Aftur handtekin í tengslum við árásina á liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 15:16 Aminata Diallo á æfingu með PSG síðasta vetur. Hún hefur nú lagt skóna á hilluna. Getty/Aurelien Meunier Knattspyrnukonan Aminata Diallo hefur á ný verið handtekinn og sett í gæsluvarðhald vegna rannsóknar frönsku lögreglunnar á árásinni á Kheiru Hamraoui, liðsfélaga Diallo hjá PSG. Lögregla reynir enn að komast að því hverjir stóðu á bakvið árásina á Hamraoui þann 4. nóvember í fyrra. Hún hafði fengið far heim af veitingastað með Diallo en grímuklæddir menn stöðvuðu bifreiðina, drógu Hamraoui út og slógu hana með barefli. Þeir virtust leggja sérstaka áherslu á að skaða fætur Hamraoui sem hlaut skurði og fleiri áverka. Diallo var handtekin viku eftir árásina og sætti þá gæsluvarðhaldi í 36 klukkustundir en var svo sleppt. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Diallo var svo aftur handtekin nú í morgun af lögreglunni í Versölum, í nágrenni Parísar, og hvorki hún né lögfræðingur hennar hafa tjáð sig um málið opinberlega eftir það. Bíómyndamál sem teygir anga sína víðar Mikið hefur verið fjallað um málið og segir New York Times kvikmyndagerðarmenn hafa leitað til þeirra Diallo og Hamraoui með það í huga að gera bíómynd um málið. Það hafi þeir gert með það í huga að mögulega hafi Diallo viljað að árásin yrði gerð, í von um að fá að spila meira fyrir PSG þar sem hún átti í samkeppni við Hamraoui um stöðu í liðinu. Inn í málið fléttast svo einnig hjónaskilnaður Erics og Hayet Abidal en Eric, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands og leikmaður Barcelona, mun hafa viðurkennt fyrir konu sinni að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Við rannsókn á árásinni á Hamraoui fannst nefnilega símakort sem var í eigu Erics Abidal. Auk þess að handtaka Diallo voru fjórar aðrar handtökur gerðar, samkvæmt yfirlýsingu lögreglu í dag. Hvorug spilar með Berglindi í dag Málið virðist hafa eyðilagt knattspyrnuferla bæði Diallo, sem er 27 ára, og Hamraoui, sem er 32 ára. Hvorug þeirra hefur verið að spila með Berglindi Björg Þorvaldsdóttur og öðrum liðsfélögum PSG í byrjun tímabilsins. Diallo lagði skóna á hilluna í sumar en Hamraoui á í deilum við PSG sem hefur ekki leyft henni að spila, samkvæmt frétt New York Times. Þá var hvorug þeirra valin í franska landsliðið fyrir EM í sumar. Fótbolti Franski boltinn Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Lögregla reynir enn að komast að því hverjir stóðu á bakvið árásina á Hamraoui þann 4. nóvember í fyrra. Hún hafði fengið far heim af veitingastað með Diallo en grímuklæddir menn stöðvuðu bifreiðina, drógu Hamraoui út og slógu hana með barefli. Þeir virtust leggja sérstaka áherslu á að skaða fætur Hamraoui sem hlaut skurði og fleiri áverka. Diallo var handtekin viku eftir árásina og sætti þá gæsluvarðhaldi í 36 klukkustundir en var svo sleppt. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Diallo var svo aftur handtekin nú í morgun af lögreglunni í Versölum, í nágrenni Parísar, og hvorki hún né lögfræðingur hennar hafa tjáð sig um málið opinberlega eftir það. Bíómyndamál sem teygir anga sína víðar Mikið hefur verið fjallað um málið og segir New York Times kvikmyndagerðarmenn hafa leitað til þeirra Diallo og Hamraoui með það í huga að gera bíómynd um málið. Það hafi þeir gert með það í huga að mögulega hafi Diallo viljað að árásin yrði gerð, í von um að fá að spila meira fyrir PSG þar sem hún átti í samkeppni við Hamraoui um stöðu í liðinu. Inn í málið fléttast svo einnig hjónaskilnaður Erics og Hayet Abidal en Eric, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands og leikmaður Barcelona, mun hafa viðurkennt fyrir konu sinni að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Við rannsókn á árásinni á Hamraoui fannst nefnilega símakort sem var í eigu Erics Abidal. Auk þess að handtaka Diallo voru fjórar aðrar handtökur gerðar, samkvæmt yfirlýsingu lögreglu í dag. Hvorug spilar með Berglindi í dag Málið virðist hafa eyðilagt knattspyrnuferla bæði Diallo, sem er 27 ára, og Hamraoui, sem er 32 ára. Hvorug þeirra hefur verið að spila með Berglindi Björg Þorvaldsdóttur og öðrum liðsfélögum PSG í byrjun tímabilsins. Diallo lagði skóna á hilluna í sumar en Hamraoui á í deilum við PSG sem hefur ekki leyft henni að spila, samkvæmt frétt New York Times. Þá var hvorug þeirra valin í franska landsliðið fyrir EM í sumar.
Fótbolti Franski boltinn Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira