Gamla bandið gæti snúið aftur í landsliðið Atli Arason skrifar 15. september 2022 07:01 Aron Einar Gunnarsson gæti mögulega snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta í næsta landsleikjaglugga. Getty Leikmannahópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næsta landsliðsglugga verður tilkynntur föstudaginn 16. september. Í þeim glugga mun Ísland mæta Venesúela í vináttulandsleik þann 22. september áður en liðið leikur við Albaníu í lokaumferð Þjóðadeildarinnar þann 27. september. Samkvæmt heimildum Fotbolti.net eru líkur á því að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, velji þá Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson, stjörnurnar úr gamla bandinu, aftur í landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru. Aron Einar var settur til hliðar þegar hann kom til rannsóknar fyrir meint kynferðisafbrot en þeirri rannsókn er nú formlega lokið. Samkvæmt reglugerð KSÍ eru þeim einstaklingum með mál til meðferðar hjá rannsóknar- og/eða ákæruvaldi gert að stíga tímabundið til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan rannsókn stendur yfir. Því hefur Aron ekkert leikið með landsliðinu síðan 8. júní 2021, þegar íslenska landsliðið gerði 2-2 jafntefli gegn Pólverjum. Á þessu tímabili hefur Aron spilað alla sjö leikina á tímabilinu með Al-Arabi í Katar og ætti því að vera í ágætis leikformi. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta landsleik fyrir Ísland þann 8. september árið 2021, í 0-4 tapinu gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli. Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli síðastliðið ár en er að koma til baka og hefur leikið fjóra leiki á þessu tímabili með Burnley á Englandi. Alfreð Finnbogason hefur ekki leikið með landsliðinu síðan 15. nóvember 2020, þegar Ísland tapaði 2-1 gegn Danmörku ytra. Alfreð hefur eins og Jóhann ekki gefið kost á sér með landsliðinu að undanförnu en Alfreð er búinn að vera að ná sér eftir erfið meiðsli. Alfreð spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með sínu nýja liði um helgina, þegar hann lék í 1-1 jafntefli Lyngby gegn Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Guðlaugur Victor Pálsson gæti einnig snúið aftur í landsliðshópinn en Guðlaugur Victor hefur ekki spilað með landsliðinu síðan Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu þann 8 október 2021. Guðlaugur skipti yfir til DC United í sumar og hefur verið í byrjunarliði liðsins í síðustu átta leikjum í röð. Fjórmenningarnir eru því allir heilir heilsu og í fínu leikformi. Hvort Arnar Þór Viðarsson velur þá á annað í borð landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru mun hins vegar koma í ljós á föstudaginn næsta. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08 Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08 Niðurfelling staðfest á kynferðisbrotamálinu frá 2010 Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni. 25. ágúst 2022 15:12 Arnari frjálst að velja Aron Einar Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð. 26. ágúst 2022 11:16 Freyr segir nýja leikmenn Lyngby koma úr hæstu hillu Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, er einkar ánægður með leikmennina sem liðið sótti í lok félagaskiptagluggans. Þar á meðal var landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason. 4. september 2022 12:31 Alfreð og Sævar byrjuðu báðir í jafntefli við Álaborg Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon spiluðu í fyrsta skipti saman í framlínu Lyngby í 1-1 jafntefli gegn AaB Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Alfreð spilaði 60 mínútur en Sævar lék allan leikinn. 11. september 2022 14:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fotbolti.net eru líkur á því að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, velji þá Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson, stjörnurnar úr gamla bandinu, aftur í landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru. Aron Einar var settur til hliðar þegar hann kom til rannsóknar fyrir meint kynferðisafbrot en þeirri rannsókn er nú formlega lokið. Samkvæmt reglugerð KSÍ eru þeim einstaklingum með mál til meðferðar hjá rannsóknar- og/eða ákæruvaldi gert að stíga tímabundið til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan rannsókn stendur yfir. Því hefur Aron ekkert leikið með landsliðinu síðan 8. júní 2021, þegar íslenska landsliðið gerði 2-2 jafntefli gegn Pólverjum. Á þessu tímabili hefur Aron spilað alla sjö leikina á tímabilinu með Al-Arabi í Katar og ætti því að vera í ágætis leikformi. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta landsleik fyrir Ísland þann 8. september árið 2021, í 0-4 tapinu gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli. Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli síðastliðið ár en er að koma til baka og hefur leikið fjóra leiki á þessu tímabili með Burnley á Englandi. Alfreð Finnbogason hefur ekki leikið með landsliðinu síðan 15. nóvember 2020, þegar Ísland tapaði 2-1 gegn Danmörku ytra. Alfreð hefur eins og Jóhann ekki gefið kost á sér með landsliðinu að undanförnu en Alfreð er búinn að vera að ná sér eftir erfið meiðsli. Alfreð spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með sínu nýja liði um helgina, þegar hann lék í 1-1 jafntefli Lyngby gegn Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Guðlaugur Victor Pálsson gæti einnig snúið aftur í landsliðshópinn en Guðlaugur Victor hefur ekki spilað með landsliðinu síðan Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu þann 8 október 2021. Guðlaugur skipti yfir til DC United í sumar og hefur verið í byrjunarliði liðsins í síðustu átta leikjum í röð. Fjórmenningarnir eru því allir heilir heilsu og í fínu leikformi. Hvort Arnar Þór Viðarsson velur þá á annað í borð landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru mun hins vegar koma í ljós á föstudaginn næsta.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08 Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08 Niðurfelling staðfest á kynferðisbrotamálinu frá 2010 Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni. 25. ágúst 2022 15:12 Arnari frjálst að velja Aron Einar Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð. 26. ágúst 2022 11:16 Freyr segir nýja leikmenn Lyngby koma úr hæstu hillu Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, er einkar ánægður með leikmennina sem liðið sótti í lok félagaskiptagluggans. Þar á meðal var landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason. 4. september 2022 12:31 Alfreð og Sævar byrjuðu báðir í jafntefli við Álaborg Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon spiluðu í fyrsta skipti saman í framlínu Lyngby í 1-1 jafntefli gegn AaB Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Alfreð spilaði 60 mínútur en Sævar lék allan leikinn. 11. september 2022 14:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08
Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08
Niðurfelling staðfest á kynferðisbrotamálinu frá 2010 Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni. 25. ágúst 2022 15:12
Arnari frjálst að velja Aron Einar Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð. 26. ágúst 2022 11:16
Freyr segir nýja leikmenn Lyngby koma úr hæstu hillu Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, er einkar ánægður með leikmennina sem liðið sótti í lok félagaskiptagluggans. Þar á meðal var landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason. 4. september 2022 12:31
Alfreð og Sævar byrjuðu báðir í jafntefli við Álaborg Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon spiluðu í fyrsta skipti saman í framlínu Lyngby í 1-1 jafntefli gegn AaB Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Alfreð spilaði 60 mínútur en Sævar lék allan leikinn. 11. september 2022 14:30