Forsetinn telur bagalegt að Siri skilji ekki íslensku Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2022 19:20 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Agnes Sigurðardóttir biskub Íslands fóru fremst í göngu þingheims og annarra gesta til messu í Dómkirkjunni. Á bakvið þau má sjá leiðtoga stjórnarflokkanna þar sem forsætisráðherra gægist milli forseta og biskubs. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands gerði stöðu íslenskunnar og fortíðarþrá meðal annars að umtalsefni þegar hann setti Alþingi í dag. Tryggja þyrfti stöðu tungumálsins í stafrænum heimi og sýna þeim sem hingað flyttu og vildu læra íslensku umburðarlyndi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var aðeins of sein til kirkju en missti þó af engu.Vísir/Vilhelm Að venju hófst setning Alþingis með guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem flestir þingmanna sóttu ásamt öðrum gestum. Að guðsþjónustu lokinni var gengið yfir í alþingishúsið þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti þingið. „Sterkt þing staðnar ekki, festist ekki í viðjum vanans. Eða eru breytingar kannski til óþurftar? Fortíðarþrár gætir stundum í huga fólks,“ sagði forsetinn. Hann minnti á að breytingar á stjórnskipan Íslands hefðu verið í stöðugri umræðu nánast allt frá lýðveldisstofnun. Margir teldu að allt hefði verið betra á árum áður. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands bíður með Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis eftir því að ávarpa þingheim við setningu 153. þings,Vísir/Vilhelm „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Misskilin fortíðarþrá væri eitt, en leitandi þekking á þeim þráðum sem tengdu hið liðna við nútíð og framtíð væri allt annað. Svo vék forsetinn að stöðu íslenskunnar í nútímanum. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir mikilvægt að íslenskan sé gjaldgeng í stafrænum heimi.Vísir/Vilhelm „Nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði forsetinn. Um leið ætti að sýna þeim umburðarlyndi sem flyttust til landsins og vildu læra tungumálið en þyrftu til þess aðstoð. „Á því högnumst við öll og örvæntum ekki. Við getum vel tryggt framtíð íslenskunnar. Vilji er allt sem þarf,“ sagði Guðni. Hér má lesa ávarp forseta Íslands í heild sinni. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar ræddu fjárlagafrumvarpið við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag: Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Tengdar fréttir Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. 13. september 2022 15:35 Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var aðeins of sein til kirkju en missti þó af engu.Vísir/Vilhelm Að venju hófst setning Alþingis með guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem flestir þingmanna sóttu ásamt öðrum gestum. Að guðsþjónustu lokinni var gengið yfir í alþingishúsið þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti þingið. „Sterkt þing staðnar ekki, festist ekki í viðjum vanans. Eða eru breytingar kannski til óþurftar? Fortíðarþrár gætir stundum í huga fólks,“ sagði forsetinn. Hann minnti á að breytingar á stjórnskipan Íslands hefðu verið í stöðugri umræðu nánast allt frá lýðveldisstofnun. Margir teldu að allt hefði verið betra á árum áður. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands bíður með Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis eftir því að ávarpa þingheim við setningu 153. þings,Vísir/Vilhelm „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Misskilin fortíðarþrá væri eitt, en leitandi þekking á þeim þráðum sem tengdu hið liðna við nútíð og framtíð væri allt annað. Svo vék forsetinn að stöðu íslenskunnar í nútímanum. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir mikilvægt að íslenskan sé gjaldgeng í stafrænum heimi.Vísir/Vilhelm „Nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði forsetinn. Um leið ætti að sýna þeim umburðarlyndi sem flyttust til landsins og vildu læra tungumálið en þyrftu til þess aðstoð. „Á því högnumst við öll og örvæntum ekki. Við getum vel tryggt framtíð íslenskunnar. Vilji er allt sem þarf,“ sagði Guðni. Hér má lesa ávarp forseta Íslands í heild sinni. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar ræddu fjárlagafrumvarpið við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag:
Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Tengdar fréttir Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. 13. september 2022 15:35 Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. 13. september 2022 15:35
Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01