Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 09:32 Ísland tapaði gegn Hollandi á þriðjudag með marki í uppbótartíma, og þarf því að fara í umspilið. Getty/Patrick Goosen Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? Í hádeginu í dag stendur UEFA fyrir drætti í umspilið um sæti á HM kvenna í fótbolta. Stelpurnar okkar eru eins og allir vita í pottinum, og vegna góðrar stigasöfnunar í undankeppninni fara þær beint á seinna stig umspilsins. Á bæði fyrra og seinna stigi umspilsins eru bara spilaðir stakir leikir, og dregið um það hvaða lið fá að spila á heimavelli. Já, það er sem sagt bara peningakast sem ræður því hvaða lið spila á heimavelli. Ekki árangur. Ekki staða á heimslista. Ekkert annað en heppni. Og hvort ætli sé betra fyrir Ísland að spila á Laugardalsvelli eða í Brussel, ef liðið mætir til dæmis Belgum eins og á EM í sumar? Ákvörðun sem snarminnkar vonina um eina skiptið á HM Það er auðvitað bara ósanngjarnt, ógeðslega ósanngjarnt, að láta svona stórt atriði velta á heppni. Ef fólki finnst það ekki má hugsa til eldri leikmanna í íslenska landsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir, búin að þjóna landsliðinu í tólf ár, sagði við mig í síðustu viku að þetta gæti verið hennar síðasti séns á að komast á HM. Er í lagi að sá séns snarminnki út af einhverri geðþóttaákvörðun þeirra sem ráða hjá UEFA? Ætti Dagný ekki frekar að hagnast á því að hafa hamast í níutíu mínútur í hverjum einasta leik sem hún spilar, og vera þannig nær því að fylgja Hollandi á HM? Sama staða Íslands og fyrir EM karla Þessi sama staða var uppi fyrir EM karla sem fram fór í fyrrasumar. Íslenska karlalandsliðið fór í umspil og vegna fyrri árangurs síns fékk liðið heimaleik í undanúrslitum þess, gegn Rúmeníu, en dregið var um það hvort úrslitaleikur umspilsins yrði í Laugardal eða í Búdapest. Búdapest varð niðurstaðan og Ísland að lokum svipt heilu stórmóti í fótbolta með sárgrætilegu tapi. Auðvitað ætti að láta lið mætast í tveggja leikja einvígi þegar heilt stórmót er undir. Ef það er bara ekki hægt þá finnst mér það fyrst og fremst fráleitt að UEFA skuli ekki nýta tækifærið í svona máli til að láta stöðu á styrkleikalistum ráða. Það gerir vægi allra leikja meira og hjálpar til við að eyða tali um að mögulega skipti úrslit einhverra landsleikja ekki máli. Ef staða á styrkleikalista getur hjálpað landsliðum þá skipta úrslit allra landsleikja máli. Vonandi verða stelpurnar okkar heppnar í dag og fá heimaleik, og vonandi verður íslenska þjóðin með á nótunum og skapar geggjaða stemningu á Laugardalsvelli eins og maður fékk að sjá hjá Hollendingum í Utrecht á þriðjudaginn. Bláa hafið kann þetta allt saman og getur svo sannarlega gert gæfumuninn. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Í hádeginu í dag stendur UEFA fyrir drætti í umspilið um sæti á HM kvenna í fótbolta. Stelpurnar okkar eru eins og allir vita í pottinum, og vegna góðrar stigasöfnunar í undankeppninni fara þær beint á seinna stig umspilsins. Á bæði fyrra og seinna stigi umspilsins eru bara spilaðir stakir leikir, og dregið um það hvaða lið fá að spila á heimavelli. Já, það er sem sagt bara peningakast sem ræður því hvaða lið spila á heimavelli. Ekki árangur. Ekki staða á heimslista. Ekkert annað en heppni. Og hvort ætli sé betra fyrir Ísland að spila á Laugardalsvelli eða í Brussel, ef liðið mætir til dæmis Belgum eins og á EM í sumar? Ákvörðun sem snarminnkar vonina um eina skiptið á HM Það er auðvitað bara ósanngjarnt, ógeðslega ósanngjarnt, að láta svona stórt atriði velta á heppni. Ef fólki finnst það ekki má hugsa til eldri leikmanna í íslenska landsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir, búin að þjóna landsliðinu í tólf ár, sagði við mig í síðustu viku að þetta gæti verið hennar síðasti séns á að komast á HM. Er í lagi að sá séns snarminnki út af einhverri geðþóttaákvörðun þeirra sem ráða hjá UEFA? Ætti Dagný ekki frekar að hagnast á því að hafa hamast í níutíu mínútur í hverjum einasta leik sem hún spilar, og vera þannig nær því að fylgja Hollandi á HM? Sama staða Íslands og fyrir EM karla Þessi sama staða var uppi fyrir EM karla sem fram fór í fyrrasumar. Íslenska karlalandsliðið fór í umspil og vegna fyrri árangurs síns fékk liðið heimaleik í undanúrslitum þess, gegn Rúmeníu, en dregið var um það hvort úrslitaleikur umspilsins yrði í Laugardal eða í Búdapest. Búdapest varð niðurstaðan og Ísland að lokum svipt heilu stórmóti í fótbolta með sárgrætilegu tapi. Auðvitað ætti að láta lið mætast í tveggja leikja einvígi þegar heilt stórmót er undir. Ef það er bara ekki hægt þá finnst mér það fyrst og fremst fráleitt að UEFA skuli ekki nýta tækifærið í svona máli til að láta stöðu á styrkleikalistum ráða. Það gerir vægi allra leikja meira og hjálpar til við að eyða tali um að mögulega skipti úrslit einhverra landsleikja ekki máli. Ef staða á styrkleikalista getur hjálpað landsliðum þá skipta úrslit allra landsleikja máli. Vonandi verða stelpurnar okkar heppnar í dag og fá heimaleik, og vonandi verður íslenska þjóðin með á nótunum og skapar geggjaða stemningu á Laugardalsvelli eins og maður fékk að sjá hjá Hollendingum í Utrecht á þriðjudaginn. Bláa hafið kann þetta allt saman og getur svo sannarlega gert gæfumuninn.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira