Tískan á Emmy verðlaununum: Fjólubláar pallíettur og ljósblá jakkaföt Elísabet Hanna skrifar 13. september 2022 16:30 Zendaya var glæsileg í eftirpartýinu hjá HBO eftir að hún hlaut Emmy verðlaun fyrir leik sinn í Euphoria. Hún varð sú yngsta til þess að hljóta Emmy verðlaunin tvisvar sem besta leikkona í aðalhlutverki í dramaþætti. Getty/David Livingston Emmy-verðlaunahátíðin fór fram í 74. skiptið í gær og skörtuðu stjörnurnar sínu fegursta á gyllta dreglinum. Hvít jakkaföt, bláir kjólar og fjólubláar dragtir fönguðu meðal annars athyglina. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag var grínistinn Kenan Thompson kynnir kvöldsins. Þátturinn The White Lotus hlaut flest verðlaun, tíu talsins. Þar á eftir fylgdu þættirnir Euphoria og Squid Game með sex verðlaun. Þættirnir Succession fóru þó inn í kvöldið með flestar tilnefningar, tuttugu og fimm talsins, en fóru aðeins heim með fjórar styttur. Hér að neðan má sjá brot af þeim glæsilegu flíkum sem sáust á hátíðinni í gær: Zendaya endaði kvöldið í rauðum kjól með Emmy verðlaun líkt og sjá má hér að ofan en hún byrjaði þó kvöldið á „rauða“ dreglinum í kjól frá Valentino. Zendaya hlaut sigurinn í gær fyrir leik sinn sem Rue í Euphoria.Getty/Frazer Harrison Elle Fanning klæddist kjól frá Sharon Long sem sér einnig um búningana í þáttunum The Great. Elle var tilnefnd fyrir leik sinn í þáttunum og var þetta hennar fyrsta tilnefning. Elle Fanning klæddist kjól eftir búningahönnuð þáttanna The Great sem hún leikur í.Getty/Frazer Harrison Christina Ricci klæddist kjól frá Fendi Couture. Flott í Fendi.Getty/Frazer Harrison Squid Games-stjarnan Jung Ho-yeon tók sig vel út í Louis Vuitton. Jung Ho-yeon skein skært fyrir hátíðina.Getty/Frazer Harrison Lily James var tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem Pamela Anderson í þáttunum Pam&Tommy. Hún klæddist kjól frá Atelier Versace. Lily James var tilnefnd til Emmy verðlaunanna í gær.Getty/Momodu Mansaray Amanda Seyfried mætti með eiginmanni sínum Thomas Sadoski. Hún hlaut Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum The Dropout og klæddist kjól frá Armani Privé. Thomas Sadoski lék meðal annars í þáttunum The Newsroom. Amanda Seyfried hlaut Emmy-verðlaun í gær fyrir leik sinn í þáttunum The Dropout.Getty/Frazer Harrison Andrew Garfield sleppti því að fara í Spiderman-gallann og valdi hvít jakkaföt frá Zegna í staðinn. Andrew Garfield sleppti Spiderman gallanum.Getty/Momodu Mansaray Selena Gomez, Steve Martin og Martin Short veittu verðlaun en þau leika saman í þáttunum Only Murders in the Building. Selena sleppti því að mæta á rauða dregilinn. Þátturinn hlaut nokkrar tilnefningar en hún hlaut ekki tilnefningu fyrir leik sinn í þeim. Steve Martin sagði í viðtali við Variety að þeir væru vonsviknir yfir því að hún hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir leik sinn líkt og þeir tveir. Samleikararnir veittu verðlaun í gær.Getty/Kevin Mazur Lizzo hlaut Emmy verðlaun fyrir þættina sína „Lizzo's Watch Out for the Big Grrrls“ og fagnaði því í rauðum kjól frá Giambattista Valli. Í kjölfar sigursins er hún komin hálfa leið að því að vera EGOT-hafi. Lizzo var alsæl með sigurinn.Getty/Frazer Harrison Seth Rogen mætti með eiginkonu sinni Lauren Miller Rogen en hann var tilnefndur fyrir leik sinn í þáttunum Pam&Tommy. Seth fór svipaða leið og Andrew Garfield í fatavali.Getty/Michael Buckner Tyler James Williams skartaði skemmtilegum jakkafötum. Tyler James Williams úr Abbott Elementary skein skært.Getty/Tyler James Williams Amy Poehler sagði já takk og mætti í bláum kjól áður en hún veitti verðlaun við hlið Seth Meyers. Amy Poehler tók sig vel út í bláu.Getty/Michael Buckner The White Lotus stjarnan Alexandra Daddario tók hringinn í glæsilegum Dior kjól. Alexandra Daddario klæddist Dior Haute Couture.Getty/Gilbert Flores RuPaul og Michelle Visage þurftu blævæng eftir að þau mættu með hitann á dregilinn. RuPaul og Michelle Visage komu með hitann á rauða dregilinn.Getty/Robert Gauthier Sydney Sweeney, sem leikur í Euphoria og The White Lotus, fagnaði 25 ára afmælinu sínu á hátíðinni. Sydney Sweeney var glæsileg á afmælisdaginn sinn í Oscar de la Renta kjól.Getty/Michael Buckner Lee Jung-jae hlaut sögulegan sigur í gær fyrir leik sinn í þáttunum The Squid Games í jakkafötum með skemmtilegu ívafi. Lee Jung-jae er fyrsti leikarinn frá suður-Kóreu til þess að sigra í flokknum besti leikarinn í drama þætti.Getty/Lee Jung-jae Reese Witherspoon klæddist bláum kjól en liturinn var vinsæll í gær. Reese Witherspoon klæddist Armani Privé kjól.Getty/Frazer Harrison Ariana DeBose klæddist kjól frá Prabal Gurung og var falleg í fjólubláu. Ariana DeBose var í fjólubláum flæðandi kjól.Getty/Gilbert Flores Sandra Oh var í fjólublárri pallíettudragt frá Rodarte. Sandra Oh fór með dragtina upp á næsta stig.Getty/ Gilbert Flores Sheryl Lee Ralph kom, sá og sigraði. Hún söng ræðuna sína þegar hún vann fyrir leik sinn í Abbott Elementary. Sheryl Lee Ralph söng ræðuna sína.Getty/Gilbert Flores Ted Lasso stjarnan Toheeb Jimoh mætti í ljósbláum jakkafötum. Toheeb Jimoh var glæsilegur í ljósbláu.Getty/Michael Buckner „Stiffler's mom“ fór ekki tómhent heim í gær en Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir leik sinn í The White Lotus. Jennifer Coolidge dansaði af sviðinu eftir að hún vann verðlaunin.Getty/Frazer Harrison Hollywood Emmy-verðlaunin Tengdar fréttir Zendaya, Jung-jae, Lizzo og Keaton sigursæl í gær Í nótt fór Emmy-verðlaunahátíðin fram í 74. skiptið. Það var grínistinn Kenan Thompson sem sá um að kynna hátíðina sem var haldin í Microsoft-leikhúsinu í Los Angeles. 13. september 2022 06:49 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag var grínistinn Kenan Thompson kynnir kvöldsins. Þátturinn The White Lotus hlaut flest verðlaun, tíu talsins. Þar á eftir fylgdu þættirnir Euphoria og Squid Game með sex verðlaun. Þættirnir Succession fóru þó inn í kvöldið með flestar tilnefningar, tuttugu og fimm talsins, en fóru aðeins heim með fjórar styttur. Hér að neðan má sjá brot af þeim glæsilegu flíkum sem sáust á hátíðinni í gær: Zendaya endaði kvöldið í rauðum kjól með Emmy verðlaun líkt og sjá má hér að ofan en hún byrjaði þó kvöldið á „rauða“ dreglinum í kjól frá Valentino. Zendaya hlaut sigurinn í gær fyrir leik sinn sem Rue í Euphoria.Getty/Frazer Harrison Elle Fanning klæddist kjól frá Sharon Long sem sér einnig um búningana í þáttunum The Great. Elle var tilnefnd fyrir leik sinn í þáttunum og var þetta hennar fyrsta tilnefning. Elle Fanning klæddist kjól eftir búningahönnuð þáttanna The Great sem hún leikur í.Getty/Frazer Harrison Christina Ricci klæddist kjól frá Fendi Couture. Flott í Fendi.Getty/Frazer Harrison Squid Games-stjarnan Jung Ho-yeon tók sig vel út í Louis Vuitton. Jung Ho-yeon skein skært fyrir hátíðina.Getty/Frazer Harrison Lily James var tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem Pamela Anderson í þáttunum Pam&Tommy. Hún klæddist kjól frá Atelier Versace. Lily James var tilnefnd til Emmy verðlaunanna í gær.Getty/Momodu Mansaray Amanda Seyfried mætti með eiginmanni sínum Thomas Sadoski. Hún hlaut Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum The Dropout og klæddist kjól frá Armani Privé. Thomas Sadoski lék meðal annars í þáttunum The Newsroom. Amanda Seyfried hlaut Emmy-verðlaun í gær fyrir leik sinn í þáttunum The Dropout.Getty/Frazer Harrison Andrew Garfield sleppti því að fara í Spiderman-gallann og valdi hvít jakkaföt frá Zegna í staðinn. Andrew Garfield sleppti Spiderman gallanum.Getty/Momodu Mansaray Selena Gomez, Steve Martin og Martin Short veittu verðlaun en þau leika saman í þáttunum Only Murders in the Building. Selena sleppti því að mæta á rauða dregilinn. Þátturinn hlaut nokkrar tilnefningar en hún hlaut ekki tilnefningu fyrir leik sinn í þeim. Steve Martin sagði í viðtali við Variety að þeir væru vonsviknir yfir því að hún hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir leik sinn líkt og þeir tveir. Samleikararnir veittu verðlaun í gær.Getty/Kevin Mazur Lizzo hlaut Emmy verðlaun fyrir þættina sína „Lizzo's Watch Out for the Big Grrrls“ og fagnaði því í rauðum kjól frá Giambattista Valli. Í kjölfar sigursins er hún komin hálfa leið að því að vera EGOT-hafi. Lizzo var alsæl með sigurinn.Getty/Frazer Harrison Seth Rogen mætti með eiginkonu sinni Lauren Miller Rogen en hann var tilnefndur fyrir leik sinn í þáttunum Pam&Tommy. Seth fór svipaða leið og Andrew Garfield í fatavali.Getty/Michael Buckner Tyler James Williams skartaði skemmtilegum jakkafötum. Tyler James Williams úr Abbott Elementary skein skært.Getty/Tyler James Williams Amy Poehler sagði já takk og mætti í bláum kjól áður en hún veitti verðlaun við hlið Seth Meyers. Amy Poehler tók sig vel út í bláu.Getty/Michael Buckner The White Lotus stjarnan Alexandra Daddario tók hringinn í glæsilegum Dior kjól. Alexandra Daddario klæddist Dior Haute Couture.Getty/Gilbert Flores RuPaul og Michelle Visage þurftu blævæng eftir að þau mættu með hitann á dregilinn. RuPaul og Michelle Visage komu með hitann á rauða dregilinn.Getty/Robert Gauthier Sydney Sweeney, sem leikur í Euphoria og The White Lotus, fagnaði 25 ára afmælinu sínu á hátíðinni. Sydney Sweeney var glæsileg á afmælisdaginn sinn í Oscar de la Renta kjól.Getty/Michael Buckner Lee Jung-jae hlaut sögulegan sigur í gær fyrir leik sinn í þáttunum The Squid Games í jakkafötum með skemmtilegu ívafi. Lee Jung-jae er fyrsti leikarinn frá suður-Kóreu til þess að sigra í flokknum besti leikarinn í drama þætti.Getty/Lee Jung-jae Reese Witherspoon klæddist bláum kjól en liturinn var vinsæll í gær. Reese Witherspoon klæddist Armani Privé kjól.Getty/Frazer Harrison Ariana DeBose klæddist kjól frá Prabal Gurung og var falleg í fjólubláu. Ariana DeBose var í fjólubláum flæðandi kjól.Getty/Gilbert Flores Sandra Oh var í fjólublárri pallíettudragt frá Rodarte. Sandra Oh fór með dragtina upp á næsta stig.Getty/ Gilbert Flores Sheryl Lee Ralph kom, sá og sigraði. Hún söng ræðuna sína þegar hún vann fyrir leik sinn í Abbott Elementary. Sheryl Lee Ralph söng ræðuna sína.Getty/Gilbert Flores Ted Lasso stjarnan Toheeb Jimoh mætti í ljósbláum jakkafötum. Toheeb Jimoh var glæsilegur í ljósbláu.Getty/Michael Buckner „Stiffler's mom“ fór ekki tómhent heim í gær en Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir leik sinn í The White Lotus. Jennifer Coolidge dansaði af sviðinu eftir að hún vann verðlaunin.Getty/Frazer Harrison
Hollywood Emmy-verðlaunin Tengdar fréttir Zendaya, Jung-jae, Lizzo og Keaton sigursæl í gær Í nótt fór Emmy-verðlaunahátíðin fram í 74. skiptið. Það var grínistinn Kenan Thompson sem sá um að kynna hátíðina sem var haldin í Microsoft-leikhúsinu í Los Angeles. 13. september 2022 06:49 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Zendaya, Jung-jae, Lizzo og Keaton sigursæl í gær Í nótt fór Emmy-verðlaunahátíðin fram í 74. skiptið. Það var grínistinn Kenan Thompson sem sá um að kynna hátíðina sem var haldin í Microsoft-leikhúsinu í Los Angeles. 13. september 2022 06:49