Gamla bandið gæti snúið aftur í landsliðið Atli Arason skrifar 15. september 2022 07:01 Aron Einar Gunnarsson gæti mögulega snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta í næsta landsleikjaglugga. Getty Leikmannahópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næsta landsliðsglugga verður tilkynntur föstudaginn 16. september. Í þeim glugga mun Ísland mæta Venesúela í vináttulandsleik þann 22. september áður en liðið leikur við Albaníu í lokaumferð Þjóðadeildarinnar þann 27. september. Samkvæmt heimildum Fotbolti.net eru líkur á því að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, velji þá Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson, stjörnurnar úr gamla bandinu, aftur í landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru. Aron Einar var settur til hliðar þegar hann kom til rannsóknar fyrir meint kynferðisafbrot en þeirri rannsókn er nú formlega lokið. Samkvæmt reglugerð KSÍ eru þeim einstaklingum með mál til meðferðar hjá rannsóknar- og/eða ákæruvaldi gert að stíga tímabundið til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan rannsókn stendur yfir. Því hefur Aron ekkert leikið með landsliðinu síðan 8. júní 2021, þegar íslenska landsliðið gerði 2-2 jafntefli gegn Pólverjum. Á þessu tímabili hefur Aron spilað alla sjö leikina á tímabilinu með Al-Arabi í Katar og ætti því að vera í ágætis leikformi. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta landsleik fyrir Ísland þann 8. september árið 2021, í 0-4 tapinu gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli. Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli síðastliðið ár en er að koma til baka og hefur leikið fjóra leiki á þessu tímabili með Burnley á Englandi. Alfreð Finnbogason hefur ekki leikið með landsliðinu síðan 15. nóvember 2020, þegar Ísland tapaði 2-1 gegn Danmörku ytra. Alfreð hefur eins og Jóhann ekki gefið kost á sér með landsliðinu að undanförnu en Alfreð er búinn að vera að ná sér eftir erfið meiðsli. Alfreð spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með sínu nýja liði um helgina, þegar hann lék í 1-1 jafntefli Lyngby gegn Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Guðlaugur Victor Pálsson gæti einnig snúið aftur í landsliðshópinn en Guðlaugur Victor hefur ekki spilað með landsliðinu síðan Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu þann 8 október 2021. Guðlaugur skipti yfir til DC United í sumar og hefur verið í byrjunarliði liðsins í síðustu átta leikjum í röð. Fjórmenningarnir eru því allir heilir heilsu og í fínu leikformi. Hvort Arnar Þór Viðarsson velur þá á annað í borð landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru mun hins vegar koma í ljós á föstudaginn næsta. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08 Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08 Niðurfelling staðfest á kynferðisbrotamálinu frá 2010 Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni. 25. ágúst 2022 15:12 Arnari frjálst að velja Aron Einar Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð. 26. ágúst 2022 11:16 Freyr segir nýja leikmenn Lyngby koma úr hæstu hillu Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, er einkar ánægður með leikmennina sem liðið sótti í lok félagaskiptagluggans. Þar á meðal var landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason. 4. september 2022 12:31 Alfreð og Sævar byrjuðu báðir í jafntefli við Álaborg Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon spiluðu í fyrsta skipti saman í framlínu Lyngby í 1-1 jafntefli gegn AaB Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Alfreð spilaði 60 mínútur en Sævar lék allan leikinn. 11. september 2022 14:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fotbolti.net eru líkur á því að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, velji þá Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson, stjörnurnar úr gamla bandinu, aftur í landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru. Aron Einar var settur til hliðar þegar hann kom til rannsóknar fyrir meint kynferðisafbrot en þeirri rannsókn er nú formlega lokið. Samkvæmt reglugerð KSÍ eru þeim einstaklingum með mál til meðferðar hjá rannsóknar- og/eða ákæruvaldi gert að stíga tímabundið til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan rannsókn stendur yfir. Því hefur Aron ekkert leikið með landsliðinu síðan 8. júní 2021, þegar íslenska landsliðið gerði 2-2 jafntefli gegn Pólverjum. Á þessu tímabili hefur Aron spilað alla sjö leikina á tímabilinu með Al-Arabi í Katar og ætti því að vera í ágætis leikformi. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta landsleik fyrir Ísland þann 8. september árið 2021, í 0-4 tapinu gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli. Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli síðastliðið ár en er að koma til baka og hefur leikið fjóra leiki á þessu tímabili með Burnley á Englandi. Alfreð Finnbogason hefur ekki leikið með landsliðinu síðan 15. nóvember 2020, þegar Ísland tapaði 2-1 gegn Danmörku ytra. Alfreð hefur eins og Jóhann ekki gefið kost á sér með landsliðinu að undanförnu en Alfreð er búinn að vera að ná sér eftir erfið meiðsli. Alfreð spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með sínu nýja liði um helgina, þegar hann lék í 1-1 jafntefli Lyngby gegn Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Guðlaugur Victor Pálsson gæti einnig snúið aftur í landsliðshópinn en Guðlaugur Victor hefur ekki spilað með landsliðinu síðan Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu þann 8 október 2021. Guðlaugur skipti yfir til DC United í sumar og hefur verið í byrjunarliði liðsins í síðustu átta leikjum í röð. Fjórmenningarnir eru því allir heilir heilsu og í fínu leikformi. Hvort Arnar Þór Viðarsson velur þá á annað í borð landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru mun hins vegar koma í ljós á föstudaginn næsta.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08 Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08 Niðurfelling staðfest á kynferðisbrotamálinu frá 2010 Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni. 25. ágúst 2022 15:12 Arnari frjálst að velja Aron Einar Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð. 26. ágúst 2022 11:16 Freyr segir nýja leikmenn Lyngby koma úr hæstu hillu Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, er einkar ánægður með leikmennina sem liðið sótti í lok félagaskiptagluggans. Þar á meðal var landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason. 4. september 2022 12:31 Alfreð og Sævar byrjuðu báðir í jafntefli við Álaborg Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon spiluðu í fyrsta skipti saman í framlínu Lyngby í 1-1 jafntefli gegn AaB Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Alfreð spilaði 60 mínútur en Sævar lék allan leikinn. 11. september 2022 14:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08
Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08
Niðurfelling staðfest á kynferðisbrotamálinu frá 2010 Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni. 25. ágúst 2022 15:12
Arnari frjálst að velja Aron Einar Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð. 26. ágúst 2022 11:16
Freyr segir nýja leikmenn Lyngby koma úr hæstu hillu Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, er einkar ánægður með leikmennina sem liðið sótti í lok félagaskiptagluggans. Þar á meðal var landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason. 4. september 2022 12:31
Alfreð og Sævar byrjuðu báðir í jafntefli við Álaborg Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon spiluðu í fyrsta skipti saman í framlínu Lyngby í 1-1 jafntefli gegn AaB Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Alfreð spilaði 60 mínútur en Sævar lék allan leikinn. 11. september 2022 14:30