Segir að hverfið sitt hafi gleymst Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. september 2022 08:01 Mörghundruð íbúar í Hlíðunum hafa skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að sinna hverfinu þeirra betur. Aðalgatan í hverfinu er sögð þurfa allsherjaryfirhalningu til að standa undir nafni sem borgargata. Íbúarnir vilja hverfastemingu, til dæmis eins og í Vesturbæ eða Laugardal. Íbúar í Hlíðunum eru óánægðir með ástandið í Lönguhlíð og segja að hún eigi að vera borgargata eins og þar segir en eins og er stendur hún ekki undir nafni. Íbúar Hlíðanna að Norðurmýri meðtalinni eru um 13.000 en þegar þetta er skrifað hafa tæp 600 skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að gera meira fyrir hverfið. „Við, íbúar Hlíða krefjumst þess að að borgaryfirvöld fari að sinna Lönguhlíð.“ Þannig hefst yfirlýsing á vef undirskriftarsöfnunarinnar. Langahlíð er miðja hverfisins - en hún er sögð án teljandi möguleika fyrir rekstraraðila sem vilja auka þjónustu hverfisins, segir í yfirlýsingunni. Íbúar hittust á fundi fyrir utan kjörbúðina í hverfinu í dag og Jökull Sólberg Auðunsson íbúi í Hlíðunum óskar eftir aðgerðum. „Það var svona samhljómur í fólki að okkur líður svolítið eins og gatan okkar hafi orðið aðeins út undan. Við erum með fyrstu hjólastíga Reykjavíkur sem eru orðir ansi úreltir í hönnun. Fólk er með kaffihús efst á óskalistanum og kannski eitt og annað,“ segir Jökull. Langahlíðin miðjan í hverfinu Fjöldi rýma í hverfinu sem eiga að vera verslanir eru notuð undir íbúðarhúsnæði. Borgaryfirvöld eigi að þrýsta á að þetta sé notað undir verslun. Hámarkshraði í Lönguhlíð er 50 kílómetra hraði, sem er of hár að sögn íbúanna - hann ætti í mesta lagi að vera 30. „Langahlíð er miðjan í hverfinu og við horfum til Vesturbæjar og annarra hverfa sem hafa fengið kaffihús. Og við erum bara öfundsjúk út í þau hverfi,“ segir Jökull. Nú hafa Hlíðarnar Krambúðina, nokkrar hárgreiðslustofur og lengra frá Suðurver. Auk kaffihússins vilja þeir veitingastaði, fisksala, bókabúðir, fleiri kjörbúðir og almennt meira borgarlíf. Þarf ekki bara einhver að taka þetta að sér og fara í rekstur? „Jú, eflaust. Við erum með fólk sem hefur skrifað undir á listanum og hefur reynt mjög mikið en miklu húsnæði hefur verið breytt í leiguíbúðir og þau hafa rekist á ákveðna veggi. Þannig að ég held að það sé kominn tími á að fá borgina með okkur í lið í þessu,“ segir Jökull. Skipulag Reykjavík Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Íbúar í Hlíðunum eru óánægðir með ástandið í Lönguhlíð og segja að hún eigi að vera borgargata eins og þar segir en eins og er stendur hún ekki undir nafni. Íbúar Hlíðanna að Norðurmýri meðtalinni eru um 13.000 en þegar þetta er skrifað hafa tæp 600 skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að gera meira fyrir hverfið. „Við, íbúar Hlíða krefjumst þess að að borgaryfirvöld fari að sinna Lönguhlíð.“ Þannig hefst yfirlýsing á vef undirskriftarsöfnunarinnar. Langahlíð er miðja hverfisins - en hún er sögð án teljandi möguleika fyrir rekstraraðila sem vilja auka þjónustu hverfisins, segir í yfirlýsingunni. Íbúar hittust á fundi fyrir utan kjörbúðina í hverfinu í dag og Jökull Sólberg Auðunsson íbúi í Hlíðunum óskar eftir aðgerðum. „Það var svona samhljómur í fólki að okkur líður svolítið eins og gatan okkar hafi orðið aðeins út undan. Við erum með fyrstu hjólastíga Reykjavíkur sem eru orðir ansi úreltir í hönnun. Fólk er með kaffihús efst á óskalistanum og kannski eitt og annað,“ segir Jökull. Langahlíðin miðjan í hverfinu Fjöldi rýma í hverfinu sem eiga að vera verslanir eru notuð undir íbúðarhúsnæði. Borgaryfirvöld eigi að þrýsta á að þetta sé notað undir verslun. Hámarkshraði í Lönguhlíð er 50 kílómetra hraði, sem er of hár að sögn íbúanna - hann ætti í mesta lagi að vera 30. „Langahlíð er miðjan í hverfinu og við horfum til Vesturbæjar og annarra hverfa sem hafa fengið kaffihús. Og við erum bara öfundsjúk út í þau hverfi,“ segir Jökull. Nú hafa Hlíðarnar Krambúðina, nokkrar hárgreiðslustofur og lengra frá Suðurver. Auk kaffihússins vilja þeir veitingastaði, fisksala, bókabúðir, fleiri kjörbúðir og almennt meira borgarlíf. Þarf ekki bara einhver að taka þetta að sér og fara í rekstur? „Jú, eflaust. Við erum með fólk sem hefur skrifað undir á listanum og hefur reynt mjög mikið en miklu húsnæði hefur verið breytt í leiguíbúðir og þau hafa rekist á ákveðna veggi. Þannig að ég held að það sé kominn tími á að fá borgina með okkur í lið í þessu,“ segir Jökull.
Skipulag Reykjavík Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira