Þykkur reykur fyllti Vaðlaheiðargöngin á einstakri æfingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. september 2022 22:01 Slökkviliðsmenn þurfti að vinna vel saman í dag, nú sem endranær. Vísir/Tryggvi Slökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu voru samankomnir á Akureyri í dag til að fylgjast með brunaæfingu inn í Vaðlaheiðargöngunum. Göngin voru fyllt af reyk með nýjum búnaði sem auðveldar til muna brunaæfingar í jarðgöngum. Sams konar hefur æfing hefur ekki áður verið haldin hér á landi. Vaðlaheiðargöngunum var lokað í um fimm tíma í dag vegna brunaæfingarinnar. Inn í göngunum var hermt eftir slysi þar sem slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akureyrar og Slökkviliði Þingeyjarsveitar, slökkviliðunum beggja megin við göngin, þurftu að bregðast hratt og örugglega við. Búnar sérútbúnum bílum Báðar sveitir eru búnar sérútbúnum bílum fyrir slökkistarf í jarðgöngum og nýttust þeir vel í dag. Bílarnir eru meðal annars vopnaðir hitamyndavélum sem komu sér vel í dag, þar sem nýr æfingarbúnaður dældi þykkum og miklum reyk inn í göngunum. Sérútbúinn slökkvibíll Slökkviliðsins á Akureyri nýttist vel í æfingunni í dag.Vísir/Tryggvi Svo þykkur var reykurinn að blaðamaður sem var viðstaddur æfinguna í göngunum í dag sá á köflum varla í hendurnar á sér. Fjallað var um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þar sem að reykurinn var þykkastur þar sjáum við svo til ekki neitt, þá þurftum við að keyra eftir þessum hitamyndavélum. Þetta eru aðstæðurnar sem við þurfum að æfa okkur og getum lent í,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri. Hægt að líkja eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta Umræddur búnaður var keyptur af Vegagerðinni og stendur til að prófa hann í jarðgöngum um allt land á næstu misserum. Með honum er hægt að herma eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta en áður. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri, leggur línurnar áður en æfingin hófst í morgun.Vísir/Tryggvi. „Það er stóra málið í þessu, að þurfa ekki lengur að vera að æfa viðbragð við eldi í jarðgöngum með því að vera að kveikja eld ofan í göngunum eins og við höfum gert fram að þessu. Nú erum við með umhverfisvænan reyk með reykvélum, með ljósum, gasbrennurum og hátölurum og dóti,“ segir Ólafur. Eina leiðin er að æfa Öllu er þessu stýrt með nýjustu tækni. Búnaðurinn sem um ræðir er glænýr og hefur aldrei áður verið notaður á Íslandi. Það kom því ekki á óvart aðsnlökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu komu til að fylgjast grannt með æfingunni. Svona æfingar geta skipt sköpum á ef reynir. Tólf reykvélar sáu um að fylla Vaðlaheiðargöngin af þykkum reyk.Vísir/Tryggvi. „Útköllin eru fá en á svona æfingum kemur alltaf eitthvað upp á sem gera hefði mátt betur. Það er eina leiðin til þess að búa sig undir alvöru útkall, það er að æfa,“ segir Ólafur. Alls voru tekin þrjú rennsli á æfingunni í dag. Þegar fréttamaður ræddi við Ólaf var fyrsta rennslið nýafstaðið. Hvernig fannst þér ganga? „Mér fannst ganga mjög vel. Ég var mjög ánægður með frammistöðu viðbragðsaðila. Stóðu sig allir með prýði. Ég er ánægður með búnaðinn þannig að þetta er alltaf að ganga vel ennþá.“ Akureyri Slökkvilið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Samgönguslys Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. 13. september 2022 08:46 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Vaðlaheiðargöngunum var lokað í um fimm tíma í dag vegna brunaæfingarinnar. Inn í göngunum var hermt eftir slysi þar sem slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akureyrar og Slökkviliði Þingeyjarsveitar, slökkviliðunum beggja megin við göngin, þurftu að bregðast hratt og örugglega við. Búnar sérútbúnum bílum Báðar sveitir eru búnar sérútbúnum bílum fyrir slökkistarf í jarðgöngum og nýttust þeir vel í dag. Bílarnir eru meðal annars vopnaðir hitamyndavélum sem komu sér vel í dag, þar sem nýr æfingarbúnaður dældi þykkum og miklum reyk inn í göngunum. Sérútbúinn slökkvibíll Slökkviliðsins á Akureyri nýttist vel í æfingunni í dag.Vísir/Tryggvi Svo þykkur var reykurinn að blaðamaður sem var viðstaddur æfinguna í göngunum í dag sá á köflum varla í hendurnar á sér. Fjallað var um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þar sem að reykurinn var þykkastur þar sjáum við svo til ekki neitt, þá þurftum við að keyra eftir þessum hitamyndavélum. Þetta eru aðstæðurnar sem við þurfum að æfa okkur og getum lent í,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri. Hægt að líkja eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta Umræddur búnaður var keyptur af Vegagerðinni og stendur til að prófa hann í jarðgöngum um allt land á næstu misserum. Með honum er hægt að herma eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta en áður. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri, leggur línurnar áður en æfingin hófst í morgun.Vísir/Tryggvi. „Það er stóra málið í þessu, að þurfa ekki lengur að vera að æfa viðbragð við eldi í jarðgöngum með því að vera að kveikja eld ofan í göngunum eins og við höfum gert fram að þessu. Nú erum við með umhverfisvænan reyk með reykvélum, með ljósum, gasbrennurum og hátölurum og dóti,“ segir Ólafur. Eina leiðin er að æfa Öllu er þessu stýrt með nýjustu tækni. Búnaðurinn sem um ræðir er glænýr og hefur aldrei áður verið notaður á Íslandi. Það kom því ekki á óvart aðsnlökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu komu til að fylgjast grannt með æfingunni. Svona æfingar geta skipt sköpum á ef reynir. Tólf reykvélar sáu um að fylla Vaðlaheiðargöngin af þykkum reyk.Vísir/Tryggvi. „Útköllin eru fá en á svona æfingum kemur alltaf eitthvað upp á sem gera hefði mátt betur. Það er eina leiðin til þess að búa sig undir alvöru útkall, það er að æfa,“ segir Ólafur. Alls voru tekin þrjú rennsli á æfingunni í dag. Þegar fréttamaður ræddi við Ólaf var fyrsta rennslið nýafstaðið. Hvernig fannst þér ganga? „Mér fannst ganga mjög vel. Ég var mjög ánægður með frammistöðu viðbragðsaðila. Stóðu sig allir með prýði. Ég er ánægður með búnaðinn þannig að þetta er alltaf að ganga vel ennþá.“
Akureyri Slökkvilið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Samgönguslys Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. 13. september 2022 08:46 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. 13. september 2022 08:46