Kallar eftir frelsun bænda Snorri Másson skrifar 16. september 2022 20:47 Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði segir að aukin jarðrækt, grænmetis og annarra afurða, geti skipt sköpum í loftslagsmálum í framtíðinni en þá þurfi að frelsa bændur undan regluverki. Enginn mælanlegur árangur er af loftslagsaðgerðum stjórnvalda þrátt fyrir metnaðarfull áform þeirra að mati Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Það er dagur íslenskrar náttúru og í gær voru áhugamönnum um náttúruvernd og loftslagsmál fluttar slæmar fréttir. Bráðabirgðaútreikningar sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst á milli áranna 2020 og 2021, þegar öll viðleitni stjórnvalda miðar að hinu gagnstæða. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þetta þyngra en tárum taki: „Ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur.“ Enginn mælanlegur árangur, segir Einar. En af hverju gengur þetta svona hægt þrátt fyrir allar nefndirnar og stefnurnar? Ísland er númer tvö í heiminum í rafbílaeign og nýtur þess að nota hreina orku, það er gott, en á sviði matvæla segir prófessor að draga mætti mjög úr losun. Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði, einnig fyrrverandi aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.Vísir/Egill „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“ segir Daði Már. En aðstæður eru ekki hagfelldar til stóraukinnar jarðræktar á Íslandi, ekki vegna náttúrunnar eða veðursins, heldur vegna opinbera kerfisins, eins og bandaríkjamaður með lífrænan búskap á Suðurlandi lýsti fyrir fréttastofu. Nicholas Ian Robinson er garðyrkjubóndi í Reykjalundi í Grímsnesi og vinnur að doktorsrannsókn í landafræði.Vísir „Til þess að rækta eins og við viljum gera það þurfum við að eiga samtal um sértækan fjárhagsstuðning sem við þyrftum að fá frá stjórnvöldum,“ segir Nicholas Ian Robinson, bóndi á Suðurlandi. Daði Már segir einnig að kerfið stuðli ekki að grænmetisrækt. „Stóra vandamálið okkar er að landbúnaðarkerfið endurspeglar miklu frekar söguna en framtíðarþarfir Íslands. Þannig að það sem þarf að gera er að frelsa bændur frá regluverkinu og okinu sem hvílir á þeim. Þannig að þeir geti nýtt tækifærin sem eru á Íslandi í landbúnaðarframleiðslu. Ekki bara grænmeti heldur öll jarðrækt á Íslandi gæti verið miklu umfangsmeiri en hún er,“ segir Daði. Landbúnaður Umhverfismál Tengdar fréttir Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim. 29. ágúst 2022 21:04 2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14. júní 2022 12:03 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Það er dagur íslenskrar náttúru og í gær voru áhugamönnum um náttúruvernd og loftslagsmál fluttar slæmar fréttir. Bráðabirgðaútreikningar sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst á milli áranna 2020 og 2021, þegar öll viðleitni stjórnvalda miðar að hinu gagnstæða. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þetta þyngra en tárum taki: „Ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur.“ Enginn mælanlegur árangur, segir Einar. En af hverju gengur þetta svona hægt þrátt fyrir allar nefndirnar og stefnurnar? Ísland er númer tvö í heiminum í rafbílaeign og nýtur þess að nota hreina orku, það er gott, en á sviði matvæla segir prófessor að draga mætti mjög úr losun. Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði, einnig fyrrverandi aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.Vísir/Egill „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“ segir Daði Már. En aðstæður eru ekki hagfelldar til stóraukinnar jarðræktar á Íslandi, ekki vegna náttúrunnar eða veðursins, heldur vegna opinbera kerfisins, eins og bandaríkjamaður með lífrænan búskap á Suðurlandi lýsti fyrir fréttastofu. Nicholas Ian Robinson er garðyrkjubóndi í Reykjalundi í Grímsnesi og vinnur að doktorsrannsókn í landafræði.Vísir „Til þess að rækta eins og við viljum gera það þurfum við að eiga samtal um sértækan fjárhagsstuðning sem við þyrftum að fá frá stjórnvöldum,“ segir Nicholas Ian Robinson, bóndi á Suðurlandi. Daði Már segir einnig að kerfið stuðli ekki að grænmetisrækt. „Stóra vandamálið okkar er að landbúnaðarkerfið endurspeglar miklu frekar söguna en framtíðarþarfir Íslands. Þannig að það sem þarf að gera er að frelsa bændur frá regluverkinu og okinu sem hvílir á þeim. Þannig að þeir geti nýtt tækifærin sem eru á Íslandi í landbúnaðarframleiðslu. Ekki bara grænmeti heldur öll jarðrækt á Íslandi gæti verið miklu umfangsmeiri en hún er,“ segir Daði.
Landbúnaður Umhverfismál Tengdar fréttir Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim. 29. ágúst 2022 21:04 2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14. júní 2022 12:03 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim. 29. ágúst 2022 21:04
2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14. júní 2022 12:03