Í tilkynningu segir að María sé með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hafi yfir tuttugu ára reynslu í fjármála- og aðfangastjórnun hjá ýmsum fyrirtækjum, í flutningastarfsemi, heildsölu, hugbúnaðarþróun og framleiðslu.
„Áður en hún kom til Héðins 2020 sinnti hún, frá árinu 2009, starfi fjármálastjóra og aðfangakeðjustjóra fyrir alþjóðlega fyrirtækið Cavotec Group í Noregi, Þýskalandi og Hollandi. Cavotec er með höfuðstöðvar í Sviss og starfstöðvar í 30 löndum.
HPP próteinverksmiðjan er íslenskt nýsköpunarverkefni sem var í þróun hjá Héðni í um fimmtán ár og sprettur beint upp úr langri reynslu fyrirtækisins í íslenskum sjávarútvegi. HPP framleiðir verksmiðjur sem vinna hágæða prótein og olíur úr hvítfiski, uppsjávarfiski, laxfiskum og skeldýrum. Þær hafa verið seldar til útgerða og landvinnsla á íslandi, í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Færeyjum, Englandi, Finnlandi, Frakklands og Noregi,“ segir í tilkynningunni.
HPP Solutions varð sjálfstætt dótturfélag Héðins um síðustu áramót en er nú orðið sjálfstætt félag að fullu leyti.