Veggir einnar elstu borgar Pakistan féllu Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2022 10:28 Borgin Moenjodaro er talin vera um fimm þúsund ára gömul. Getty Veggir hinnar fornu borgar Moenjodaro hafa orðið fyrir miklum skemmdum vegna úrhellisrigningar og flóða sem nú eru í gangi í Pakistan. Borgin er á Heimsminjaskrá UNESCO og var byggð fyrir fimm þúsund árum síðan. Borgin Moenjodaro er staðsett í Indusdalnum og fannst á þriðja áratug síðustu aldar. Í bréfi sem menningarmálaráðuneyti Singh-héraðsins sendi til UNESCO og CNN fjallar um segir að margar byggingar borgarinnar hafi orðið fyrir skemmdum vegna flóðanna og rigningarinnar. Ráðuneytið hefur óskað eftir hundrað milljónum rúpía, 62 milljónir íslenskra króna, til þess að geta unnið að viðgerðum á svæðinu. Verkamenn á vegum ráðuneytisins hafa verið á fullu síðustu daga að reyna að varðveita minjarnar, meðal annars með því að leggja dúka ofan á byggingar. Í frétt The Guardian segir að alls hafi 1.355 manns látið lífið í Pakistan vegna flóðanna en 33 milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna. Ástandið í Pakistan hefur aldrei í sögunni verið jafn alvarlegt vegna veðurfars. Í vikunni var greint frá því að vatn gæti flætt yfir bakka Manchar-stöðuvatnsins sem er stærsta stöðuvatn landsins. Yfirvöld hafa reynt allt sem hægt er til þess að koma í veg fyrir það en talið er að hundrað þúsund manns þurfi að yfirgefa heimili sín ef það gerist. Pakistan Náttúruhamfarir Fornminjar Tengdar fréttir Hætta á að vatn úr stærsta stöðuvatni Pakistan flæði í borgir Yfirvöld í Pakistan gera nú það sem þau geta til þess að vatn úr Manchar-stöðuvatninu flæði ekki inn í nærliggjandi borgir og bæi. Rúmlega þrettán hundruð manns hafa látist vegna flóða þar í landi síðan um miðjan júní. 6. september 2022 08:59 „Monsúnrigning á sterum“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. 30. ágúst 2022 15:56 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Borgin Moenjodaro er staðsett í Indusdalnum og fannst á þriðja áratug síðustu aldar. Í bréfi sem menningarmálaráðuneyti Singh-héraðsins sendi til UNESCO og CNN fjallar um segir að margar byggingar borgarinnar hafi orðið fyrir skemmdum vegna flóðanna og rigningarinnar. Ráðuneytið hefur óskað eftir hundrað milljónum rúpía, 62 milljónir íslenskra króna, til þess að geta unnið að viðgerðum á svæðinu. Verkamenn á vegum ráðuneytisins hafa verið á fullu síðustu daga að reyna að varðveita minjarnar, meðal annars með því að leggja dúka ofan á byggingar. Í frétt The Guardian segir að alls hafi 1.355 manns látið lífið í Pakistan vegna flóðanna en 33 milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna. Ástandið í Pakistan hefur aldrei í sögunni verið jafn alvarlegt vegna veðurfars. Í vikunni var greint frá því að vatn gæti flætt yfir bakka Manchar-stöðuvatnsins sem er stærsta stöðuvatn landsins. Yfirvöld hafa reynt allt sem hægt er til þess að koma í veg fyrir það en talið er að hundrað þúsund manns þurfi að yfirgefa heimili sín ef það gerist.
Pakistan Náttúruhamfarir Fornminjar Tengdar fréttir Hætta á að vatn úr stærsta stöðuvatni Pakistan flæði í borgir Yfirvöld í Pakistan gera nú það sem þau geta til þess að vatn úr Manchar-stöðuvatninu flæði ekki inn í nærliggjandi borgir og bæi. Rúmlega þrettán hundruð manns hafa látist vegna flóða þar í landi síðan um miðjan júní. 6. september 2022 08:59 „Monsúnrigning á sterum“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. 30. ágúst 2022 15:56 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Hætta á að vatn úr stærsta stöðuvatni Pakistan flæði í borgir Yfirvöld í Pakistan gera nú það sem þau geta til þess að vatn úr Manchar-stöðuvatninu flæði ekki inn í nærliggjandi borgir og bæi. Rúmlega þrettán hundruð manns hafa látist vegna flóða þar í landi síðan um miðjan júní. 6. september 2022 08:59
„Monsúnrigning á sterum“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. 30. ágúst 2022 15:56
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent