Aðstoðum Úkraínu með 1% af fjárlögum, við eigum allt undir Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 12. september 2022 15:31 Úkraína þarf hjálp. Drullusokkur í Rússlandi ákvað að Rússar skyldu ryðjast inn í Úkraínu og drepa þar bræður sína og systur. En Úkraína verst hetjulega svo vekur aðdáun um allan heim. Óbeint eigum við allt undir baráttu þeirra gegn innrásarliðinu. Og hvað er átt við með því? Við sem smáþjóð eigum allt undir því að samskipti þjóða byggi á lögum og samningum og gagnkvæmri virðingu. Að hægt sé að stunda eðlileg viðskipti og önnur gagnleg samskipti. Við eigum allt undnir því að fullveldi þjóða, stórra og smárra, sé virt af öllum hinum. Að í alþjóða samskiptum gildi ekki hnefaréttur þeirra stóru, að sá stóri geti kramið þann litla á meðan aðrir horfi aðgerðalausir á. Ef heimurinn væri þannig myndi sjálfstætt Ísland verða skammvinnt ástand í veraldarsögunni. Við, þótt lítil séum, eigum því að aðstoða Úkraínu eins og við getum. En við getum ekki sent þeim vopn, við getum ekki tekið hingað úkraínska hermenn í þjálfun, við höfum ekki leyniþjónustu sem getur aflað gagnlegra upplýsinga. Okkar styrkur er ekkert af þessu. Okkar styrkur er að vera rík þjóð. Ein af þeim allra ríkustu. Og öfugt við nágranna okkar þá þurfum við ekki að fást við fordæmalausan orkuskort sem rýrir lífskjör fólks um alla Evrópu um þessar mundir. Við græðum á háu orkuverði á meðan nágrannar okkar þjást. En samt ætla þeir að hjálpa Úkraínu meira en við gerum. Við ættum því að veita Úkraínu efnahagsaðstoð sem samsvarar 1% af fjárlögum. Minna má það ekki vera, er eiginlega of lítið, 2% væri mun eðlilegra. Til að afla tekna eitthvað upp í þessi útgjöld ættum við að taka til skoðunar að hækka kolefnisgjald á bensín og olíur. Um kannski 10-20 kr/l. Það mun gera það að verkum að við munum nota örlítið minna af olíu. En nota örlítið meira af grænni orku. En það er einmitt það sem við viljum gera burtséð frá stríði í Evrópu. Það er enda miklu meiri þörf á að brenna einum lítra af olíu í aðþrengdri Úkraínu en á lánsömu Íslandi. Varminn af þeim bruna er mun betur kominn hjá hrjáðum Úkraínumönnum en í íslenskum orkualsnægtum. Fjárlög voru kynnt í dag, 12. September 2022. Þetta er mín tillaga að breytingu fjárlaga. Áfram Úkraína, Slava Ukraini Höfundur er lektor, viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Úkraína þarf hjálp. Drullusokkur í Rússlandi ákvað að Rússar skyldu ryðjast inn í Úkraínu og drepa þar bræður sína og systur. En Úkraína verst hetjulega svo vekur aðdáun um allan heim. Óbeint eigum við allt undir baráttu þeirra gegn innrásarliðinu. Og hvað er átt við með því? Við sem smáþjóð eigum allt undir því að samskipti þjóða byggi á lögum og samningum og gagnkvæmri virðingu. Að hægt sé að stunda eðlileg viðskipti og önnur gagnleg samskipti. Við eigum allt undnir því að fullveldi þjóða, stórra og smárra, sé virt af öllum hinum. Að í alþjóða samskiptum gildi ekki hnefaréttur þeirra stóru, að sá stóri geti kramið þann litla á meðan aðrir horfi aðgerðalausir á. Ef heimurinn væri þannig myndi sjálfstætt Ísland verða skammvinnt ástand í veraldarsögunni. Við, þótt lítil séum, eigum því að aðstoða Úkraínu eins og við getum. En við getum ekki sent þeim vopn, við getum ekki tekið hingað úkraínska hermenn í þjálfun, við höfum ekki leyniþjónustu sem getur aflað gagnlegra upplýsinga. Okkar styrkur er ekkert af þessu. Okkar styrkur er að vera rík þjóð. Ein af þeim allra ríkustu. Og öfugt við nágranna okkar þá þurfum við ekki að fást við fordæmalausan orkuskort sem rýrir lífskjör fólks um alla Evrópu um þessar mundir. Við græðum á háu orkuverði á meðan nágrannar okkar þjást. En samt ætla þeir að hjálpa Úkraínu meira en við gerum. Við ættum því að veita Úkraínu efnahagsaðstoð sem samsvarar 1% af fjárlögum. Minna má það ekki vera, er eiginlega of lítið, 2% væri mun eðlilegra. Til að afla tekna eitthvað upp í þessi útgjöld ættum við að taka til skoðunar að hækka kolefnisgjald á bensín og olíur. Um kannski 10-20 kr/l. Það mun gera það að verkum að við munum nota örlítið minna af olíu. En nota örlítið meira af grænni orku. En það er einmitt það sem við viljum gera burtséð frá stríði í Evrópu. Það er enda miklu meiri þörf á að brenna einum lítra af olíu í aðþrengdri Úkraínu en á lánsömu Íslandi. Varminn af þeim bruna er mun betur kominn hjá hrjáðum Úkraínumönnum en í íslenskum orkualsnægtum. Fjárlög voru kynnt í dag, 12. September 2022. Þetta er mín tillaga að breytingu fjárlaga. Áfram Úkraína, Slava Ukraini Höfundur er lektor, viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar