Svona er hópurinn: Aron og Alfreð snúa aftur Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 13:05 Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson, sem fóru með Íslandi á EM 2016 og HM 2018, eru í landsliðshópnum. VÍSIR/VILHELM Aron Einar Gunnarsson, sem í áratug var fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, var í dag valinn að nýju í liðið eftir rúmlega eins árs fjarveru. Arnar Þór Viðarsson hefur nú valið þá leikmenn sem eiga að mæta Venesúela í vináttulandsleik 22. september og Albaníu í mögulega afar mikilvægum lokaleik í Þjóðadeildinni fimm dögum síðar. Aron snýr aftur eftir að hafa ekki verið valinn síðasta árið vegna ásakana um kynferðisbrot en það mál var í sumar fellt niður af héraðssaksóknara. Alfreð, sem byrjaður er að spila með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, snýr sömuleiðis aftur eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Guðlaugur Victor Pálsson snýr jafnframt aftur í landsliðið sem og Elías Rafn Ólafsson markvörður sem var meiddur þegar síðustu landsleikir voru spilaðir í júní. Í hópnum eru hins vegar ekki leikmenn á borð við Albert Guðmundsson og Brynjar Inga Bjarnason. Arnar sagði á blaðamannafundi í dag að til hefði staðið að Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason yrðu einnig í landsliðshópnum en að Jóhann hefði meiðst lítillega í kálfa rétt áður en hópurinn var valinn og Sverrir ekki gefið kost á sér vegna veikinda í fjölskyldunni. Arnór Ingvi Traustason, sem flutti til Svíþjóðar frá Bandaríkjunum í sumar, gaf ekki heldur kost á sér. Leikmannahópur Íslands: Markmenn: Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 17 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 10 leikir Hjörtur Hermannsson - Pisa - 25 leikir, 1 mark Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 41 leikur, 2 mörk Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 7 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 29 leikir, 1 mark Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 97 leikir, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 3 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 13 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 12 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 12 leikir, 1 mark Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 110 leikir, 15 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 14 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 14 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 21 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 6 leikir Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 21 leikur, 2 mörk Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 61 leikur, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 9 leikir, 2 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Í Þjóðadeildinni þarf Ísland að treysta á að Ísrael vinni ekki Albaníu 24. september og þá verður leikur Íslands og Albaníu úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins sem liðin leika í, í B-deild. Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson hefur nú valið þá leikmenn sem eiga að mæta Venesúela í vináttulandsleik 22. september og Albaníu í mögulega afar mikilvægum lokaleik í Þjóðadeildinni fimm dögum síðar. Aron snýr aftur eftir að hafa ekki verið valinn síðasta árið vegna ásakana um kynferðisbrot en það mál var í sumar fellt niður af héraðssaksóknara. Alfreð, sem byrjaður er að spila með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, snýr sömuleiðis aftur eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Guðlaugur Victor Pálsson snýr jafnframt aftur í landsliðið sem og Elías Rafn Ólafsson markvörður sem var meiddur þegar síðustu landsleikir voru spilaðir í júní. Í hópnum eru hins vegar ekki leikmenn á borð við Albert Guðmundsson og Brynjar Inga Bjarnason. Arnar sagði á blaðamannafundi í dag að til hefði staðið að Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason yrðu einnig í landsliðshópnum en að Jóhann hefði meiðst lítillega í kálfa rétt áður en hópurinn var valinn og Sverrir ekki gefið kost á sér vegna veikinda í fjölskyldunni. Arnór Ingvi Traustason, sem flutti til Svíþjóðar frá Bandaríkjunum í sumar, gaf ekki heldur kost á sér. Leikmannahópur Íslands: Markmenn: Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 17 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 10 leikir Hjörtur Hermannsson - Pisa - 25 leikir, 1 mark Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 41 leikur, 2 mörk Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 7 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 29 leikir, 1 mark Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 97 leikir, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 3 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 13 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 12 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 12 leikir, 1 mark Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 110 leikir, 15 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 14 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 14 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 21 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 6 leikir Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 21 leikur, 2 mörk Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 61 leikur, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 9 leikir, 2 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Í Þjóðadeildinni þarf Ísland að treysta á að Ísrael vinni ekki Albaníu 24. september og þá verður leikur Íslands og Albaníu úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins sem liðin leika í, í B-deild. Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Sjá meira