„Ósköp fátt sem stoppar hana“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 14:31 Agla María Albertsdóttir gefur ungum aðdáendum landsliðsins eiginhandaráritun, eftir leikinn við Val á dögunum. VÍSIR/VILHELM Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir stal senunni í leik Breiðabliks og Aftureldingar í Bestu deildinni og skoraði tvö markanna í 3-0 sigri Blika. Hún gladdi augu sérfræðinganna í Bestu mörkunum. Agla María missti af landsleiknum mikilvæga gegn Hollandi fyrr í þessum mánuði, vegna meiðsla, og framan af sumri fékk hún lítið að spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð. Frá því að hún kom að láni til Blika í lok júlí hefur hún núna náð að spila sex leiki og skorað í þeim fjögur mörk. „Þegar hún er á deginum sínum þá er ósköp fátt sem stoppar hana. Hún er frábær í fótbolta og hefur haft rosalega gott af því að fá nokkra leiki þar sem hún hefur fengið að spila í 90 mínútur,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, ánægð með að sjá Öglu Maríu geta látið ljós sitt skína á nýjan leik: „Auðvitað hefur það áhrif á sóknarmann að vera ekki í sínu „elementi“ og hún er þannig leikmaður að hún þarf pínu að vera að spila og með boltann í löppunum. Maður sér að hún er að finna sig núna,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Öglu Maríu Ísland leikur umspilsleik 11. október við sigurliðið úr leik Portúgals og Belgíu, um farseðilinn á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Það eru því góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið að Agla María sé komin í gang: „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt, líka í ljósi þess hvernig síðasti leikur spilaðist. Við vorum í vandræðum á köntunum og náðum ekki að leysa vel kantsvæðin, sérstaklega hægra megin. Hún er klárlega styrkur fyrir landsliðið. Að geta verið með hana í þessu formi er frábært,“ sagði Harpa. „Manni finnst hún vera að eflast með hverjum leik og maður sé í öllum sóknaraðgerðum Breiðabliks hvernig allt fór í gegnum hana,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir. Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Agla María missti af landsleiknum mikilvæga gegn Hollandi fyrr í þessum mánuði, vegna meiðsla, og framan af sumri fékk hún lítið að spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð. Frá því að hún kom að láni til Blika í lok júlí hefur hún núna náð að spila sex leiki og skorað í þeim fjögur mörk. „Þegar hún er á deginum sínum þá er ósköp fátt sem stoppar hana. Hún er frábær í fótbolta og hefur haft rosalega gott af því að fá nokkra leiki þar sem hún hefur fengið að spila í 90 mínútur,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, ánægð með að sjá Öglu Maríu geta látið ljós sitt skína á nýjan leik: „Auðvitað hefur það áhrif á sóknarmann að vera ekki í sínu „elementi“ og hún er þannig leikmaður að hún þarf pínu að vera að spila og með boltann í löppunum. Maður sér að hún er að finna sig núna,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Öglu Maríu Ísland leikur umspilsleik 11. október við sigurliðið úr leik Portúgals og Belgíu, um farseðilinn á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Það eru því góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið að Agla María sé komin í gang: „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt, líka í ljósi þess hvernig síðasti leikur spilaðist. Við vorum í vandræðum á köntunum og náðum ekki að leysa vel kantsvæðin, sérstaklega hægra megin. Hún er klárlega styrkur fyrir landsliðið. Að geta verið með hana í þessu formi er frábært,“ sagði Harpa. „Manni finnst hún vera að eflast með hverjum leik og maður sé í öllum sóknaraðgerðum Breiðabliks hvernig allt fór í gegnum hana,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir.
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira