Alix Perez á Íslandi í fyrsta skipti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2022 13:46 Alix Perez á að baki farsælan feril. Aðsent Tónlistarmaðurinn Alix Perez kemur fram á Húrra föstudaginn 9. september og mun þeyta skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins en undanfarið hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Hróarskeldu, Tomorrowland, Dimensions, Glastonbury og Outlook svo einhverjar séu nefndar. Viðburðurinn er hluti af tíu ára afmæli plötusnúðahópsins Hausa og verður auka hljóðkerfi bætt inn á Húrra sérstaklega fyrir þetta kvöld. „Það er búið að vera á döfinni að fá hann til landsins í langan tíma,“ segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa. Alix Perez á að baki farsælan feril sem drum & bass og dubstep tónlistarmaður. Ásamt því að gefa út tónlist undir eigin nafni er hann annar hluti tvíeykisins SHADES sem einblínir á bassaþunga tóna. Til viðbótar stofnaði hann plötuúgáfuna 1985 Music sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu árin. Hann er álitinn einn fremsti listamaður bassatónlistar í dag og er þekktur fyrir framúrskarandi sköpunargáfu hvort sem það er á sviði tónlistar, tísku eða hönnunar. Alix PerezAðsent „Við erum búnir að halda nokkra viðburði á þessu ári í tilefni af tíu ára starfsafmæli okkar og koma Alix Perez til landsins er klárlega sá stærsti sem við höfum haldið hingað til. Hann á marga aðdáendur á Íslandi og því fannst okkur við hafa verið heppnir að hafa náð honum hingað sérstaklega eftir hann settist að í Nýja Sjálandi,“ segir Bjarni. Ásamt Alix Perez koma fram fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben en Tálsýn mun svo sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Hér fyrir neðan má heyra brot úr nýjasta lagi Alix Perez. View this post on Instagram A post shared by A L I X ______ P E R E Z (@alixperez1985) Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins en undanfarið hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Hróarskeldu, Tomorrowland, Dimensions, Glastonbury og Outlook svo einhverjar séu nefndar. Viðburðurinn er hluti af tíu ára afmæli plötusnúðahópsins Hausa og verður auka hljóðkerfi bætt inn á Húrra sérstaklega fyrir þetta kvöld. „Það er búið að vera á döfinni að fá hann til landsins í langan tíma,“ segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa. Alix Perez á að baki farsælan feril sem drum & bass og dubstep tónlistarmaður. Ásamt því að gefa út tónlist undir eigin nafni er hann annar hluti tvíeykisins SHADES sem einblínir á bassaþunga tóna. Til viðbótar stofnaði hann plötuúgáfuna 1985 Music sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu árin. Hann er álitinn einn fremsti listamaður bassatónlistar í dag og er þekktur fyrir framúrskarandi sköpunargáfu hvort sem það er á sviði tónlistar, tísku eða hönnunar. Alix PerezAðsent „Við erum búnir að halda nokkra viðburði á þessu ári í tilefni af tíu ára starfsafmæli okkar og koma Alix Perez til landsins er klárlega sá stærsti sem við höfum haldið hingað til. Hann á marga aðdáendur á Íslandi og því fannst okkur við hafa verið heppnir að hafa náð honum hingað sérstaklega eftir hann settist að í Nýja Sjálandi,“ segir Bjarni. Ásamt Alix Perez koma fram fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben en Tálsýn mun svo sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Hér fyrir neðan má heyra brot úr nýjasta lagi Alix Perez. View this post on Instagram A post shared by A L I X ______ P E R E Z (@alixperez1985)
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira