„Við þurfum að gera miklu betur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2022 09:12 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, flaug til Akureyrar í gær til að ræða óánægju með innanlandsflug flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að flugfélagið þurfi einfaldlega að gera miklu betur í innanlandsfluginu en raunin hefur verið að undanförnu, til að ná upp trausti á innanlandsflugið. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gætt mikillar óánægju með þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu síðustu mánuði. Tíðar frestanir og niðurfellingar á ferðum félagsins hafa skapað óánægju og rætt hefur verið um að íbúar á landsbyggðinni geti ekki lengur treyst á innanlandsflugið sem fararmáta. Lára Halldór Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar SSNE.Vísir Bogi hélt til fundar með fulltrúum sveitarstjórna á Norðurlandi eystra í gær. Fundurinn var haldinn á Akureyri og var markmið fundarins að gefa fulltrúum Icelandair tækifæri á að útskýra stöðuna frá sjónarhóli fyrirtæksins. Að sama skapi fengu sveitarstjórnarfulltrúar tækifæri til að viðra óánægju sína og útskýra mikilvægi þess að geta treyst á innanlandsflugið. Dæmi um að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður Lára Halldóra Eiríksdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE. Í samtali við fréttastofu útskýrði hún mikilvægi þess fyrir íbúa landsbyggðarinnar að geta treyst á innanlandsflugið. „Auðvitað er bara mjög mikilvægt að geta treyst á flug. Ef að þú ætlar að fara til læknis eða á fund eða til lengri erinda þá verðuru að geta treyst fluginu. Varðandi fyrirtæki og stofnanir hérna í bænum, þá skiptir máli svo að við getum haldið öllu gangandi hér að fólk geti treyst því að hér séu góðar samgöngur. Varðandi heilbrigðisþjónustu þá höfum við lent í því að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður vegna seinkana í flugi. Það er auðvitað bara óásættanlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Heyra mátti á fundarmönnum á Hótel Kea eftir fund í gær að fundurinn hafi verið gagnlegur. Þar fór Bogi Nils yfir áherslu fyrirtæksins og ástæður þess að innanlandsflugið hefur ekki gengið sem skyldi í sumar og haust. „Þetta snýst náttúrulega bara um flugáætlunina, að hún standist og þar skiptir flotinn miklu máli. Hann er núna allur að verða til reiðu. Við erum búin að vera með einar til tvær vélar í einhverju viðhaldi í allt sumar, stór viðhaldsverkefni sem að töfðust mikið út af Covid og ýmsu. En það er ýmislegt sem við getum gert betur líka sem við ætlum að gera,“ segir Bogi. Frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Hann segir að Icelandair ætli að láta verkin tala til byggja upp traust að nýju. „Við þurfum að gera miklu betur til að ná upp þessu trausti og það er mjög mikill fókus á það innan okkar fyrirtækis,“ segir Bogi. „Það eina sem við getum gert er að láta verkin tala og gera betur í þessum efnum til þess að byggja traustið upp aftur. Við ætlum svo sannarlega að gera það.“ Snýst um að láta verkin tala Lára sagðist vera ánægð með að heyra að fulltrúar Icelandair viðurkenni að félagið hafi ekki verið að standa sig nógu vel í innanlandsfluginu að undanförnu. „Vissulega eru skýringar á öllum málum, alltaf. Það sem ég er ánægð með eftir þennan fund er að mér finnst þeir viðurkenna vandann. Þeir segja að þeir séu ekki að uppfylla þau markmið sem þeir sjálfir hafa varðandi flugáætlun, þeir vilji breyta þessu og við trúum því og treystum að þeir ætli að gera það. Þeir verða að auka traustið aftur.“ Reglubundin viðhaldsverkefni á flugvélum Icelandair í innanlandsfluginu hafa dregist á langinn í vor og sumar, sem hefur haft keðjuverkandi áhrif á flutáætlun Icelandair í innanlandsfluginu í sumar.Vísir Sjálfur segist Bogi vera ánægður með að fá tækifærið til að ræða við fulltrúa svæðisins, augliti til auglitis. „Það er mjög gott að fá svona tækifæri og eiga bara hreinskiptið samtal og fara yfir hlutina opinskátt. Fá líka bara ábendingar sem við getum nýtt okkur í okkar starfsemi. En þetta snýst bara um að láta verkin tala og að flugáætlun okkar standist þannig að fólk hér og annars staðar geti bara treyst því sem við erum að bjóða upp á, að við stöndum við vöru- og þjónustuloforð okkar.“ Þú hefur þá trú á því að þetta fari batnandi á næstunni? „Við trúum því og treystum að þetta horfi allt til betri vegar núna.“ Byggðamál Icelandair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gætt mikillar óánægju með þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu síðustu mánuði. Tíðar frestanir og niðurfellingar á ferðum félagsins hafa skapað óánægju og rætt hefur verið um að íbúar á landsbyggðinni geti ekki lengur treyst á innanlandsflugið sem fararmáta. Lára Halldór Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar SSNE.Vísir Bogi hélt til fundar með fulltrúum sveitarstjórna á Norðurlandi eystra í gær. Fundurinn var haldinn á Akureyri og var markmið fundarins að gefa fulltrúum Icelandair tækifæri á að útskýra stöðuna frá sjónarhóli fyrirtæksins. Að sama skapi fengu sveitarstjórnarfulltrúar tækifæri til að viðra óánægju sína og útskýra mikilvægi þess að geta treyst á innanlandsflugið. Dæmi um að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður Lára Halldóra Eiríksdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE. Í samtali við fréttastofu útskýrði hún mikilvægi þess fyrir íbúa landsbyggðarinnar að geta treyst á innanlandsflugið. „Auðvitað er bara mjög mikilvægt að geta treyst á flug. Ef að þú ætlar að fara til læknis eða á fund eða til lengri erinda þá verðuru að geta treyst fluginu. Varðandi fyrirtæki og stofnanir hérna í bænum, þá skiptir máli svo að við getum haldið öllu gangandi hér að fólk geti treyst því að hér séu góðar samgöngur. Varðandi heilbrigðisþjónustu þá höfum við lent í því að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður vegna seinkana í flugi. Það er auðvitað bara óásættanlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Heyra mátti á fundarmönnum á Hótel Kea eftir fund í gær að fundurinn hafi verið gagnlegur. Þar fór Bogi Nils yfir áherslu fyrirtæksins og ástæður þess að innanlandsflugið hefur ekki gengið sem skyldi í sumar og haust. „Þetta snýst náttúrulega bara um flugáætlunina, að hún standist og þar skiptir flotinn miklu máli. Hann er núna allur að verða til reiðu. Við erum búin að vera með einar til tvær vélar í einhverju viðhaldi í allt sumar, stór viðhaldsverkefni sem að töfðust mikið út af Covid og ýmsu. En það er ýmislegt sem við getum gert betur líka sem við ætlum að gera,“ segir Bogi. Frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Hann segir að Icelandair ætli að láta verkin tala til byggja upp traust að nýju. „Við þurfum að gera miklu betur til að ná upp þessu trausti og það er mjög mikill fókus á það innan okkar fyrirtækis,“ segir Bogi. „Það eina sem við getum gert er að láta verkin tala og gera betur í þessum efnum til þess að byggja traustið upp aftur. Við ætlum svo sannarlega að gera það.“ Snýst um að láta verkin tala Lára sagðist vera ánægð með að heyra að fulltrúar Icelandair viðurkenni að félagið hafi ekki verið að standa sig nógu vel í innanlandsfluginu að undanförnu. „Vissulega eru skýringar á öllum málum, alltaf. Það sem ég er ánægð með eftir þennan fund er að mér finnst þeir viðurkenna vandann. Þeir segja að þeir séu ekki að uppfylla þau markmið sem þeir sjálfir hafa varðandi flugáætlun, þeir vilji breyta þessu og við trúum því og treystum að þeir ætli að gera það. Þeir verða að auka traustið aftur.“ Reglubundin viðhaldsverkefni á flugvélum Icelandair í innanlandsfluginu hafa dregist á langinn í vor og sumar, sem hefur haft keðjuverkandi áhrif á flutáætlun Icelandair í innanlandsfluginu í sumar.Vísir Sjálfur segist Bogi vera ánægður með að fá tækifærið til að ræða við fulltrúa svæðisins, augliti til auglitis. „Það er mjög gott að fá svona tækifæri og eiga bara hreinskiptið samtal og fara yfir hlutina opinskátt. Fá líka bara ábendingar sem við getum nýtt okkur í okkar starfsemi. En þetta snýst bara um að láta verkin tala og að flugáætlun okkar standist þannig að fólk hér og annars staðar geti bara treyst því sem við erum að bjóða upp á, að við stöndum við vöru- og þjónustuloforð okkar.“ Þú hefur þá trú á því að þetta fari batnandi á næstunni? „Við trúum því og treystum að þetta horfi allt til betri vegar núna.“
Byggðamál Icelandair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira