„Mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts“ Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 13:33 Albert Guðmundsson var aðeins einu sinni í byrjunarliði Íslands í leikjunum fjórum í júní og það var í vináttulandsleiknum gegn San Marínó. Getty Arnar Þór Viðarsson fór ekki leynt með óánægju sína með framgöngu Alberts Guðmundssonar, í júní, þegar hann útskýrði af hverju Albert væri ekki í nýjasta landsliðshópi Íslands í fótbolta. „Ég var mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í síðasta glugga,“ sagði Arnar en útskýrði ekki nákvæmlega hvernig hugarfar Alberts hefði ekki verið sér að skapi. Albert kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum í Þjóðadeildinni í júní en lék ekkert í þriðja leiknum. Seinni leikurinn sem hann spilaði var á heimavelli gegn Ísrael þar sem hann kom inn á á 89. mínútu. „Fyrir mér er það þannig að það að vera í íslenska landsliðinu er mikill heiður og það kallar á hundrað prósent hugarfar, alla daga og alltaf. Þú ert annað hvort hundrað prósent með okkur í þessu eða ekki,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Við þurfum ekki að horfa neitt langt í baka og vitum öll að bestu leikmenn íslenska landsliðsins undanfarin ár hafa alltaf sett frammistöðu liðsins fram yfir sína eigin frammistöðu. Það er eina leiðin til að ná árangri,“ bætti Arnar Við. Hann útilokar ekki að velja Albert aftur síðar, þó að Albert verði ekki með í leikjunum við Venesúela og Albaníu í þessum mánuði: „Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir þennan glugga en ég er ekki að loka neinum dyrum fyrir framtíðina. Ef og þegar Albert er tilbúinn að vera hluti af okkar liðsheild og vinna innan þess ramma sem að ég set þá er að sjálfsögðu pláss fyrir hæfileikaríkan leikmann eins og Albert í landsliðinu.“ Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik. 16. september 2022 13:34 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
„Ég var mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í síðasta glugga,“ sagði Arnar en útskýrði ekki nákvæmlega hvernig hugarfar Alberts hefði ekki verið sér að skapi. Albert kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum í Þjóðadeildinni í júní en lék ekkert í þriðja leiknum. Seinni leikurinn sem hann spilaði var á heimavelli gegn Ísrael þar sem hann kom inn á á 89. mínútu. „Fyrir mér er það þannig að það að vera í íslenska landsliðinu er mikill heiður og það kallar á hundrað prósent hugarfar, alla daga og alltaf. Þú ert annað hvort hundrað prósent með okkur í þessu eða ekki,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Við þurfum ekki að horfa neitt langt í baka og vitum öll að bestu leikmenn íslenska landsliðsins undanfarin ár hafa alltaf sett frammistöðu liðsins fram yfir sína eigin frammistöðu. Það er eina leiðin til að ná árangri,“ bætti Arnar Við. Hann útilokar ekki að velja Albert aftur síðar, þó að Albert verði ekki með í leikjunum við Venesúela og Albaníu í þessum mánuði: „Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir þennan glugga en ég er ekki að loka neinum dyrum fyrir framtíðina. Ef og þegar Albert er tilbúinn að vera hluti af okkar liðsheild og vinna innan þess ramma sem að ég set þá er að sjálfsögðu pláss fyrir hæfileikaríkan leikmann eins og Albert í landsliðinu.“
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik. 16. september 2022 13:34 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik. 16. september 2022 13:34