Mikilvægi fjárfestingar lífeyrissjóða í leiguhúsnæði Ólafur Margeirsson skrifar 12. september 2022 20:30 Samtök atvinnulífsins segir of flókið og tafsamt að fá fólk utan EES til að starfa á Íslandi, það ætti frekar að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl.Það er óskandi að til sé pólitískur vilji til að gera slíkt, m.a. til að ná fram þeim jákvæðu efnahagslegu áhrifum sem af hlytist. En það er mikilvægt að muna að þetta fólk þarf að búa einhvers staðar: það er ekki nóg að einfalda t.d. reglugerðir, það verður að vera til húsnæði fyrir þetta fólk. Lærum af öðrum löndum Eitt af sérkennum samfélagsins í Sviss er hlutfall íbúa (ca. 25%) sem er með erlent ríkisfang. Margir flytja til Sviss í nokkur ár og flytja svo „heim“ eða til næsta lands. Margir flytja til Sviss og setjast þar að. Það er auðvelt fyrir erlent vinnuafl að flytja til Sviss því það er auðvelt að finna leiguhúsnæði: meira en helmingur íbúa Sviss býr í leiguhúsnæði og hlutfallið fer upp í 80% í stærstu borgunum. Kostnaðurinn, áhættan og vesenið sem fellst í því að kaupa íbúð, sem þyrfti að selja aftur ef þú tækir ákvörðun um að flytja frá landinu, er ekki til staðar - nema þú viljir kaupa íbúð. Að byggja upp stóran leigumarkað með húsnæði er þess vegna lykilatriði í því að auðvelda fólki að flytja til Íslands. Og svissneskir lífeyrissjóðir, sem leigja út íbúðir á markaðsforsendum, hafa spilað stóra rullu: um 24% af eignum svissneskra lífeyrissjóða eru fasteignir (sjá mynd). Munið að svissneskt lífeyriskerfi er svipað hinu íslenska, þ.e. það er byggt á þremur stoðum þar sem sjóðssöfnun er langstærsti hlutinn. SvissCanto.com Samtök atvinnulífsins ættu hiklaust að hafa þetta í huga í komandi kjaraviðræðum: vilji þau að fólk geti flutt til Íslands ættu þau að stuðla að því að lífeyrissjóðir á Íslandi fjárfesti í íbúðum sem þeir leigja út á markaðsforsendum. Við bætist jákvæð áhrif á leigu- og fasteignaverð (því lífeyrissjóðir myndu byggja íbúðir til að leigja þær út), sem dregur úr (nafn)launa- og verðbólguþrýstingi. En er ávöxtun á leigumarkaði nægilega mikil fyrir lífeyrissjóðina? Tvímælalaust. Á mynd 2 má sjá metna raunávöxtun á ársgrundvelli á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu sé fjárfestirinn íslenskur lífeyrissjóður. Tekið er tillit til leigutekna, verðbreytinga á fasteignum og metins kostnaðar við að viðhalda fasteigninni. Munið að ólíkt einstaklingum borga lífeyrissjóðir ekki fjármagnstekjuskatt, svo óþarfi er að taka tillit til skattheimtu hér. Takið sérstaklega eftir því að ávöxtunin er að jafnaði fyrir ofan 3,5% ávöxtunarviðmiðið. Meðal annars þess vegna eiga lífeyrissjóðir að byggja fasteignir til þess að leigja þær út: áhættuleiðrétt ávöxtun sjóðfélaga batnar. Landssamtök lífeyrissjóða og sjóðfélagar lífeyrissjóða hafa fátt að óttast og ættu hiklaust að hvetja lífeyrissjóði til að skoða málið alvarlega. Þá ættu stjórnmálamenn að hjálpa áhugasömum lífeyrissjóðum að byggja upp slíkt eignasafn, m.a. með rétta reglugerðarumhverfinu, og verja þar með hagsmuni sjóðfélaga ásamt því að styðja við stóraukna uppbyggingu á íbúðarhúsnæði um allt land. Það er til margs að vinna. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Lífeyrissjóðir Innflytjendamál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segir of flókið og tafsamt að fá fólk utan EES til að starfa á Íslandi, það ætti frekar að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl.Það er óskandi að til sé pólitískur vilji til að gera slíkt, m.a. til að ná fram þeim jákvæðu efnahagslegu áhrifum sem af hlytist. En það er mikilvægt að muna að þetta fólk þarf að búa einhvers staðar: það er ekki nóg að einfalda t.d. reglugerðir, það verður að vera til húsnæði fyrir þetta fólk. Lærum af öðrum löndum Eitt af sérkennum samfélagsins í Sviss er hlutfall íbúa (ca. 25%) sem er með erlent ríkisfang. Margir flytja til Sviss í nokkur ár og flytja svo „heim“ eða til næsta lands. Margir flytja til Sviss og setjast þar að. Það er auðvelt fyrir erlent vinnuafl að flytja til Sviss því það er auðvelt að finna leiguhúsnæði: meira en helmingur íbúa Sviss býr í leiguhúsnæði og hlutfallið fer upp í 80% í stærstu borgunum. Kostnaðurinn, áhættan og vesenið sem fellst í því að kaupa íbúð, sem þyrfti að selja aftur ef þú tækir ákvörðun um að flytja frá landinu, er ekki til staðar - nema þú viljir kaupa íbúð. Að byggja upp stóran leigumarkað með húsnæði er þess vegna lykilatriði í því að auðvelda fólki að flytja til Íslands. Og svissneskir lífeyrissjóðir, sem leigja út íbúðir á markaðsforsendum, hafa spilað stóra rullu: um 24% af eignum svissneskra lífeyrissjóða eru fasteignir (sjá mynd). Munið að svissneskt lífeyriskerfi er svipað hinu íslenska, þ.e. það er byggt á þremur stoðum þar sem sjóðssöfnun er langstærsti hlutinn. SvissCanto.com Samtök atvinnulífsins ættu hiklaust að hafa þetta í huga í komandi kjaraviðræðum: vilji þau að fólk geti flutt til Íslands ættu þau að stuðla að því að lífeyrissjóðir á Íslandi fjárfesti í íbúðum sem þeir leigja út á markaðsforsendum. Við bætist jákvæð áhrif á leigu- og fasteignaverð (því lífeyrissjóðir myndu byggja íbúðir til að leigja þær út), sem dregur úr (nafn)launa- og verðbólguþrýstingi. En er ávöxtun á leigumarkaði nægilega mikil fyrir lífeyrissjóðina? Tvímælalaust. Á mynd 2 má sjá metna raunávöxtun á ársgrundvelli á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu sé fjárfestirinn íslenskur lífeyrissjóður. Tekið er tillit til leigutekna, verðbreytinga á fasteignum og metins kostnaðar við að viðhalda fasteigninni. Munið að ólíkt einstaklingum borga lífeyrissjóðir ekki fjármagnstekjuskatt, svo óþarfi er að taka tillit til skattheimtu hér. Takið sérstaklega eftir því að ávöxtunin er að jafnaði fyrir ofan 3,5% ávöxtunarviðmiðið. Meðal annars þess vegna eiga lífeyrissjóðir að byggja fasteignir til þess að leigja þær út: áhættuleiðrétt ávöxtun sjóðfélaga batnar. Landssamtök lífeyrissjóða og sjóðfélagar lífeyrissjóða hafa fátt að óttast og ættu hiklaust að hvetja lífeyrissjóði til að skoða málið alvarlega. Þá ættu stjórnmálamenn að hjálpa áhugasömum lífeyrissjóðum að byggja upp slíkt eignasafn, m.a. með rétta reglugerðarumhverfinu, og verja þar með hagsmuni sjóðfélaga ásamt því að styðja við stóraukna uppbyggingu á íbúðarhúsnæði um allt land. Það er til margs að vinna. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar