Réttur fjöldi marka gæti gefið 650 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2022 14:00 Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Getspár, segir að stefnt sé að því að leikurinn geti hafið innreið sína þann 26. september næstkomandi. Íslenskar getraunir mun síðar í mánuðinum taka upp nýjan getraunaleik sem felst í því að þátttakendur giska á hversu mörk verði skoruð í heild í hverjum þeim þrettán leikja sem eru á hinum hefðbundna enska getraunaseðli. Leikurinn verður nefndur XG og er það vísun í „Expected goals“ – mörkum sem reiknað sé með. Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Getspár, segir í samtali við Vísi að stefnt sé að því að leikurinn geti hafið innreið sína þann 26. september næstkomandi, en gera þarf breytingar á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir til að það sé hægt. Drög að breytingum á reglugerð liggja nú fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda, en umsagnarfrestur er til 9. september. Hærri vinningar en ella Pétur segir að Íslenskar getraunir vinni að leiknum í samstarfi við sænska getraunafyrirtækið Svenska Spel sem gerir það að verkum að vinningar geti verið mun hærri en ella. „Á getraunaseðli XG verða sömu leikir og eru á enska getraunaseðlinum, en í þessum verður bara giskað á fjölda heildarmarka í hverjum leik. Það má því giska á til dæmis á þrjú mörk og fær maður því rétt, fari leikurinn 3-0, 2-1,1-2 eða 0-3.“ Hann segir það vera tryggt að þeir sem fá þrettán rétta fái andvirði fimmtíu milljónir sænskra króna í vinning, um 650 milljónir í íslenskra króna. „Það er föst upphæð. Upphæðin deilist á alla sem eru með þrettán rétta þá vikuna. Þetta er hærri upphæð en hefur verið í 1X2 getraunaleiknum, þar sem mest hefur fengist 340 milljónir króna fyrir þrettán rétta.“ Merki nýja leiksins.Íslenskar getraunir Hann segir að 75 prósent af þeirri upphæð sem tippað sé fyrir fari í vinningsupphæðir, en restin renni til íþróttafélaga, en einnig í markaðsefni og annan kostnað. Skipt eftir ákveðinni formúlu Pétur Hrafn segir að vinningsfyrirkomulagið svipi ekki til þess sem er í 1X2 þar sem vinningar fást fyrir tíu, ellefu, tólf eða þrettán rétta. „Í XG eru þrír vinningsflokkar auk 13 rétta. Ef enginn tippari er með 13 rétta fá þeir tipparar sem eru með flesta leiki rétta vinning ásamt þeim sem eru með næstflesta leiki rétta og þriðju flestu raðirnar réttar. Tipparar geta þannig fengið vinning ef þeir eru með níu leiki rétta svo framarlega sem enginn annar tippari er með fleiri leiki rétta og svo fyrir átta leiki og sjö leiki. Vinningsupphæðum eftir vinningsflokkum er svo skipt eftir ákveðinni formúlu,“ segir Pétur Hrafn. Fjárhættuspil Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Getspár, segir í samtali við Vísi að stefnt sé að því að leikurinn geti hafið innreið sína þann 26. september næstkomandi, en gera þarf breytingar á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir til að það sé hægt. Drög að breytingum á reglugerð liggja nú fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda, en umsagnarfrestur er til 9. september. Hærri vinningar en ella Pétur segir að Íslenskar getraunir vinni að leiknum í samstarfi við sænska getraunafyrirtækið Svenska Spel sem gerir það að verkum að vinningar geti verið mun hærri en ella. „Á getraunaseðli XG verða sömu leikir og eru á enska getraunaseðlinum, en í þessum verður bara giskað á fjölda heildarmarka í hverjum leik. Það má því giska á til dæmis á þrjú mörk og fær maður því rétt, fari leikurinn 3-0, 2-1,1-2 eða 0-3.“ Hann segir það vera tryggt að þeir sem fá þrettán rétta fái andvirði fimmtíu milljónir sænskra króna í vinning, um 650 milljónir í íslenskra króna. „Það er föst upphæð. Upphæðin deilist á alla sem eru með þrettán rétta þá vikuna. Þetta er hærri upphæð en hefur verið í 1X2 getraunaleiknum, þar sem mest hefur fengist 340 milljónir króna fyrir þrettán rétta.“ Merki nýja leiksins.Íslenskar getraunir Hann segir að 75 prósent af þeirri upphæð sem tippað sé fyrir fari í vinningsupphæðir, en restin renni til íþróttafélaga, en einnig í markaðsefni og annan kostnað. Skipt eftir ákveðinni formúlu Pétur Hrafn segir að vinningsfyrirkomulagið svipi ekki til þess sem er í 1X2 þar sem vinningar fást fyrir tíu, ellefu, tólf eða þrettán rétta. „Í XG eru þrír vinningsflokkar auk 13 rétta. Ef enginn tippari er með 13 rétta fá þeir tipparar sem eru með flesta leiki rétta vinning ásamt þeim sem eru með næstflesta leiki rétta og þriðju flestu raðirnar réttar. Tipparar geta þannig fengið vinning ef þeir eru með níu leiki rétta svo framarlega sem enginn annar tippari er með fleiri leiki rétta og svo fyrir átta leiki og sjö leiki. Vinningsupphæðum eftir vinningsflokkum er svo skipt eftir ákveðinni formúlu,“ segir Pétur Hrafn.
Fjárhættuspil Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira