„Ósköp fátt sem stoppar hana“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 14:31 Agla María Albertsdóttir gefur ungum aðdáendum landsliðsins eiginhandaráritun, eftir leikinn við Val á dögunum. VÍSIR/VILHELM Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir stal senunni í leik Breiðabliks og Aftureldingar í Bestu deildinni og skoraði tvö markanna í 3-0 sigri Blika. Hún gladdi augu sérfræðinganna í Bestu mörkunum. Agla María missti af landsleiknum mikilvæga gegn Hollandi fyrr í þessum mánuði, vegna meiðsla, og framan af sumri fékk hún lítið að spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð. Frá því að hún kom að láni til Blika í lok júlí hefur hún núna náð að spila sex leiki og skorað í þeim fjögur mörk. „Þegar hún er á deginum sínum þá er ósköp fátt sem stoppar hana. Hún er frábær í fótbolta og hefur haft rosalega gott af því að fá nokkra leiki þar sem hún hefur fengið að spila í 90 mínútur,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, ánægð með að sjá Öglu Maríu geta látið ljós sitt skína á nýjan leik: „Auðvitað hefur það áhrif á sóknarmann að vera ekki í sínu „elementi“ og hún er þannig leikmaður að hún þarf pínu að vera að spila og með boltann í löppunum. Maður sér að hún er að finna sig núna,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Öglu Maríu Ísland leikur umspilsleik 11. október við sigurliðið úr leik Portúgals og Belgíu, um farseðilinn á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Það eru því góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið að Agla María sé komin í gang: „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt, líka í ljósi þess hvernig síðasti leikur spilaðist. Við vorum í vandræðum á köntunum og náðum ekki að leysa vel kantsvæðin, sérstaklega hægra megin. Hún er klárlega styrkur fyrir landsliðið. Að geta verið með hana í þessu formi er frábært,“ sagði Harpa. „Manni finnst hún vera að eflast með hverjum leik og maður sé í öllum sóknaraðgerðum Breiðabliks hvernig allt fór í gegnum hana,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir. Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Agla María missti af landsleiknum mikilvæga gegn Hollandi fyrr í þessum mánuði, vegna meiðsla, og framan af sumri fékk hún lítið að spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð. Frá því að hún kom að láni til Blika í lok júlí hefur hún núna náð að spila sex leiki og skorað í þeim fjögur mörk. „Þegar hún er á deginum sínum þá er ósköp fátt sem stoppar hana. Hún er frábær í fótbolta og hefur haft rosalega gott af því að fá nokkra leiki þar sem hún hefur fengið að spila í 90 mínútur,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, ánægð með að sjá Öglu Maríu geta látið ljós sitt skína á nýjan leik: „Auðvitað hefur það áhrif á sóknarmann að vera ekki í sínu „elementi“ og hún er þannig leikmaður að hún þarf pínu að vera að spila og með boltann í löppunum. Maður sér að hún er að finna sig núna,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Öglu Maríu Ísland leikur umspilsleik 11. október við sigurliðið úr leik Portúgals og Belgíu, um farseðilinn á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Það eru því góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið að Agla María sé komin í gang: „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt, líka í ljósi þess hvernig síðasti leikur spilaðist. Við vorum í vandræðum á köntunum og náðum ekki að leysa vel kantsvæðin, sérstaklega hægra megin. Hún er klárlega styrkur fyrir landsliðið. Að geta verið með hana í þessu formi er frábært,“ sagði Harpa. „Manni finnst hún vera að eflast með hverjum leik og maður sé í öllum sóknaraðgerðum Breiðabliks hvernig allt fór í gegnum hana,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir.
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira