Eins og að vera vegan nema um helgar Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 21. september 2022 12:00 „Ég lifi bíllausum lífsstíl“ stendur aftan á deilibílum ónefnds fyrirtækis sem leigir út bíla í skammtímaleigu í örfáar klukkustundir í senn. Þetta þótti ákveðnum ökumanni svo mikil hugsanavilla að hann hafði fyrir því að skrá sig í Facebook-hóp Samtaka um bíllausan lífsstíl og birta mynd af bakhluta deilibílsins. Þannig vildi hann skora einhver mörk og afhjúpa þau sem aðhyllast bíllausan lífsstíl sem hræsnara. Myndlíkingar fengu að fljúga og það að nota deilibíl en styðja bíllausan lífsstíl átti einhvern veginn að vera „eins og að titla sig vegan og borða í öll mál vegan máltíðir en fá sér svo steikur um helgar.“ Þessi grein er alls ekki skrifuð sem einhvers konar langrækið viðbragð við fimm vikna gömlum pósti í Facebook-hópi, en gagnrýnin veltir vissulega upp spurningunni um skilgreiningu á bíllausum lífsstíl, sem greinilega ríkir ekki fullkomin sátt um. Sófakartafla verður samgönguhjólari Ég hef sjaldan lagt mikla áherslu á íþróttaiðkunn og hef þar að auki átt fjölmargar bíldruslur síðan ég fékk bílpróf, enda alin upp á Álftanesi, þar sem næsta kaffihús var í 7 kílómetra fjarlægð og nóg pláss í heimreiðinni fyrir hálfónýtan bílaflota fjölskyldunnar. Ég var því ekki vongóð um framúrskarandi nýtingu, þegar ég ákvað að fjárfesta í rándýru rafhjóli, korter í faraldur. Fyrst um sinn hjólaði ég kannski tvisvar í viku í vinnuna, og fann fljótlega hversu mikil lífsgæðaaukning það var að þjóta fram úr bílaröðunum á háannatíma, og jafnvel framhjá fossi og fallegum kanínum, og það þrátt fyrir að vera ennþá innan borgarmarka. Eftir svona ár af misdramatísku samstarfi míns og fallega borgarhjólsins, var ljóst að hjólið hefði tekið við af bílnum sem aðalsamgöngumáti minn. Með MacRide-stöng fyrir strákinn og körfu sem rúmar jafnmikið og töfrataska Mary Poppins voru mér allir vegir færir. Eða svona næstum. Bílamiðað samgöngukerfi Nema hvað, að þrátt fyrir að elska frelsið sem fylgir því að þjóta niður regnbogastrætið með vindinn í hárinu, myndabombandi brosandi ferðamenn og heilsandi kallaköllunum sem þamba kaffi á Skólavörðustígnum, þá þarf ég að eiga bíl. Ég vinn nefnilega við að gifta fólk, einkum við fallega fossa á Suðurlandi, og slíkt athæfi er fullkomlega ósamræmanlegt almenningssamgöngum. Kannski losa ég mig við bílinn einn daginn, þegar betri reynsla er komin á deilibílana, en sem stendur kemst ég ekki upp með það. Það þýðir þó ekki að ég aðhyllist ekki bíllausan lífsstíl. Raunar held ég að margir félagar í Samtökum um bíllausan lífsstíl hafi umráð yfir bíl, því hvort sem okkur líkar betur eða verr eru helstu samgönguinnviðir landsins hannaðir fyrir bílaflota landsins. Útrýming einkabílsins Það er nefnilega ekki samasemmerki á milli þess að aðhyllast bíllausan lífsstíl og að harðneita algjörlega að stíga nokkurn tíma upp í bíl. Það þýðir bara að vilja styðja við samfélag þar sem virkum ferðamátum er hampað og þar sem almenningssamgöngukerfið er ekki bara þolanlegt, heldur ákjósanlegt. Þar sem þú þarft ekki að nota bíl, en mátt það. Útrýming einkabílsins er ekki raunverulegt markmið margra, heldur er markmiðið um að útrýma þörfinni fyrir hann. Þannig að ég—stoltur eigandi Hyundai i30 sem gerir lítið annað en að taka pláss í borgarlandinu og vera geymsla fyrir hálftómar sódavatnsflöskur—aðhyllist bíllausan lífsstíl, þó ég eigi og noti einkabíl. Rétt eins og að það má vera jeppakall og fara í göngutúr, vera jafnaðarmaður og royalisti eða guðleysingi sem elskar stjörnuspeki. Heimurinn er ekki svarthvítur. Þú hlýtur kannski ekki kjör í stjórn grænkerafélags ef þú borðar steikur um helgar, en það að vera vegan á virkum dögum hefur samt talsvert mikla þýðingu þegar kemur að því að minnka sótsporið þitt, draga úr þjáningu dýra og fyrir þína eigin heilsu. Ég skora á þig að skilja bílinn eftir heima á morgun, Bíllausa daginn 22. september, og aðhyllast bíllausan lífsstíl, þó það sé ekki nema bara einn dag á ári. Höfundur er eigandi bíls og rafhjóls, áhugakona um rifrildi á samfélagsmiðlum og stjórnarmeðlimur í Samtökum um bíllausan lífsstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Samgöngur Hjólreiðar Rafhlaupahjól Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég lifi bíllausum lífsstíl“ stendur aftan á deilibílum ónefnds fyrirtækis sem leigir út bíla í skammtímaleigu í örfáar klukkustundir í senn. Þetta þótti ákveðnum ökumanni svo mikil hugsanavilla að hann hafði fyrir því að skrá sig í Facebook-hóp Samtaka um bíllausan lífsstíl og birta mynd af bakhluta deilibílsins. Þannig vildi hann skora einhver mörk og afhjúpa þau sem aðhyllast bíllausan lífsstíl sem hræsnara. Myndlíkingar fengu að fljúga og það að nota deilibíl en styðja bíllausan lífsstíl átti einhvern veginn að vera „eins og að titla sig vegan og borða í öll mál vegan máltíðir en fá sér svo steikur um helgar.“ Þessi grein er alls ekki skrifuð sem einhvers konar langrækið viðbragð við fimm vikna gömlum pósti í Facebook-hópi, en gagnrýnin veltir vissulega upp spurningunni um skilgreiningu á bíllausum lífsstíl, sem greinilega ríkir ekki fullkomin sátt um. Sófakartafla verður samgönguhjólari Ég hef sjaldan lagt mikla áherslu á íþróttaiðkunn og hef þar að auki átt fjölmargar bíldruslur síðan ég fékk bílpróf, enda alin upp á Álftanesi, þar sem næsta kaffihús var í 7 kílómetra fjarlægð og nóg pláss í heimreiðinni fyrir hálfónýtan bílaflota fjölskyldunnar. Ég var því ekki vongóð um framúrskarandi nýtingu, þegar ég ákvað að fjárfesta í rándýru rafhjóli, korter í faraldur. Fyrst um sinn hjólaði ég kannski tvisvar í viku í vinnuna, og fann fljótlega hversu mikil lífsgæðaaukning það var að þjóta fram úr bílaröðunum á háannatíma, og jafnvel framhjá fossi og fallegum kanínum, og það þrátt fyrir að vera ennþá innan borgarmarka. Eftir svona ár af misdramatísku samstarfi míns og fallega borgarhjólsins, var ljóst að hjólið hefði tekið við af bílnum sem aðalsamgöngumáti minn. Með MacRide-stöng fyrir strákinn og körfu sem rúmar jafnmikið og töfrataska Mary Poppins voru mér allir vegir færir. Eða svona næstum. Bílamiðað samgöngukerfi Nema hvað, að þrátt fyrir að elska frelsið sem fylgir því að þjóta niður regnbogastrætið með vindinn í hárinu, myndabombandi brosandi ferðamenn og heilsandi kallaköllunum sem þamba kaffi á Skólavörðustígnum, þá þarf ég að eiga bíl. Ég vinn nefnilega við að gifta fólk, einkum við fallega fossa á Suðurlandi, og slíkt athæfi er fullkomlega ósamræmanlegt almenningssamgöngum. Kannski losa ég mig við bílinn einn daginn, þegar betri reynsla er komin á deilibílana, en sem stendur kemst ég ekki upp með það. Það þýðir þó ekki að ég aðhyllist ekki bíllausan lífsstíl. Raunar held ég að margir félagar í Samtökum um bíllausan lífsstíl hafi umráð yfir bíl, því hvort sem okkur líkar betur eða verr eru helstu samgönguinnviðir landsins hannaðir fyrir bílaflota landsins. Útrýming einkabílsins Það er nefnilega ekki samasemmerki á milli þess að aðhyllast bíllausan lífsstíl og að harðneita algjörlega að stíga nokkurn tíma upp í bíl. Það þýðir bara að vilja styðja við samfélag þar sem virkum ferðamátum er hampað og þar sem almenningssamgöngukerfið er ekki bara þolanlegt, heldur ákjósanlegt. Þar sem þú þarft ekki að nota bíl, en mátt það. Útrýming einkabílsins er ekki raunverulegt markmið margra, heldur er markmiðið um að útrýma þörfinni fyrir hann. Þannig að ég—stoltur eigandi Hyundai i30 sem gerir lítið annað en að taka pláss í borgarlandinu og vera geymsla fyrir hálftómar sódavatnsflöskur—aðhyllist bíllausan lífsstíl, þó ég eigi og noti einkabíl. Rétt eins og að það má vera jeppakall og fara í göngutúr, vera jafnaðarmaður og royalisti eða guðleysingi sem elskar stjörnuspeki. Heimurinn er ekki svarthvítur. Þú hlýtur kannski ekki kjör í stjórn grænkerafélags ef þú borðar steikur um helgar, en það að vera vegan á virkum dögum hefur samt talsvert mikla þýðingu þegar kemur að því að minnka sótsporið þitt, draga úr þjáningu dýra og fyrir þína eigin heilsu. Ég skora á þig að skilja bílinn eftir heima á morgun, Bíllausa daginn 22. september, og aðhyllast bíllausan lífsstíl, þó það sé ekki nema bara einn dag á ári. Höfundur er eigandi bíls og rafhjóls, áhugakona um rifrildi á samfélagsmiðlum og stjórnarmeðlimur í Samtökum um bíllausan lífsstíl.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun