðasta sem andstæðingar Vesturlanda vilja er einhugur Vesturlandabúa um bandalagið. Þeir vilja frekar að leiðtogar vestrænna ríkja séu í ætt við Donald Trump, sem dró úr fjárstuðningi við NATO í stjórnartíð sinni. Nú hefur innrásarstríð gegn einu stærsta grannríki NATO varað í hálft ár, en hins vegar eru átta ár síðan Pútín hernam fyrst alþjóðlega viðurkennd svæði Úkraínu. Heraflaaukning Pútíns og ummæli hans um kjarnavopn auka líkurnar á að átökin breiðist út til NATO-ríkja. Í því tilfelli myndi sannarlega reyna á baráttuþrek og einingu Vesturlandabúa. Í dag er sérkennilegt að hugsa til þess að hér hafi fólk áratugum saman kallað „Ísland úr NATO, herinn burt!“ Engu að síður er enn að finna harða andstæðinga NATO á Íslandi. Þeir mættu spyrja sig hvort andstaðan við NATO hafi nokkurn tímann byggt á traustum grunni. Var hún kannski frekar til þess fallin að veikja stöðu Vesturlanda gagnvart aðsteðjandi ógn? Höfundur er áhugamaður um varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri yfirlýsingu sinni fullyrti Vladimír Pútín að Rússlandi stafaði ógn af Vesturlöndum sem heild. Yfirlýsingunni fylgdi herkvaðning varaliðs Rússlands og ítrekun á ógninni um notkun kjarnavopna. Það er í raun fátt sem er betur til þess fallið að sameina Vesturlönd en yfirlýsing af þessu tagi. Engu að síður ríkir ekki einhugur meðal Vesturlandabúa um stríðið í Úkraínu. Leiðtogar eins og Pútín hafa mikla hagsmuni af því að veikja baráttuþrek Vesturlanda. Í dag er ekki eingöngu barist um landsvæði, heldur er einnig barist um hug og hjörtu Vesturlandabúa. Fjöldi vefsíðna og spjallborða eru notuð sem miðlunartæki fyrir andvestrænan áróður. Undanfarin ár hefur mikið af þessum áróðri verið runninn undan rifjum rússneskra yfirvalda. Sem dæmi um áróður af þessu tagi má nefna falskar ásakanir um að NATO-aðild hafi verið þvingað upp á Austur-Evrópuríkin. Það er hins vegar auðvelt að sýna fram á að Austur-Evrópuríkin hafi sjálf þrýst á NATO að hleypa þeim í bandalagið. Íbúar Austur-Evrópu muna enn eftir þeirri kúgun og eymd sem fylgdi Varsjárbandalaginu og hafa augljóslega engan áhuga á að horfa aftur í þá áttina. NATO er ekki fullkomið frekar en önnur bandalög en það er óumdeilanlegt að án NATO stæðu Vesturlönd valtari fótum. Það síðasta sem andstæðingar Vesturlanda vilja er einhugur Vesturlandabúa um bandalagið. Þeir vilja frekar að leiðtogar vestrænna ríkja séu í ætt við Donald Trump, sem dró úr fjárstuðningi við NATO í stjórnartíð sinni. Nú hefur innrásarstríð gegn einu stærsta grannríki NATO varað í hálft ár, en hins vegar eru átta ár síðan Pútín hernam fyrst alþjóðlega viðurkennd svæði Úkraínu. Heraflaaukning Pútíns og ummæli hans um kjarnavopn auka líkurnar á að átökin breiðist út til NATO-ríkja. Í því tilfelli myndi sannarlega reyna á baráttuþrek og einingu Vesturlandabúa. Í dag er sérkennilegt að hugsa til þess að hér hafi fólk áratugum saman kallað „Ísland úr NATO, herinn burt!“ Engu að síður er enn að finna harða andstæðinga NATO á Íslandi. Þeir mættu spyrja sig hvort andstaðan við NATO hafi nokkurn tímann byggt á traustum grunni. Var hún kannski frekar til þess fallin að veikja stöðu Vesturlanda gagnvart aðsteðjandi ógn? Höfundur er áhugamaður um varnarmál.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun