Íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fækkar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2022 07:30 Íbúðum sem seljast yfir ásettu verði hefur fækkað nokkuð frá því þegar mest var. Vísir/Vilhelm Íbúðum sem seldust yfir ásettu verði fækkaði um tæp tíu prósent á höfuðborgarsvæðinu milli maí og júní. Þrátt fyrir það styttist meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu milli júní og júlí mánaða úr 42,3 dögum í 40,1 dag. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir septembermánuðk. Þar segir að sérstaklega hafi dregist úr því að íbúðir seljist meira en 5 prósentum yfir ásettu verði og sér í lagi meðal íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Í júlí hafi 14,8 prósent íbúða selst svo mikið yfir ásettu verði á meðan hlutfallið var hæst 35,2 prósent í apríl. Þá segir í skýrslunni að í síðustu mánaðarskýrslu hafi verið komið inn á að fasteignamarkaðurinn sýndi fyrstu merki áhrifa hertrar peningastefnu Seðlabankans. Nú séu merki um slíkt orðin skýrari. Íbúðum í sölu hafi fjölgað hratt að undanförnu. Á höfuðborgarsvæðinu séu nú 1.067 íbúðir til sölu en í lok júlí hafi þær verið 700 talsins. Þannig sé um að ræða 52 prósenta aukningu. Þegar minnst hafi verið í byrjun febrúar á þessu ári hafi aðeins 437 íbúðir verið á sölu á svæðinu. Þar að auki hafi kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fækkað nokkuð á milli mánaða, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem voru aðeins 378 útgefnir kaupsamningar í júlí. Fjöldi kaupsamninga í einum mánuði hefur eki verið jafn lítill síðan árið 2013 en um er að ræða bráðabirgðatölur. Fleiri hafa ekki starfað í byggingariðnaði síðan haustið 2008 Fram kemur í skýrslunni að umsvif á byggingarmarkaði virðist í hæstu hæðum um þessar mundir. Velta á markaðnum hafi ekki verið jafn mikil eins og á síðasta veltutímabili, frá maí fram í júní, frá því að mælingar hófust í upphafi árs 2008 ef miðað er við árstíðaleiðréttar tölur á föstu verðlagi, eða 77,5 milljarða króna. Aðrir mælikvarðar gefi einnig til kynna mikil umsvif. Um 15.760 hafi verið starfandi í byggingariðnaði í júlí miðað við árstíðaleiðréttar tölur, sem sé litlu minna en í júní þegar fjöldinn var um 15.800. Fyrir utan júní hafi ekki verið fleiri starfandi í greininni síðan á haustmánuðum 2008. Þá sé mikill fjöldi nýskráðra fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og fjöldi gjaldþrota ekki verið lægri frá upphafi mælinga. Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir septembermánuðk. Þar segir að sérstaklega hafi dregist úr því að íbúðir seljist meira en 5 prósentum yfir ásettu verði og sér í lagi meðal íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Í júlí hafi 14,8 prósent íbúða selst svo mikið yfir ásettu verði á meðan hlutfallið var hæst 35,2 prósent í apríl. Þá segir í skýrslunni að í síðustu mánaðarskýrslu hafi verið komið inn á að fasteignamarkaðurinn sýndi fyrstu merki áhrifa hertrar peningastefnu Seðlabankans. Nú séu merki um slíkt orðin skýrari. Íbúðum í sölu hafi fjölgað hratt að undanförnu. Á höfuðborgarsvæðinu séu nú 1.067 íbúðir til sölu en í lok júlí hafi þær verið 700 talsins. Þannig sé um að ræða 52 prósenta aukningu. Þegar minnst hafi verið í byrjun febrúar á þessu ári hafi aðeins 437 íbúðir verið á sölu á svæðinu. Þar að auki hafi kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fækkað nokkuð á milli mánaða, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem voru aðeins 378 útgefnir kaupsamningar í júlí. Fjöldi kaupsamninga í einum mánuði hefur eki verið jafn lítill síðan árið 2013 en um er að ræða bráðabirgðatölur. Fleiri hafa ekki starfað í byggingariðnaði síðan haustið 2008 Fram kemur í skýrslunni að umsvif á byggingarmarkaði virðist í hæstu hæðum um þessar mundir. Velta á markaðnum hafi ekki verið jafn mikil eins og á síðasta veltutímabili, frá maí fram í júní, frá því að mælingar hófust í upphafi árs 2008 ef miðað er við árstíðaleiðréttar tölur á föstu verðlagi, eða 77,5 milljarða króna. Aðrir mælikvarðar gefi einnig til kynna mikil umsvif. Um 15.760 hafi verið starfandi í byggingariðnaði í júlí miðað við árstíðaleiðréttar tölur, sem sé litlu minna en í júní þegar fjöldinn var um 15.800. Fyrir utan júní hafi ekki verið fleiri starfandi í greininni síðan á haustmánuðum 2008. Þá sé mikill fjöldi nýskráðra fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og fjöldi gjaldþrota ekki verið lægri frá upphafi mælinga.
Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19
Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55
Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur