Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag var grínistinn Kenan Thompson kynnir kvöldsins. Þátturinn The White Lotus hlaut flest verðlaun, tíu talsins. Þar á eftir fylgdu þættirnir Euphoria og Squid Game með sex verðlaun.
Þættirnir Succession fóru þó inn í kvöldið með flestar tilnefningar, tuttugu og fimm talsins, en fóru aðeins heim með fjórar styttur.
Hér að neðan má sjá brot af þeim glæsilegu flíkum sem sáust á hátíðinni í gær:
Zendaya endaði kvöldið í rauðum kjól með Emmy verðlaun líkt og sjá má hér að ofan en hún byrjaði þó kvöldið á „rauða“ dreglinum í kjól frá Valentino.

Elle Fanning klæddist kjól frá Sharon Long sem sér einnig um búningana í þáttunum The Great. Elle var tilnefnd fyrir leik sinn í þáttunum og var þetta hennar fyrsta tilnefning.

Christina Ricci klæddist kjól frá Fendi Couture.

Squid Games-stjarnan Jung Ho-yeon tók sig vel út í Louis Vuitton.

Lily James var tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem Pamela Anderson í þáttunum Pam&Tommy. Hún klæddist kjól frá Atelier Versace.

Amanda Seyfried mætti með eiginmanni sínum Thomas Sadoski. Hún hlaut Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum The Dropout og klæddist kjól frá Armani Privé.

Andrew Garfield sleppti því að fara í Spiderman-gallann og valdi hvít jakkaföt frá Zegna í staðinn.

Selena Gomez, Steve Martin og Martin Short veittu verðlaun en þau leika saman í þáttunum Only Murders in the Building. Selena sleppti því að mæta á rauða dregilinn. Þátturinn hlaut nokkrar tilnefningar en hún hlaut ekki tilnefningu fyrir leik sinn í þeim.
Steve Martin sagði í viðtali við Variety að þeir væru vonsviknir yfir því að hún hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir leik sinn líkt og þeir tveir.

Lizzo hlaut Emmy verðlaun fyrir þættina sína „Lizzo's Watch Out for the Big Grrrls“ og fagnaði því í rauðum kjól frá Giambattista Valli. Í kjölfar sigursins er hún komin hálfa leið að því að vera EGOT-hafi.

Seth Rogen mætti með eiginkonu sinni Lauren Miller Rogen en hann var tilnefndur fyrir leik sinn í þáttunum Pam&Tommy.

Tyler James Williams skartaði skemmtilegum jakkafötum.

Amy Poehler sagði já takk og mætti í bláum kjól áður en hún veitti verðlaun við hlið Seth Meyers.

The White Lotus stjarnan Alexandra Daddario tók hringinn í glæsilegum Dior kjól.

RuPaul og Michelle Visage þurftu blævæng eftir að þau mættu með hitann á dregilinn.

Sydney Sweeney, sem leikur í Euphoria og The White Lotus, fagnaði 25 ára afmælinu sínu á hátíðinni.

Lee Jung-jae hlaut sögulegan sigur í gær fyrir leik sinn í þáttunum The Squid Games í jakkafötum með skemmtilegu ívafi.

Reese Witherspoon klæddist bláum kjól en liturinn var vinsæll í gær.

Ariana DeBose klæddist kjól frá Prabal Gurung og var falleg í fjólubláu.

Sandra Oh var í fjólublárri pallíettudragt frá Rodarte.

Sheryl Lee Ralph kom, sá og sigraði. Hún söng ræðuna sína þegar hún vann fyrir leik sinn í Abbott Elementary.

Ted Lasso stjarnan Toheeb Jimoh mætti í ljósbláum jakkafötum.

„Stiffler's mom“ fór ekki tómhent heim í gær en Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir leik sinn í The White Lotus.
