„Það er enginn að verja Ingvar“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 13:30 Ingvar Jónsson reyndi að teygja sig í boltann, í baráttu við tvo Keflvíkinga, en boltinn hafnaði í netinu. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Stúkunni á Stöð 2 Sport voru allir sammála um það að löglegt mark hefði verið tekið af Keflvíkingum í gær þegar liðið tapaði gegn Víkingi í Bestu deild karla í fótbolta. Keflvíkingar virtust hafa jafnað metin í 1-1 þegar hornspyrna sveif yfir Ingvar Jónsson og inn í mark Víkinga. Dómari leiksins, Jóhann Ingi Jónsson, var ekki á sama máli og dæmdi aukaspyrnu á Keflvíkinga sem á endanum töpuðu leiknum 3-0. „Mér finnst Víkingar vera að bjóða Keflvíkingum upp í þennan dans,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um „draugamark“ Keflvíkinga. „Það er enginn að verja Ingvar, sem mér finnst óskiljanlegt. Hann er skilinn eftir með 2-3 Keflvíkingum og þeir geta bara myndað blokk fyrir framan hann. Þeir mega það alveg, og hann eðlilega kemst ekkert í boltann. Ég skil ekki af hverju enginn af varnarmönnunum er þarna að aðstoða hann og verja markvörðinn sinn,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Stúkan - Mark dæmt af Keflavík Baldur Sigurðsson tók í sama streng og gagnrýndi uppstillingu Víkinga í horninu: „Þetta mætti vera löglegt bara vegna þess hvernig Víkingarnir stilla upp í þessu horni. Það er meðvindur og boltinn alltaf að fara að skrúfast að markinu. Þeir skilja Ingvar eftir einan og það er meðvituð ákvörðun. Síðan taka þeir allir skrefið út, vindurinn tekur boltann og Ingvar lendir á vegg,“ sagði Baldur og taldi Keflvíkinga ekki hafa brotið af sér: „Það eru tveir menn sem standa þarna, þeir eru smá eins og senter í körfubolta, setja rassinn aðeins út, en það er ekki meira en það og að því leitinu til finnst mér þetta bara vera löglegt mark.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Keflavík ÍF Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Keflvíkingar virtust hafa jafnað metin í 1-1 þegar hornspyrna sveif yfir Ingvar Jónsson og inn í mark Víkinga. Dómari leiksins, Jóhann Ingi Jónsson, var ekki á sama máli og dæmdi aukaspyrnu á Keflvíkinga sem á endanum töpuðu leiknum 3-0. „Mér finnst Víkingar vera að bjóða Keflvíkingum upp í þennan dans,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um „draugamark“ Keflvíkinga. „Það er enginn að verja Ingvar, sem mér finnst óskiljanlegt. Hann er skilinn eftir með 2-3 Keflvíkingum og þeir geta bara myndað blokk fyrir framan hann. Þeir mega það alveg, og hann eðlilega kemst ekkert í boltann. Ég skil ekki af hverju enginn af varnarmönnunum er þarna að aðstoða hann og verja markvörðinn sinn,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Stúkan - Mark dæmt af Keflavík Baldur Sigurðsson tók í sama streng og gagnrýndi uppstillingu Víkinga í horninu: „Þetta mætti vera löglegt bara vegna þess hvernig Víkingarnir stilla upp í þessu horni. Það er meðvindur og boltinn alltaf að fara að skrúfast að markinu. Þeir skilja Ingvar eftir einan og það er meðvituð ákvörðun. Síðan taka þeir allir skrefið út, vindurinn tekur boltann og Ingvar lendir á vegg,“ sagði Baldur og taldi Keflvíkinga ekki hafa brotið af sér: „Það eru tveir menn sem standa þarna, þeir eru smá eins og senter í körfubolta, setja rassinn aðeins út, en það er ekki meira en það og að því leitinu til finnst mér þetta bara vera löglegt mark.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Keflavík ÍF Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira