Sá eini sem var fluttur á sjúkrahús var ökumaður bílsins en sá mun hafa verið rænulítill þegar sjúkraflutningamenn bar að garði.
Frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fengust þær upplýsingar að í fyrstu hefði umfang málsins ekki legið fyrir og því hafi margir bílar verið sendir á vettvang. Fljótt var bílunum þó keyrt aftur til baka þegar ljóst varð að ekki fór verr.
Vaktstjóri segir sjúkraflutningamenn enn vera á vettvangi að ræða við starfsmenn og börn á leikskólanum, þegar þetta er skrifað.
