Leikmennirnir tíu taka allir út leikbann, en eins og gengur og gerist á þriðjudögum kom aga- og úrskurðarnefnd KSÍ saman í dag.
Topplið Breiðabliks verður án síns markahæsta leikmanns, en Ísak Snær Þorvaldsson tekur út leikbann í annað skipti á tímabilinu. Hann hefur fengið sjö áminningar og þarf því að fylgjast með leiknum úr stúkunni.
Keflvíkingurinn Patrik Johannesen var einnig úrskurðaður í eins leiks bann í annað skiptið í sumar fyrir fjölda áminninga.
Fallbaráttulið Leiknis verður án tveggja leikmanna er liðið heimsækir botnlið ÍA í sannkölluðum botnslag þar sem Zean Dalügge og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson tak út leikbann.
Aðrir sem taka út bann í lokaumferðinni eru: Halldór Jón Sigurður Þórðarson, ÍBV; Sveinn Margeir Hauksson, KA; Dani Hatakka og Sindri Snær Magnússon, Keflavík; Einar Karl Ingvarsson, Stjörnunni og Ágúst Eðvald Hlynsson, Val.