Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Jakob Bjarnar skrifar 7. september 2022 13:05 Fyrir liggur að deilur milli áfangaheimilisins Dyngjunnar og fyrrum forstöðukonu þar eru harðar. Lögmennirnir Gísli Kr. Björnsson og Steinbergur Finnbogason takast nú á um málið. vísir/vilhelm/aðsend Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. Eins og Vísir greindi frá er fyrrverandi forstöðukona heimilisins sökuð um að hafa við innkaup fyrir heimilið notað debetkortið til að fjármagna að hluta einkaneyslu sína. Um þetta er fjallað í meðfylgjandi frétt. Steinbergur Finnbogason lögmaður konunnar svaraði þeim ásökunum af mikilli hörku en hann sagði í yfirlýsingu sem send var út í gær að fyrir lægi krafa af hálfu skjólstæðings hans; sjö milljóna krafa vegna ógreiddra launa og ein og hálf milljón króna vegna meiðyrða. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Dyngjunnar, hefur nú sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd stjórnar heimilisins. Þar segir að umrædd forstöðukona hafi verið við störf sem slík frá árinu 2014 fram til aprílloka 2022. „Við hefðbundin bókhaldsstörf í febrúar/mars á þessu ári varð löggildur bókari félagsins var við færslur og fjármálagerninga sem í fljótu bragði virtust ekki ríma við þarfir heimilisins, og tilkynnti það stjórn félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Segja engar skýringar á úttektum liggja fyrir Þar segir jafnframt að stjórn hafi brugðist við með málefnalegum hætti; yfirfór reikninga félagsins og bar nokkur atriði undir forstöðukonuna á fundi sem haldinn var í apríl. Gísli Kr. Björnsson lögmaður segir að ekki hafi neinar skýringar á nótum fyrir ýmsu sem ekki var hægt að rekja til þess sem varðaði rekstur Dyngjunnar og því hafi stjórn talið sig tilneydda að reka forstöðukonuna.aðsend „Hvorki gekk né rak að fá skýringar á umræddum færslum á fundinum, og í kjölfarið fann stjórn sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. Í byrjun maí var forstöðukonunni sent bréf þar sem óskað var skýringa á framangreindum úttektum en svar við því barst í ágúst. Þar að auki var lögmanni hennar var afhent afrit af mun fleiri úttektum sem náðu yfir mun lengra tímabil, en ekki hafa borist svör við þeim.“ Í yfirlýsingunni er tekið sérstaklega fram að rekstur áfangaheimilisins Dyngjunnar sé afar þarfur en viðkvæmur. Rekstrarfé er af skornum skammti og fæst aðallega í formi styrkja. „Um rekstur er að ræða sem ætlað er að tryggja að konur sem á því þurfa að halda að lokinni áfengis- og vímuefnameðferð fái grunnþarfir sínar uppfylltar, þ.e. fæði og húsaskjól. Því eru öll frávik frá þeim rekstri erfið, enda fara þau fram úr rekstrargetu heimilisins.“ Harma að til þessa hafi þurfti að koma Þá segir í yfirlýsingunni að stjórn Dyngjunnar harmi þennan málarekstur og það sem skoðun á bókhaldi hafi leitt í ljós. „Stjórn Dyngjunnar hefur fram til þessa gert allt til að lágmarka tjón sem af málarekstri þessum leiðir, fyrst og fremst skjólstæðinga sinna vegna, en ekki síst forstöðukonunnar vegna. Stjórn Dyngjunnar mun hins vegar leitast við að leiða málið til lykta samkvæmt réttindum sínum og skyldum, og stendur einhuga að baki öllum ákvörðunum sínum þar að lútandi.“ Í niðurlagi yfirlýsingarinnar vill Gísli koma á framfæri leiðréttingu á atriði sem hann segir að finna megi í yfirlýsingu Steinbergs, það að engin stefna hafi enn verið birt í málinu, hvorki á hendur Dyngjunni né heldur stjórnarformanni. Félagasamtök Dómsmál Fíkn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá er fyrrverandi forstöðukona heimilisins sökuð um að hafa við innkaup fyrir heimilið notað debetkortið til að fjármagna að hluta einkaneyslu sína. Um þetta er fjallað í meðfylgjandi frétt. Steinbergur Finnbogason lögmaður konunnar svaraði þeim ásökunum af mikilli hörku en hann sagði í yfirlýsingu sem send var út í gær að fyrir lægi krafa af hálfu skjólstæðings hans; sjö milljóna krafa vegna ógreiddra launa og ein og hálf milljón króna vegna meiðyrða. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Dyngjunnar, hefur nú sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd stjórnar heimilisins. Þar segir að umrædd forstöðukona hafi verið við störf sem slík frá árinu 2014 fram til aprílloka 2022. „Við hefðbundin bókhaldsstörf í febrúar/mars á þessu ári varð löggildur bókari félagsins var við færslur og fjármálagerninga sem í fljótu bragði virtust ekki ríma við þarfir heimilisins, og tilkynnti það stjórn félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Segja engar skýringar á úttektum liggja fyrir Þar segir jafnframt að stjórn hafi brugðist við með málefnalegum hætti; yfirfór reikninga félagsins og bar nokkur atriði undir forstöðukonuna á fundi sem haldinn var í apríl. Gísli Kr. Björnsson lögmaður segir að ekki hafi neinar skýringar á nótum fyrir ýmsu sem ekki var hægt að rekja til þess sem varðaði rekstur Dyngjunnar og því hafi stjórn talið sig tilneydda að reka forstöðukonuna.aðsend „Hvorki gekk né rak að fá skýringar á umræddum færslum á fundinum, og í kjölfarið fann stjórn sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. Í byrjun maí var forstöðukonunni sent bréf þar sem óskað var skýringa á framangreindum úttektum en svar við því barst í ágúst. Þar að auki var lögmanni hennar var afhent afrit af mun fleiri úttektum sem náðu yfir mun lengra tímabil, en ekki hafa borist svör við þeim.“ Í yfirlýsingunni er tekið sérstaklega fram að rekstur áfangaheimilisins Dyngjunnar sé afar þarfur en viðkvæmur. Rekstrarfé er af skornum skammti og fæst aðallega í formi styrkja. „Um rekstur er að ræða sem ætlað er að tryggja að konur sem á því þurfa að halda að lokinni áfengis- og vímuefnameðferð fái grunnþarfir sínar uppfylltar, þ.e. fæði og húsaskjól. Því eru öll frávik frá þeim rekstri erfið, enda fara þau fram úr rekstrargetu heimilisins.“ Harma að til þessa hafi þurfti að koma Þá segir í yfirlýsingunni að stjórn Dyngjunnar harmi þennan málarekstur og það sem skoðun á bókhaldi hafi leitt í ljós. „Stjórn Dyngjunnar hefur fram til þessa gert allt til að lágmarka tjón sem af málarekstri þessum leiðir, fyrst og fremst skjólstæðinga sinna vegna, en ekki síst forstöðukonunnar vegna. Stjórn Dyngjunnar mun hins vegar leitast við að leiða málið til lykta samkvæmt réttindum sínum og skyldum, og stendur einhuga að baki öllum ákvörðunum sínum þar að lútandi.“ Í niðurlagi yfirlýsingarinnar vill Gísli koma á framfæri leiðréttingu á atriði sem hann segir að finna megi í yfirlýsingu Steinbergs, það að engin stefna hafi enn verið birt í málinu, hvorki á hendur Dyngjunni né heldur stjórnarformanni.
Félagasamtök Dómsmál Fíkn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira