Gagnrýna hækkun hæstu áfengisskatta í Evrópu Árni Sæberg skrifar 12. september 2022 18:04 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um hækkun áfengisgjalda í nýjum fjárlögum. Í nýjum fjárlögum, sem kynnt voru í morgun, er gert ráð fyrir að almennt áfengisgjald hækki um 7,7 prósent og að áfengisgjald í fríhafnarverslunum hækki um 150 prósent, úr 10 prósent af almennu áfengisgjaldi í 25 prósent. Félagi atvinnurekenda líst ekki á blikuna, ef marka má tilkynningu á vef félagsins. Þar má sjá samantekt því hversu mikið einstakar tegundir áfengis munu hækka í smásölu, bæði í fríhöfn og í vínbúðinni. Þar segir að kassi af vinsælu léttvíni mun þannig hækka um 600 krónur í Vínbúðinni og bjórkippa um tæplega 150 krónur, en eins lítra ginflaska um 663 krónur. Í Fríhöfninni gæti ginflaskan hækkað um 2.300 krónur og léttvínskassinn um 1.800 krónur. Á myndinni hér að neðan má sjá dæmi um það hvernig verð breytist milli ára í vínbúð og hvernig það skiptist niður. „Vekja má athygli á því að ríkið tekur í sinn hlut 92,3% af útsöluverði vodkaflöskunnar, 73,4% af verði kassavínsins og 61% af verði bjórflöskunnar,“ segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda. Félag atvinnurekenda Snúnara að reikna út verð í fríhöfn „Ef litið er á líklegar verðbreytingar í Fríhöfninni er ögn snúnara að reikna dæmið þar sem álagning hennar er ekki föst og lögbundin eins og hjá ÁTVR,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt sé það ekki heildsalinn eða framleiðandi áfengisins sem standi skil til ríkissjóðs á áfengisgjaldinu áður en varan er afhent Fríhöfninni, heldur greiði Fríhöfnin það eftir á. Á myndinni hér að neðan má sjá raunhæf dæmi, sem Félag atvinnurekenda hefur tekið saman, um líklegar verðbreytingar í Fríhöfninni. Félag atvinnurekenda „Hér má sjá að léttvínskassi sem kostar í dag um 5.000 krónur gæti hækkað um rúmlega 1.800 krónur og ginflaska á svipuðu verði um hátt í 2.300 krónur. Léttvínsflaska sem í dag kostar tæplega 2.300 krónur gæti hækkað um 300 krónur og bjórkippa, sem í dag selst á tæplega 1.700 krónur gæti hækkað um 237 krónur,“ segir í tilkynningunni. Rengja staðhæfingar um óbreytt gjöld Félag atvinnurekenda gefur lítið fyrir þær fullyrðingar fjármálaráðuneytisins í greinargerð fjárlagafrumvarpsins þess efnis að gjöld haldi verðgildi sínu milli ára í stað þess að rýrna enn frekar að raunvirði eins og þau hafi mörg gert undanfarin ár. „Þar segir jafnframt að þessi gjöld hafi verið „óbreytt frá árinu 2019“. Í tilviki áfengisgjaldsins er þetta alrangt; það hefur verið hækkað árlega og nemur uppsöfnuð hækkun þess 16% frá 2019 til 2023, miðað við frumvarpið,“ segir í tilkynningunni. Skattlagning komin út úr korti Í tilkynningunni segir að í greinargerð fjárlagafrumvarpsins sé áætlað að skattahækkunin skili 1,64 milljarða tekjuhækkun í ríkissjóð og tekjur af áfengisgjaldi verði 25,5 milljarðar á næsta ári. „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag. „Skattlagning á áfenga drykki á Íslandi er löngu komin út úr öllu korti og bitnar til dæmis hart á samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar. Við höfum oft kallað eftir rökstuðningi fyrir því að þessir skattar eigi að vera svona miklu hærri en í nágrannalöndum okkar, en komum þar ævinlega að tómum kofunum hjá stjórnmálamönnum,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, í tilkynningu félagsins. Skattar og tollar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Óhófsfólk á brennivín látið stoppa í götin Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segist greina dauðastríð ríkisstjórnarinnar í nýju fjárlagafrumvarpi. 12. september 2022 14:57 Hækka gjald á áfengi og tóbak Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna. 12. september 2022 10:15 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í nýjum fjárlögum, sem kynnt voru í morgun, er gert ráð fyrir að almennt áfengisgjald hækki um 7,7 prósent og að áfengisgjald í fríhafnarverslunum hækki um 150 prósent, úr 10 prósent af almennu áfengisgjaldi í 25 prósent. Félagi atvinnurekenda líst ekki á blikuna, ef marka má tilkynningu á vef félagsins. Þar má sjá samantekt því hversu mikið einstakar tegundir áfengis munu hækka í smásölu, bæði í fríhöfn og í vínbúðinni. Þar segir að kassi af vinsælu léttvíni mun þannig hækka um 600 krónur í Vínbúðinni og bjórkippa um tæplega 150 krónur, en eins lítra ginflaska um 663 krónur. Í Fríhöfninni gæti ginflaskan hækkað um 2.300 krónur og léttvínskassinn um 1.800 krónur. Á myndinni hér að neðan má sjá dæmi um það hvernig verð breytist milli ára í vínbúð og hvernig það skiptist niður. „Vekja má athygli á því að ríkið tekur í sinn hlut 92,3% af útsöluverði vodkaflöskunnar, 73,4% af verði kassavínsins og 61% af verði bjórflöskunnar,“ segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda. Félag atvinnurekenda Snúnara að reikna út verð í fríhöfn „Ef litið er á líklegar verðbreytingar í Fríhöfninni er ögn snúnara að reikna dæmið þar sem álagning hennar er ekki föst og lögbundin eins og hjá ÁTVR,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt sé það ekki heildsalinn eða framleiðandi áfengisins sem standi skil til ríkissjóðs á áfengisgjaldinu áður en varan er afhent Fríhöfninni, heldur greiði Fríhöfnin það eftir á. Á myndinni hér að neðan má sjá raunhæf dæmi, sem Félag atvinnurekenda hefur tekið saman, um líklegar verðbreytingar í Fríhöfninni. Félag atvinnurekenda „Hér má sjá að léttvínskassi sem kostar í dag um 5.000 krónur gæti hækkað um rúmlega 1.800 krónur og ginflaska á svipuðu verði um hátt í 2.300 krónur. Léttvínsflaska sem í dag kostar tæplega 2.300 krónur gæti hækkað um 300 krónur og bjórkippa, sem í dag selst á tæplega 1.700 krónur gæti hækkað um 237 krónur,“ segir í tilkynningunni. Rengja staðhæfingar um óbreytt gjöld Félag atvinnurekenda gefur lítið fyrir þær fullyrðingar fjármálaráðuneytisins í greinargerð fjárlagafrumvarpsins þess efnis að gjöld haldi verðgildi sínu milli ára í stað þess að rýrna enn frekar að raunvirði eins og þau hafi mörg gert undanfarin ár. „Þar segir jafnframt að þessi gjöld hafi verið „óbreytt frá árinu 2019“. Í tilviki áfengisgjaldsins er þetta alrangt; það hefur verið hækkað árlega og nemur uppsöfnuð hækkun þess 16% frá 2019 til 2023, miðað við frumvarpið,“ segir í tilkynningunni. Skattlagning komin út úr korti Í tilkynningunni segir að í greinargerð fjárlagafrumvarpsins sé áætlað að skattahækkunin skili 1,64 milljarða tekjuhækkun í ríkissjóð og tekjur af áfengisgjaldi verði 25,5 milljarðar á næsta ári. „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag. „Skattlagning á áfenga drykki á Íslandi er löngu komin út úr öllu korti og bitnar til dæmis hart á samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar. Við höfum oft kallað eftir rökstuðningi fyrir því að þessir skattar eigi að vera svona miklu hærri en í nágrannalöndum okkar, en komum þar ævinlega að tómum kofunum hjá stjórnmálamönnum,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, í tilkynningu félagsins.
Skattar og tollar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Óhófsfólk á brennivín látið stoppa í götin Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segist greina dauðastríð ríkisstjórnarinnar í nýju fjárlagafrumvarpi. 12. september 2022 14:57 Hækka gjald á áfengi og tóbak Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna. 12. september 2022 10:15 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Óhófsfólk á brennivín látið stoppa í götin Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segist greina dauðastríð ríkisstjórnarinnar í nýju fjárlagafrumvarpi. 12. september 2022 14:57
Hækka gjald á áfengi og tóbak Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna. 12. september 2022 10:15