Í tilkynningu segir að Kristín Helga hafi víðtæka alþjóðlega reynslu en hún hafi meðal annars starfað á Indlandi og í Tékklandi. Þá starfaði hún sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs frá 2013 til 2014.
„Kristín er með M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Columbia-háskóla í New York og B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.