Rannsakandinn í máli Bill Clinton er látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2022 07:36 Óháði rannsakandinn Kenneth Starr heldur á rannsóknarskýrslu sinni þegar hann mætti fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings árið 1998. AP Bandaríski lögmaðurinn Kenneth Starr, sem fór fyrir rannsókninni sem leiddi til ákæruferlis á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta á árunum 1994 til 1998, er látinn, 76 ára að aldri. Fjölskylda Starr staðfesti andlátið í gær, en hann lést á sjúkrahúsi í Houston í Texas þar sem hann hafði nýverið gengist undir aðgerð. Starr starfaði á árunum áður sem dómari og aðstoðardómsmálaráðherra, en var árið 1994 fenginn til að fara með hlutverk óháðs rannsakanda til að rannsaka Whitewater-málið sem sneri að fasteignaviðskiptum forsetahjónanna Bill og Hillary Clinton á níunda áratugnum. Sem óháður rannsakandi var Starr með víðtækar rannsóknarheimildir og fór rannsóknin fljótlega að snúast að langstærstum hluta um kynferðislegt samband forsetans og Monica Lewinsky, ungs starfsnema í Hvíta húsinu, og þá hvort að forsetinn hafi logið eiðsvarinn til um sambandið og hindrað framgang réttvísinnar. Breaking News: Ken Starr, the independent counsel whose investigation uncovered Bill Clinton s affair with a White House intern and led to his impeachment for lying under oath and obstructing justice, died on Tuesday. He was 76. https://t.co/YvSye42t0k— The New York Times (@nytimes) September 13, 2022 Rannsóknin leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað að ákæra Clinton til embættismissis, en forsetinn var síðar sýknaður í öldungadeild þingsins. Neitaði að biðja Lewinsky afsökunar Starr gaf árið 2018 út metsölubókina Contempt: A Memoir of the Clinton Investigation, þar sem hann fjallaði um rannsóknina. Monica Lewinsky á fundi í Noregi árið 2015.EPA Í samtali við CBS árið 2018 sagðist Starr harma þann sársauka sem sá hluti rannsóknarinnar sem sneri að Lewinsky hafi valdið mörgum, bandarísku þjóðinni þar með talinni. Hann sagði þó að þetta hafi verið nauðsynlegt og neitaði hann að biðja Lewinsky afsökunar. Lewinsky sjálf sagði í viðtali að Starr og rannsókn hans hafi umbreytt lífi hennar í „helvíti“. Flóknar tilfinningar Lewinsky sagði í tísti í gær að fréttir af dauða Starr vekji flóknar tilfinningar hjá sér, en það sem meira máli skipti sé að dauði hans hljóti að vera þungbær þeim sem elskuðu hann. Starr sneri aftur í kastljós fjölmiðla árið 2020 þegar hann gekk til liðs við verjendateymi Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann var ákærður til embættismissis í kjölfar hinnar svokölluðu Rússarannsóknar. as i m sure many can understand, my thoughts about ken starr bring up complicated feelings but of more importance, is that i imagine it s a painful loss for those who love him.— Monica Lewinsky (she/her) (@MonicaLewinsky) September 13, 2022 Andlát Bandaríkin Bill Clinton Tengdar fréttir Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. 8. apríl 2020 22:29 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Fjölskylda Starr staðfesti andlátið í gær, en hann lést á sjúkrahúsi í Houston í Texas þar sem hann hafði nýverið gengist undir aðgerð. Starr starfaði á árunum áður sem dómari og aðstoðardómsmálaráðherra, en var árið 1994 fenginn til að fara með hlutverk óháðs rannsakanda til að rannsaka Whitewater-málið sem sneri að fasteignaviðskiptum forsetahjónanna Bill og Hillary Clinton á níunda áratugnum. Sem óháður rannsakandi var Starr með víðtækar rannsóknarheimildir og fór rannsóknin fljótlega að snúast að langstærstum hluta um kynferðislegt samband forsetans og Monica Lewinsky, ungs starfsnema í Hvíta húsinu, og þá hvort að forsetinn hafi logið eiðsvarinn til um sambandið og hindrað framgang réttvísinnar. Breaking News: Ken Starr, the independent counsel whose investigation uncovered Bill Clinton s affair with a White House intern and led to his impeachment for lying under oath and obstructing justice, died on Tuesday. He was 76. https://t.co/YvSye42t0k— The New York Times (@nytimes) September 13, 2022 Rannsóknin leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað að ákæra Clinton til embættismissis, en forsetinn var síðar sýknaður í öldungadeild þingsins. Neitaði að biðja Lewinsky afsökunar Starr gaf árið 2018 út metsölubókina Contempt: A Memoir of the Clinton Investigation, þar sem hann fjallaði um rannsóknina. Monica Lewinsky á fundi í Noregi árið 2015.EPA Í samtali við CBS árið 2018 sagðist Starr harma þann sársauka sem sá hluti rannsóknarinnar sem sneri að Lewinsky hafi valdið mörgum, bandarísku þjóðinni þar með talinni. Hann sagði þó að þetta hafi verið nauðsynlegt og neitaði hann að biðja Lewinsky afsökunar. Lewinsky sjálf sagði í viðtali að Starr og rannsókn hans hafi umbreytt lífi hennar í „helvíti“. Flóknar tilfinningar Lewinsky sagði í tísti í gær að fréttir af dauða Starr vekji flóknar tilfinningar hjá sér, en það sem meira máli skipti sé að dauði hans hljóti að vera þungbær þeim sem elskuðu hann. Starr sneri aftur í kastljós fjölmiðla árið 2020 þegar hann gekk til liðs við verjendateymi Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann var ákærður til embættismissis í kjölfar hinnar svokölluðu Rússarannsóknar. as i m sure many can understand, my thoughts about ken starr bring up complicated feelings but of more importance, is that i imagine it s a painful loss for those who love him.— Monica Lewinsky (she/her) (@MonicaLewinsky) September 13, 2022
Andlát Bandaríkin Bill Clinton Tengdar fréttir Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. 8. apríl 2020 22:29 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. 8. apríl 2020 22:29