Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2022 21:25 Ingvar Jóel Ingvarsson starfsmaður Hringrásar skar vindmylluna niður í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. Þegar fréttastofa mætti í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra rétt fyrir klukkan tvö í dag var búið að undirbúa fall vindmyllunnar og ráðgert að aðeins kortersvinnu þyrfti til viðbótar til að fella mylluna. Eftir nokkra bið hófst vinnan en verklok frestuðust. Myllan féll ekki til jarðar. Áhorfendur biðu í ofvæni og vonuðust til þess eins að verkið gengi betur en þegar tvíburavindmylla þessarar var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar í byrjun árs en það verk tók átta klukkustundir og sex sprengingar. „Ég held það hafi fyrst og fremst verið það að Landhelgisgæslan hafi viljað æfa sig og prófa sinn búnað og fékk þarna tækifæri til að gera það. Þetta var ágætt hjá okkur, þetta hafðist ágætlega,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar sem sá um niðurrif myllunnar í dag. Rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis féll myllan eftir að búið var að skera aðeins meira í hana og tjakka hana upp öðru megin til að hjálpa þyngdaraflinu að koma henni til jarðar. „Svo fór þetta ekki alveg eins og við ætluðum, við vorum búin að skera hana í rétta flóa og annað en vegna ofsalegs vinds hérna þá leitaði hún við að sitja í hælinn. Þannig að við urðum að bregða á það ráð að fá þennan tjakk til að vega upp á móti og þá gekk þetta en við vorum samt ekki nema klukkutíma og tuttugu mínútum of seinir,“ segir Ingvar Jóel Ingvarsson starfsmaður Hrinrásar. Féll myllan alveg eins og þið gerðuð ráð fyrir? „Jájá, og gerði það mjög tignarlega.“ Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Vindorka Tengdar fréttir Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. 20. september 2022 11:05 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira
Þegar fréttastofa mætti í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra rétt fyrir klukkan tvö í dag var búið að undirbúa fall vindmyllunnar og ráðgert að aðeins kortersvinnu þyrfti til viðbótar til að fella mylluna. Eftir nokkra bið hófst vinnan en verklok frestuðust. Myllan féll ekki til jarðar. Áhorfendur biðu í ofvæni og vonuðust til þess eins að verkið gengi betur en þegar tvíburavindmylla þessarar var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar í byrjun árs en það verk tók átta klukkustundir og sex sprengingar. „Ég held það hafi fyrst og fremst verið það að Landhelgisgæslan hafi viljað æfa sig og prófa sinn búnað og fékk þarna tækifæri til að gera það. Þetta var ágætt hjá okkur, þetta hafðist ágætlega,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar sem sá um niðurrif myllunnar í dag. Rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis féll myllan eftir að búið var að skera aðeins meira í hana og tjakka hana upp öðru megin til að hjálpa þyngdaraflinu að koma henni til jarðar. „Svo fór þetta ekki alveg eins og við ætluðum, við vorum búin að skera hana í rétta flóa og annað en vegna ofsalegs vinds hérna þá leitaði hún við að sitja í hælinn. Þannig að við urðum að bregða á það ráð að fá þennan tjakk til að vega upp á móti og þá gekk þetta en við vorum samt ekki nema klukkutíma og tuttugu mínútum of seinir,“ segir Ingvar Jóel Ingvarsson starfsmaður Hrinrásar. Féll myllan alveg eins og þið gerðuð ráð fyrir? „Jájá, og gerði það mjög tignarlega.“
Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Vindorka Tengdar fréttir Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. 20. september 2022 11:05 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira
Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45
Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. 20. september 2022 11:05