Frumsýning á nýju tónlistarmyndbandi Systra Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. september 2022 11:32 Systurnar Beta, Elín og Sigga frumsýna hér glænýtt tónlistarmyndband. dóra dúna Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Systur við lagið Dusty Road. Þetta er fyrsti síngúll sem Systur senda frá sér eftir þátttöku þeirra í Eurovision í vor en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunarferlinu á bak við lagið og myndbandið. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Systur - Dusty Road Hvaðan sækið þið innblástur fyrir þessu lagi? Viðlagið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það gerist einhvern veginn þegar maður er einmitt innblásinn yfir höfuð, eins og það sé einhver beinn þráður úr annarri vídd og eitthvað kemur til manns og maður veit ekkert hvaðan. Textinn, tilfinningin og upplifanir blandast svo saman við það og það verður eitthvað til. Það er mjög gaman þegar að það gerist. Svo gerðust töfrarnir þegar Gaukur mætti á svæðið, við spiluðum viðlagið fyrir hann og beinagrindin að versinu kom samstundis frá honum. Svo sátum við aðeins yfir þessu og enduðum einhver staðar í hækkun og allt annarri tóntegund í lok lagsins. Án efa eitthvað mest gefandi co-write sem ég (Elín) hef upplifað. Gaukur er auðvitað bestur. Textinn er smá þungur og sorglegur en á sama tíma er heilmikil von í þessu öllu saman. Eins og lífinu bara. View this post on Instagram A post shared by Systur (@systurmusic) Það var virkilega gaman að taka upp myndbandið við lagið og við erum mjög ánægðar með útkomuna. Hilmir Berg og Einar Eyland gerðu vídeóið en þeir eru algjörir snillingar. Hvernig hefur ferlið gengið? Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt, krefjandi og lærdómsríkt ferli. Við erum að læra að skipuleggja okkur og erum að vinna mikið með að bæta inn smá A týpu í okkur B týpurnar. Það er mikilvægt að skipuleggja alla vinnuna í kringum tónlistina. Það er allt að koma og það er alltaf gaman að fá að læra eitthvað nýtt og fá tækifæri til að bæta sig í lífi og starfi. View this post on Instagram A post shared by Systur (@systurmusic) Eruð þið sammála í sköpunarferlinu? Við erum oftast sammála en við erum líka að læra að það má vera sammála um að vera ósammála og við finnum alltaf lausn á endanum. Eruð þið að fara einhverjar nýjar leiðir með nýrri tónlist? Við erum alltaf að leita nýrra og skemmtilegri leiða og við erum að vinna í helling af nýrri tónlist sem við erum ótrúlega spennt að gefa út. View this post on Instagram A post shared by Systur (@systurmusic) Hvað er á döfinni? Við erum rosalega spenntar að vera að deila með ykkur laginu okkar Dusty Road og tónlistarmyndbandinu en svo kemur okkar næsti singúll út í október. Við erum svo að vinna í plötu og ætlum að fá erlendan pródúsent til þess að vinna hana með okkur. Það eru algjör forréttindi að fá að vinna við það sem maður elskar svona mikið og það að fá að vinna með systkinum sínum og öðru frábæru tónlistarfólk er alveg ótrúlega gefandi og skemmtilegt. Við erum ótrúlega spenntar að sjá hvert þetta ferli leiðir okkur. Svo erum við með tónleika í Kaldalóni 17. október þar sem við fáum með okkur eina af okkar uppáhalds söngkonu, Maro. View this post on Instagram A post shared by ITSA MEEE, MARO! (@maro.musica) Við kynntumst hennar tónlist fyrst þegar hún var að syngja með Jacob Collier en svo fengum við þann heiður á að kynnast henni í Eurovision þar sem hún tók þátt fyrir hönd Portúgal. Hún er alveg ótrúlega hæfileikarík og flott tónlistarkona og bara alveg yndisleg manneskja. Hún er að koma til Íslands í október og ætlar að vera með okkur á tónleikunum í Kaldalóni. Svo verður auðvitað Eyþór bróðir með okkur og Kiddi Snær trommari ásamt fleiri snillingum sem við kynnum brátt til leiks. Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Systur báðu áhorfendur að muna áfram eftir Úkraínu Hljómsveitin Systur kom fram á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Þau Sigga, Beta, Elín og Eyþór fluttu þar meðal annars lagið Með hækkandi sól sem var framlag Íslands til Eurovision í ár. 25. ágúst 2022 17:31 „Verður í vöðvaminninu að eilífu“ Hljómsveitin Systur tók eftirminnilega þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision síðastliðið vor. Systurnar, þær Sigga, Beta og Elín, hafa notið lífsins í sumar og eru nú í óðaönn að skipuleggja tónleikaferðalag um landið sem hefst á miðvikudaginn og stendur til 27. ágúst næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Systrum og fékk að heyra frá tónleikunum, væntanlegri smáskífu og lífinu eftir Eurovision. 15. ágúst 2022 13:30 Systurnar fengu þakkarkveðjur frá úkraínskum hermönnum Systur hafa eftir fyrri undankeppni Eurovision, sem fór fram á þriðjudag, fengið ótal skilaboða frá Úkraínu þar sem þeim hefur verið þakkað fyrir stuðning sem þær hafa sýnt Úkraínumönnum í keppninni. 12. maí 2022 12:00 Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Systur - Dusty Road Hvaðan sækið þið innblástur fyrir þessu lagi? Viðlagið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það gerist einhvern veginn þegar maður er einmitt innblásinn yfir höfuð, eins og það sé einhver beinn þráður úr annarri vídd og eitthvað kemur til manns og maður veit ekkert hvaðan. Textinn, tilfinningin og upplifanir blandast svo saman við það og það verður eitthvað til. Það er mjög gaman þegar að það gerist. Svo gerðust töfrarnir þegar Gaukur mætti á svæðið, við spiluðum viðlagið fyrir hann og beinagrindin að versinu kom samstundis frá honum. Svo sátum við aðeins yfir þessu og enduðum einhver staðar í hækkun og allt annarri tóntegund í lok lagsins. Án efa eitthvað mest gefandi co-write sem ég (Elín) hef upplifað. Gaukur er auðvitað bestur. Textinn er smá þungur og sorglegur en á sama tíma er heilmikil von í þessu öllu saman. Eins og lífinu bara. View this post on Instagram A post shared by Systur (@systurmusic) Það var virkilega gaman að taka upp myndbandið við lagið og við erum mjög ánægðar með útkomuna. Hilmir Berg og Einar Eyland gerðu vídeóið en þeir eru algjörir snillingar. Hvernig hefur ferlið gengið? Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt, krefjandi og lærdómsríkt ferli. Við erum að læra að skipuleggja okkur og erum að vinna mikið með að bæta inn smá A týpu í okkur B týpurnar. Það er mikilvægt að skipuleggja alla vinnuna í kringum tónlistina. Það er allt að koma og það er alltaf gaman að fá að læra eitthvað nýtt og fá tækifæri til að bæta sig í lífi og starfi. View this post on Instagram A post shared by Systur (@systurmusic) Eruð þið sammála í sköpunarferlinu? Við erum oftast sammála en við erum líka að læra að það má vera sammála um að vera ósammála og við finnum alltaf lausn á endanum. Eruð þið að fara einhverjar nýjar leiðir með nýrri tónlist? Við erum alltaf að leita nýrra og skemmtilegri leiða og við erum að vinna í helling af nýrri tónlist sem við erum ótrúlega spennt að gefa út. View this post on Instagram A post shared by Systur (@systurmusic) Hvað er á döfinni? Við erum rosalega spenntar að vera að deila með ykkur laginu okkar Dusty Road og tónlistarmyndbandinu en svo kemur okkar næsti singúll út í október. Við erum svo að vinna í plötu og ætlum að fá erlendan pródúsent til þess að vinna hana með okkur. Það eru algjör forréttindi að fá að vinna við það sem maður elskar svona mikið og það að fá að vinna með systkinum sínum og öðru frábæru tónlistarfólk er alveg ótrúlega gefandi og skemmtilegt. Við erum ótrúlega spenntar að sjá hvert þetta ferli leiðir okkur. Svo erum við með tónleika í Kaldalóni 17. október þar sem við fáum með okkur eina af okkar uppáhalds söngkonu, Maro. View this post on Instagram A post shared by ITSA MEEE, MARO! (@maro.musica) Við kynntumst hennar tónlist fyrst þegar hún var að syngja með Jacob Collier en svo fengum við þann heiður á að kynnast henni í Eurovision þar sem hún tók þátt fyrir hönd Portúgal. Hún er alveg ótrúlega hæfileikarík og flott tónlistarkona og bara alveg yndisleg manneskja. Hún er að koma til Íslands í október og ætlar að vera með okkur á tónleikunum í Kaldalóni. Svo verður auðvitað Eyþór bróðir með okkur og Kiddi Snær trommari ásamt fleiri snillingum sem við kynnum brátt til leiks.
Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Systur báðu áhorfendur að muna áfram eftir Úkraínu Hljómsveitin Systur kom fram á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Þau Sigga, Beta, Elín og Eyþór fluttu þar meðal annars lagið Með hækkandi sól sem var framlag Íslands til Eurovision í ár. 25. ágúst 2022 17:31 „Verður í vöðvaminninu að eilífu“ Hljómsveitin Systur tók eftirminnilega þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision síðastliðið vor. Systurnar, þær Sigga, Beta og Elín, hafa notið lífsins í sumar og eru nú í óðaönn að skipuleggja tónleikaferðalag um landið sem hefst á miðvikudaginn og stendur til 27. ágúst næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Systrum og fékk að heyra frá tónleikunum, væntanlegri smáskífu og lífinu eftir Eurovision. 15. ágúst 2022 13:30 Systurnar fengu þakkarkveðjur frá úkraínskum hermönnum Systur hafa eftir fyrri undankeppni Eurovision, sem fór fram á þriðjudag, fengið ótal skilaboða frá Úkraínu þar sem þeim hefur verið þakkað fyrir stuðning sem þær hafa sýnt Úkraínumönnum í keppninni. 12. maí 2022 12:00 Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Systur báðu áhorfendur að muna áfram eftir Úkraínu Hljómsveitin Systur kom fram á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Þau Sigga, Beta, Elín og Eyþór fluttu þar meðal annars lagið Með hækkandi sól sem var framlag Íslands til Eurovision í ár. 25. ágúst 2022 17:31
„Verður í vöðvaminninu að eilífu“ Hljómsveitin Systur tók eftirminnilega þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision síðastliðið vor. Systurnar, þær Sigga, Beta og Elín, hafa notið lífsins í sumar og eru nú í óðaönn að skipuleggja tónleikaferðalag um landið sem hefst á miðvikudaginn og stendur til 27. ágúst næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Systrum og fékk að heyra frá tónleikunum, væntanlegri smáskífu og lífinu eftir Eurovision. 15. ágúst 2022 13:30
Systurnar fengu þakkarkveðjur frá úkraínskum hermönnum Systur hafa eftir fyrri undankeppni Eurovision, sem fór fram á þriðjudag, fengið ótal skilaboða frá Úkraínu þar sem þeim hefur verið þakkað fyrir stuðning sem þær hafa sýnt Úkraínumönnum í keppninni. 12. maí 2022 12:00
Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11