„Ef ekki núna, hvenær þá?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2022 12:00 Stjarnan fór vel af stað og nýju mennirnir koma vel inn í liðið. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja liðið hafa allt sem til þarf til að taka þátt í titilbaráttu í vor. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan fór vel af stað í Olís-deild karla í handbolta er liðið vann 33-28 sigur á FH í Kaplakrika. Nýju mennirnir í Garðabæ, þeir Hergeir Grímsson og Arnar Freyr Ársælsson, komu vel inn í liðið. „Aðalatriðið eftir þennan leik eru þessar leikmannastyrkingar hjá Patreki Jóhannessyni. Hann fékk inn tvo leikmenn, og Jóhann Karl [Reynisson] reyndar líka, hann dregur fram skóna. En Arnar Freyr Ársælsson var gjörsamlega geggjaður í þessum leik,“ segir þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni. „Hann var bara mótiveraður gegn sínum gömlu félögum. Sagan segir að hann hafi boðið sig FH-ingum í sumar þegar hann vissi að hann væri að flytja suður og að FH-ingar hafi ákveðið að taka hann ekki,“ segir Theódór Ingi Pálmason en Arnar Freyr var áður í FH en lék með KA á Akureyri á síðustu leiktíð. „Hann var frábær í þessum leik. Hann spilaði frábæran bakvörð, þannig að Hergeir gat verið í horninu varnarlega og skoraði þetta mark sem dregur svolítið tennurnar úr FH-ingum. Hann var bara frábær og var með níu mörk úr tíu skotum,“ segir Theódór. Klippa: Seinni bylgjan: Nýju mennirnir hjá Stjörnunni Hergeir litlu síðri Hergeir Grímsson kom einnig í Stjörnuna fyrir tímabilið, frá uppeldisfélagi sínu, Selfossi. „Hergeir Grímsson. Hann var heitasti bitinn á markaðnum, og þetta er góður biti greinilega.“ segir Stefán Árni. „Algjörlega. Ef við samtvinnum þessi félagsskipti bæði, þá gefur Arnar Freyr Hergeiri það að hann þarf ekki að vera í bakverðinum varnarlega. Hergeir fær pásu, og hvenær ætli hann hafi fengið pásu hjá Selfossi síðustu tvö ár? Hann nýtir sér það, hann er með fullan kraft sóknarlega,“ segir Arnar Daði Arnarsson. „Það verða öll lið í deildinni betri með tímanum en ég held að Stjarnan geti þróað sinn leik alveg rosalega af því að þeir eru með svo gríðarlega mörg vopn í sínu vopnabúri. Þetta eru frábær félagsskipti í þessum tveimur leikmönnum,“ bætir Arnar Daði við. Geta keppt um titilinn Arnar Daði segir Stjörnuna þá hafa allt sem þarf til brunns að bera til að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Bara klárlega. Þeir eru með frábæran þjálfara sem þekkir það að fara alla leið. Ég ætla ekkert að setja einhverja svakalega pressu á Patta [Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar] en ef ekki núna, hvenær þá?“ Umræðuna um Stjörnumennnina úr Seinni bylgjunni má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„Aðalatriðið eftir þennan leik eru þessar leikmannastyrkingar hjá Patreki Jóhannessyni. Hann fékk inn tvo leikmenn, og Jóhann Karl [Reynisson] reyndar líka, hann dregur fram skóna. En Arnar Freyr Ársælsson var gjörsamlega geggjaður í þessum leik,“ segir þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni. „Hann var bara mótiveraður gegn sínum gömlu félögum. Sagan segir að hann hafi boðið sig FH-ingum í sumar þegar hann vissi að hann væri að flytja suður og að FH-ingar hafi ákveðið að taka hann ekki,“ segir Theódór Ingi Pálmason en Arnar Freyr var áður í FH en lék með KA á Akureyri á síðustu leiktíð. „Hann var frábær í þessum leik. Hann spilaði frábæran bakvörð, þannig að Hergeir gat verið í horninu varnarlega og skoraði þetta mark sem dregur svolítið tennurnar úr FH-ingum. Hann var bara frábær og var með níu mörk úr tíu skotum,“ segir Theódór. Klippa: Seinni bylgjan: Nýju mennirnir hjá Stjörnunni Hergeir litlu síðri Hergeir Grímsson kom einnig í Stjörnuna fyrir tímabilið, frá uppeldisfélagi sínu, Selfossi. „Hergeir Grímsson. Hann var heitasti bitinn á markaðnum, og þetta er góður biti greinilega.“ segir Stefán Árni. „Algjörlega. Ef við samtvinnum þessi félagsskipti bæði, þá gefur Arnar Freyr Hergeiri það að hann þarf ekki að vera í bakverðinum varnarlega. Hergeir fær pásu, og hvenær ætli hann hafi fengið pásu hjá Selfossi síðustu tvö ár? Hann nýtir sér það, hann er með fullan kraft sóknarlega,“ segir Arnar Daði Arnarsson. „Það verða öll lið í deildinni betri með tímanum en ég held að Stjarnan geti þróað sinn leik alveg rosalega af því að þeir eru með svo gríðarlega mörg vopn í sínu vopnabúri. Þetta eru frábær félagsskipti í þessum tveimur leikmönnum,“ bætir Arnar Daði við. Geta keppt um titilinn Arnar Daði segir Stjörnuna þá hafa allt sem þarf til brunns að bera til að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Bara klárlega. Þeir eru með frábæran þjálfara sem þekkir það að fara alla leið. Ég ætla ekkert að setja einhverja svakalega pressu á Patta [Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar] en ef ekki núna, hvenær þá?“ Umræðuna um Stjörnumennnina úr Seinni bylgjunni má sjá í spilaranum að ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira