Innherji á Vísi færður fyrir aftan greiðsluvegg Tinni Sveinsson skrifar 15. september 2022 07:01 Innherji býður lesendum sínum upp á dýpri umfjöllun um viðskipti og efnahagsmál. vísir Frá og með deginum í dag verður viðskiptamiðillinn Innherji á Vísi í áskrift og færður fyrir aftan greiðsluvegg. Samhliða þessu er ný innskráning á Vísi kynnt til leiks þar sem notast er við rafræn skilríki. Þegar fram líða stundir verður ýmis önnur þjónusta í boði fyrir innskráða lesendur. Innherji hóf göngu sína á Vísi fyrir tæpu ári síðan. Á síðum miðilsins er boðið upp á leiðandi umfjöllun um viðskiptalífið og efnahagsmál frá þrautreyndum viðskiptablaðamönnum. Innherji verður í boði án endurgjalds til 1. nóvember. Eftir það verður mánaðaráskrift á 2.490 krónur og ársáskrift á 1.658 krónur á mánuði. Fyrirtæki geta keypt áskrift fyrir starfsmenn sína með því að hafa samband í netfangið askrift@visir.is. Hægt er að virkja áskrift að Innherja hér. Þórður Gunnarsson viðskiptablaðamaður. Þórður bætist við ritstjórnina Ritstjórn Innherja samanstendur af Herði Ægissyni ritstjóra, Þorsteini Friðriki Halldórssyni blaðamanni og Þórði Gunnarssyni blaðamanni, sem bættist í hópinn nú í mánuðinum. Þórður mun meðal annars leiða gerð viðtals- og umræðuþátta um viðskipti á vettvangi Innherja. Hann er hagfræðingur að mennt og hefur unnið á viðskiptaritstjórnum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Viðskiptablaðsins auk þess að hafa starfað hjá forverum Kviku banka. Þá var hann sérfræðingur hjá Standard & Poor´s Global í London um nokkurra ára skeið við greiningar á alþjóðlegum orku- og hrávörumörkuðum. Nýjungar á Innherja Fleiri nýjungar eru í farvatninu hjá Innherja samhliða því að nýtt útlit á miðlinum verður kynnt. Á næstu vikum fer af stað samstarfsverkefni með Kviku eignastýringu sem nefnist Fjóla fjárfestir þar sem fylgst verður með tilbúnum fjárfesti sem spreytir sig á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þá verða einnig á næstunni settar í loftið rauntímaupplýsingar yfir íslensk félög á markaði og nýju hlaðvarpi hleypt af stokkunum. Fjölmiðlar Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Innherji hóf göngu sína á Vísi fyrir tæpu ári síðan. Á síðum miðilsins er boðið upp á leiðandi umfjöllun um viðskiptalífið og efnahagsmál frá þrautreyndum viðskiptablaðamönnum. Innherji verður í boði án endurgjalds til 1. nóvember. Eftir það verður mánaðaráskrift á 2.490 krónur og ársáskrift á 1.658 krónur á mánuði. Fyrirtæki geta keypt áskrift fyrir starfsmenn sína með því að hafa samband í netfangið askrift@visir.is. Hægt er að virkja áskrift að Innherja hér. Þórður Gunnarsson viðskiptablaðamaður. Þórður bætist við ritstjórnina Ritstjórn Innherja samanstendur af Herði Ægissyni ritstjóra, Þorsteini Friðriki Halldórssyni blaðamanni og Þórði Gunnarssyni blaðamanni, sem bættist í hópinn nú í mánuðinum. Þórður mun meðal annars leiða gerð viðtals- og umræðuþátta um viðskipti á vettvangi Innherja. Hann er hagfræðingur að mennt og hefur unnið á viðskiptaritstjórnum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Viðskiptablaðsins auk þess að hafa starfað hjá forverum Kviku banka. Þá var hann sérfræðingur hjá Standard & Poor´s Global í London um nokkurra ára skeið við greiningar á alþjóðlegum orku- og hrávörumörkuðum. Nýjungar á Innherja Fleiri nýjungar eru í farvatninu hjá Innherja samhliða því að nýtt útlit á miðlinum verður kynnt. Á næstu vikum fer af stað samstarfsverkefni með Kviku eignastýringu sem nefnist Fjóla fjárfestir þar sem fylgst verður með tilbúnum fjárfesti sem spreytir sig á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þá verða einnig á næstunni settar í loftið rauntímaupplýsingar yfir íslensk félög á markaði og nýju hlaðvarpi hleypt af stokkunum.
Fjölmiðlar Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent