Mbappé þénar mest allra árið 2022 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2022 10:46 Mbappé á fyrir salti í grautinn. Xavier Laine/Getty Images Kylian Mbappé er tekjuhæsti knattspyrnumaður í heimi árið 2022. Hann fær 105 milljónir Bandaríkjadala [14,6 milljarðar íslenskra króna] í laun hjá París Saint-Germain ásamt því að þéna 20 milljónir Bandaríkjadala [2,8 milljarðar] í gegnum auglýsingar og því um líkt. Hinn 23 ára gamli Mbappé gerði náttúrulega ótrúlegan samning við PSG í sumar þegar allt benti til þess að hann myndi semja við Real Madríd. Það kemur því engum á óvart að hann sé langlaunahæsti leikmaður í heimi. Alls mun Mbappé þéna 125 milljónir Bandaríkjadala í ár. Hvað varðar laun frá félögum þá eru samherjar hans Lionel Messi og Neymar í öðru og þriðja sæti en í öðru sæti er varðar heildartekjur er Portúgalinn Cristiano Ronaldo. Þessi 37 ára gamli framherji skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu þegar Manchester United vann Sheriff frá Moldóvu 2-0 á dögunum. Ronaldo fær 53 milljónir Bandaríkjadala frá Man United árið 2022 en þénar 60 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar í gegnum hina ýmsu auglýsingasamninga sem hann hefur gert. Alls þénar Ronaldo því 110 milljónir í ár. Messi er í 3. sæti með 62 milljónir í laun og auglýsingasamninga upp á 48 milljónir. Argentínumaðurinn þénar því 110 milljónir í ár. Neymar er í þriðja sæti en þó töluvert á eftir samherjum sínum. Hann er með laun upp á 56 milljónir en auglýsingasamninga upp á „aðeins“ 35 milljónir. Kylian Mbappé is this year's top earner pic.twitter.com/1hh8Dg2fiC— B/R Football (@brfootball) September 16, 2022 Mohamed Salah er svo í 5. sæti en eitt nafn á listanum yfir þá tíu leikmenn sem þéna mest kemur skemmtilega á óvart. Það er Andrés Iniesta, Þessi 38 ára gamli Spánverji spilar í dag með Vissel Kobe í Japan og er enn að þéna ótrúlegar upphæðir. Hann fær 23 milljónir í laun og aðrar sjö í gegnum auglýsingasamninga. Listann yfir þá tíu leikmenn sem þéna mest í ár má svo sjá hér að ofan. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Mbappé gerði náttúrulega ótrúlegan samning við PSG í sumar þegar allt benti til þess að hann myndi semja við Real Madríd. Það kemur því engum á óvart að hann sé langlaunahæsti leikmaður í heimi. Alls mun Mbappé þéna 125 milljónir Bandaríkjadala í ár. Hvað varðar laun frá félögum þá eru samherjar hans Lionel Messi og Neymar í öðru og þriðja sæti en í öðru sæti er varðar heildartekjur er Portúgalinn Cristiano Ronaldo. Þessi 37 ára gamli framherji skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu þegar Manchester United vann Sheriff frá Moldóvu 2-0 á dögunum. Ronaldo fær 53 milljónir Bandaríkjadala frá Man United árið 2022 en þénar 60 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar í gegnum hina ýmsu auglýsingasamninga sem hann hefur gert. Alls þénar Ronaldo því 110 milljónir í ár. Messi er í 3. sæti með 62 milljónir í laun og auglýsingasamninga upp á 48 milljónir. Argentínumaðurinn þénar því 110 milljónir í ár. Neymar er í þriðja sæti en þó töluvert á eftir samherjum sínum. Hann er með laun upp á 56 milljónir en auglýsingasamninga upp á „aðeins“ 35 milljónir. Kylian Mbappé is this year's top earner pic.twitter.com/1hh8Dg2fiC— B/R Football (@brfootball) September 16, 2022 Mohamed Salah er svo í 5. sæti en eitt nafn á listanum yfir þá tíu leikmenn sem þéna mest kemur skemmtilega á óvart. Það er Andrés Iniesta, Þessi 38 ára gamli Spánverji spilar í dag með Vissel Kobe í Japan og er enn að þéna ótrúlegar upphæðir. Hann fær 23 milljónir í laun og aðrar sjö í gegnum auglýsingasamninga. Listann yfir þá tíu leikmenn sem þéna mest í ár má svo sjá hér að ofan.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira