Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2022 10:29 Athöfnin mun fara fram á ensku. Vísir/Vilhelm Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. Það eru Biskupsstofa, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Hallgrímskirkja sem standa fyrir athöfninni, sem fer fram klukkan átta að kvöldi sunnudagsins 18. september, í Hallgrímskirkju. Í tilkynningu um athöfnina segir að sérstök tengsl séu á milli kirkjunnar og Ensku biskupakirkjunnar. „Í Hallgrímskirkju hafa enskir jólasöngvar verið sungnir ár hvert síðan skömmu eftir að kórkjallari kirkjunnar var vígður. Í kirkjunni hafa anglíkanskar messur verið haldnar af og til með stuttum hléum, en samfellt frá árinu 2001 einu sinni í mánuði,“ segir þá í tilkynningunni. Uppáhalds sálmar Elísabetar Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, mun leika á orgel og söngfólk úr Kór Hallgrímskirkju mun syngja undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Þrír prestar koma til með að þjóna við athöfnina, þau sr. Bjarni Þór Bjarnason, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Fólki mun bjóðast að tendra ljós inni í kirkjunni, til minningar um drottninguna. Athöfnin fer fram á ensku, en sálmarnir sem sungnir verða eiga það sammerkt að hafa verið uppáhalds sálmar Elísabetar drottningar. Sendiherra Bretlands á Íslandi, Bryony Mathew, mun sækja athöfnina. „Allir eru hjartanlega velkomnir í Hallgrímskirkju þetta sunnudagskvöld,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Reykjavík Hallgrímskirkja Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Katrín og Meghan heiðruðu drottninguna í minningarathöfninni Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær. 15. september 2022 07:51 Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 15. september 2022 06:59 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Það eru Biskupsstofa, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Hallgrímskirkja sem standa fyrir athöfninni, sem fer fram klukkan átta að kvöldi sunnudagsins 18. september, í Hallgrímskirkju. Í tilkynningu um athöfnina segir að sérstök tengsl séu á milli kirkjunnar og Ensku biskupakirkjunnar. „Í Hallgrímskirkju hafa enskir jólasöngvar verið sungnir ár hvert síðan skömmu eftir að kórkjallari kirkjunnar var vígður. Í kirkjunni hafa anglíkanskar messur verið haldnar af og til með stuttum hléum, en samfellt frá árinu 2001 einu sinni í mánuði,“ segir þá í tilkynningunni. Uppáhalds sálmar Elísabetar Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, mun leika á orgel og söngfólk úr Kór Hallgrímskirkju mun syngja undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Þrír prestar koma til með að þjóna við athöfnina, þau sr. Bjarni Þór Bjarnason, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Fólki mun bjóðast að tendra ljós inni í kirkjunni, til minningar um drottninguna. Athöfnin fer fram á ensku, en sálmarnir sem sungnir verða eiga það sammerkt að hafa verið uppáhalds sálmar Elísabetar drottningar. Sendiherra Bretlands á Íslandi, Bryony Mathew, mun sækja athöfnina. „Allir eru hjartanlega velkomnir í Hallgrímskirkju þetta sunnudagskvöld,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Reykjavík Hallgrímskirkja Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Katrín og Meghan heiðruðu drottninguna í minningarathöfninni Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær. 15. september 2022 07:51 Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 15. september 2022 06:59 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Katrín og Meghan heiðruðu drottninguna í minningarathöfninni Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær. 15. september 2022 07:51
Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 15. september 2022 06:59
Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30