Müller ætlar að passa að gefa boltann ekki á Lewandowski Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 14:31 Müller og Lewandowski náðu afar vel saman hjá Bayern þar sem sá fyrrnefndi var stoðsendingahæstur ár eftir ár á meðan sá síðarnefndi var markahæstur. Arthur Thill ATPImages/Getty Images „Ég held að þetta verði góður leikur fyrir hinn almenna áhorfanda,“ segir Thomas Müller, leikmaður Bayern München um leik kvöldsins gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2. „Við viljum mæta fastir fyrir í návígi og vera grimmir þegar við missum boltann. Ég býst við opnum leik,“ sagði Müller á blaðamannafundi í gær. Bayern vilja sýna sig og sanna í Meistaradeildinni eftir strembnar vikur heima fyrir. Liðið hefur gert þrjú jafntefli í röð í deildinni og situr í 3. sæti, fyrir neðan Union Berlin og Freiburg. Velta má því upp hvort Bayern sakni Roberts Lewandowski en hann skoraði 238 mörk í 253 deildarleikjum fyrir félagið frá 2014 þar til í sumar. Þá skipti hann til Barcelona og mun því mæta sínum gömlu félögum. Müller hlakkar til að takast á við fyrrum félaga og segist hafa grínast með liðfélaga sínum Sadio Mané í aðdragandanum. „Sadio hefur verið að grínast og sagt mér ekki að gera þau mistök að senda boltann á Lewandowski í leiknum,“ segir Müller sem tengdi vel við Lewandowski síðustu ár og lagði upp fjölmörg markanna sem hann skoraði í Bæjaralandi. „Tenging okkar varð meiri eftir því sem tíminn leið. En nú erum við með marga fjölhæfa leikmenn í framlínunni og höfum ekki þennan eina framherja til að leita til. Andstæðingar okkar vita ekki hver okkar aðalframherji er og við þurfum að láta það virka,“ Lewandowski hefur farið frábærlega af stað í Katalóníu og skorað sex deildarmörk í fimm leikjum auk þess að skora þrennu gegn Viktoria Plzen í Meistaradeildinni í síðustu viku. Bæði lið unnu sinn fyrsta leik, Barca 5-1 gegn Plzen og Bayern 2-0 gegn Inter Milan. Toppsætið er því undir þegar liðin mætast á Allianz-vellinum í München klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Sjá má alla Meistaradeildarleikina sem eru fram undan í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira
„Við viljum mæta fastir fyrir í návígi og vera grimmir þegar við missum boltann. Ég býst við opnum leik,“ sagði Müller á blaðamannafundi í gær. Bayern vilja sýna sig og sanna í Meistaradeildinni eftir strembnar vikur heima fyrir. Liðið hefur gert þrjú jafntefli í röð í deildinni og situr í 3. sæti, fyrir neðan Union Berlin og Freiburg. Velta má því upp hvort Bayern sakni Roberts Lewandowski en hann skoraði 238 mörk í 253 deildarleikjum fyrir félagið frá 2014 þar til í sumar. Þá skipti hann til Barcelona og mun því mæta sínum gömlu félögum. Müller hlakkar til að takast á við fyrrum félaga og segist hafa grínast með liðfélaga sínum Sadio Mané í aðdragandanum. „Sadio hefur verið að grínast og sagt mér ekki að gera þau mistök að senda boltann á Lewandowski í leiknum,“ segir Müller sem tengdi vel við Lewandowski síðustu ár og lagði upp fjölmörg markanna sem hann skoraði í Bæjaralandi. „Tenging okkar varð meiri eftir því sem tíminn leið. En nú erum við með marga fjölhæfa leikmenn í framlínunni og höfum ekki þennan eina framherja til að leita til. Andstæðingar okkar vita ekki hver okkar aðalframherji er og við þurfum að láta það virka,“ Lewandowski hefur farið frábærlega af stað í Katalóníu og skorað sex deildarmörk í fimm leikjum auk þess að skora þrennu gegn Viktoria Plzen í Meistaradeildinni í síðustu viku. Bæði lið unnu sinn fyrsta leik, Barca 5-1 gegn Plzen og Bayern 2-0 gegn Inter Milan. Toppsætið er því undir þegar liðin mætast á Allianz-vellinum í München klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Sjá má alla Meistaradeildarleikina sem eru fram undan í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira